Enski boltinn

Ancelotti: Þurfum að vakna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að nú sé tímabært fyrir leikmenn af vakna af sínum væra blundi eftir sex leiki í röð án sigurs.

Chelsea tapaði í kvöld fyrir Arsenal og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United sem á þar að auki leik til góða. Fyrir tveimur mánuðum hafði Chelsea fimm stiga forystu á United.

Ancelotti sagði eftir leikinn í kvöld að Arsenal hafi einfaldlega verið betri aðilinn.

„Við spiluðum ekki vel og erum ekki að ná okkur á strik eins og er. Við þurfum nú að reyna að vinna Bolton," sagði Ancelotti við enska fjölmiðla eftir leikinn.

„Arsenal sýndi meiri gæði inn á vellinum í kvöld. Þeir spiluðu betur með boltann og spiluðu betur en við."

„Við verðum að halda áfram að sinna okkar vinnu. Við höfum gert það ágætlega síðustu tvær vikurnar en við reynum aftur í næsta leik."

„Taflan lýgur ekki og þetta er raunin. Við þurfum að vakna. Við erum sofandi eins og er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×