Sport

Marco Van Basten: Ég skil ekki af hverju Leonardo fór til Inter

Marco Van Basten, fyrrum leikmaður AC Milan, segist líta svo á málin að Brasilíumaðurinn Leonardo hafi svikið AC Milan með því að taka við sem þjálfari erkifjendanna í Inter Milan. Leonardo tók við starfinu af Rafael Benitez sem var rekinn en áður hafði Leonardo fengið sparkið hjá AC Milan.

Fótbolti

Leikmaður Leeds United valinn í ástralska landsliðið

Neil Kilkenny, miðjumaður enska b-deildarliðsins Leeds United, er í landsliðshópi Ástrala í Asíukeppninni sem fer fram í Katar í næsta mánuði. Kilkenny hefur ekki spilað fyrir ástralska landsliðið síðan árið 2008 en hann er í 23 manna hóp Holger Osieck.

Enski boltinn

Nú er Mario Balotelli líka að deyja úr heimþrá

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er áfram í vandræðum með framherja sína því eins og Carlos Tevez þá er Mario Balotelli víst líka að deyja úr heimþrá. Balotelli hefur ekki náð að aðlagast vel enska boltanum síðan að hann kom til City frá Inter Milan. Þetta kemur fram í frétt hjá Guardian.

Enski boltinn

Öll tilþrifin úr enska boltanum á visir.is - sjö leikir á dagskrá í dag

Arsenal kom sér í gær kvöld upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Englands- og bikarmeisturum Chelsea. Öll mörkin úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar frá því í gær og fyrradag er að finna á sjónvarpshlutanum á visir.is. Það verður nóg um að vera í enska boltanum í dag. Alls eru sjö leikir í ensku úrvalsdeildinni í dag og kvöld, og verða þeir allir sýndir á sportstöðvum Stöðvar 2.

Enski boltinn

Fabregas: Við höfðum trúna

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að það hafi verið lykilatriði í sigrinum á Chelsea í kvöld að leikmenn höfðu trú á því sem þeir voru að gera.

Enski boltinn

Akureyri slátraði Haukum

Akureyri er komið í úrslit deildarbikarkeppni karla eftir sigur á Haukum, 29-16, og mætir þar FH en hvorugur undanúrslitaleikurinn í kvöld reyndist spennandi viðureign.

Handbolti

Ranocchia til Inter

Inter hefur gengið endanlega frá kaupum á varnarmanninum Andrea Ranocchia frá Genoa fyrir tólf milljónir evra.

Fótbolti

FH fór illa með Fram

FH er komið í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla eftir öruggan sigur á Fram í undanúrslitum í kvöld, 40-31.

Handbolti

Fram mætir Val í úrslitunum

Það verða Fram og Valur sem mætast í úrslitum deildarbikarkeppni kvenna eftir sigur fyrrnefnda liðsins á Fylki í undanúrslitum í dag, 29-25.

Handbolti

Valur lagði Stjörnuna í undanúrslitum

Valur er kominn í úrslit í deildarbikarkeppni kvenna í handbolta sem nú fer fram í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði. Valur lagði í dag Stjörnuna í undanúrslitum, 29-27.

Handbolti

Didier Drogba hefur farið illa með Arsenal síðustu ár

Stuðningsmenn Arsenal eru örugglega búnir að fá sig fullsadda af því að horfa upp á Didier Drogba fagna mörkum á móti liðunum. Drogba hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum á móti Arsenal-liðinu þar af hefur hann skorað tvennu í fjórum af sjö síðustu leikjum liðanna.

Enski boltinn

Kristinn spáir Akureyri og Fram í úrslitaleikinn

Vísir fékk Kristinn Guðmundsson, annan þjálfara karlaliðs HK til þess að spá í undanúrslitaleiki í deildarbikar karla í handbolta sem fara fram í Strandgötu í Hafnarfirði í dag. Kristinn spáir jöfnun og spennandi leikjunum en býst við því að Akureyri og Fram mætist í úrslitaleiknum.

Handbolti

Alexander og Anna Úrsúla handknattleiksfólk ársins

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur útnefnt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur og Alexander Petersson Handknattleiksmann og Handknattleikskonu ársins 2010 en bæði átti þau flott ár bæði með sínum félagsliðum sem og með íslensku landsliðunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.

Handbolti

Gylfi í Sunnudagsmessunni: „HM boltinn er eins og þungur plastbolti“

Gylfi Sigurðsson var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Guðmundur Benediktsson spurði landsliðsframherjann að því hvort þýskir markverðir væru betri en þeir ensku. Gylfi var sem kunnugt er seldur frá enska 1. deildarliðinu Reading til Hoffenheim í Þýskalandi s.l. sumar fyrir rúman milljarð kr. Viðtalið við Gylfa má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Enski boltinn