Sport

Barrichello náði besta tíma á lokadegi æfinga á Jerez brautinni

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Williams náði besta tíma á lokadegi æfinga Formúlu 1 liða á Jerez brautinni á Spáni í dag. Keppnislið hafa æft þar frá því á fimmtudag. Japaninn Kamui Kobayashi á Sauber var með næsta besta tíma í dag, 0.769 sekúndum á eftir Barrichello, samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1

Valdimar: Magnaður karakterssigur

Valdimar Fannar Þórsson, leikmaður Vals, var kátur í leikslok eftir að Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta eftir 33-31 sigur gegn Fram í framlengdum leik að Hlíðarenda í dag. Valdimar fór fyrir liði Vals og skoraði átta mörk.

Handbolti

Mark Hughes: Eiður Smári gæti fengið samning í sumar

Mark Hughes, stjóri Fulham, sér það alveg fyrir sér að hann muni gera nýjan samning við Eið Smára Guðjohnsen þegar lánsamingur Eiðs frá Stoke rennur út í sumar. Fulham mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun og Hughes tjáði sig um íslenska landsliðsmanninn á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Enski boltinn

Heiðar allan tímann á bekknum í jafntefli QPR

Heiðar Helguson fékk ekki að spila þegar Queens Park Rangers gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Nottingham Forest í ensku b-deildinni í dag. Queens Park Rangers er eftir leikinn með sex stiga forskot á Cardiff á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð

Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni.

Handbolti

Quiros sigraði í Dubai

Spánverjinn Alvaro Quiros fór með sigur af hómi í Dubai Desert Classic mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni í golfi. Hann lék samtals á 11 höggum undir pari í mótinu og varð einu höggi betri en þeir Anders Hansen frá Danmörku og James Kingston frá Suður-Afríku.

Golf

Ræða Scott Parker í hálfleik kveikti í West Ham liðinu

West Ham tryggði sér 3-3 jafntefli á móti West Brom í ensku úrvalsdeildinni í gær þrátt fyrir að hafa lent 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Carlton Cole skoraði eitt marka West ham í seinni hálfleik og hann hrósaði fyrirliðanum Scott Parker sem talaði kraft og kjark í sína menn í leikhléinu.

Enski boltinn

Tottenham-menn eru langefstir í endurkomudeildinni

Tottenham-liðið er besta liðið í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að því að fá eitthvað út úr leikjum þar sem liðin lenda undir. Tottenham vann í gærkvöldi sinn sjötta leik í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til baka.

Enski boltinn

Massey fékk að heyra það úr stúkunni í dag

Aðstoðardómarinn Sian Massey var á línunni í leik Blackpool og Aston Villa á Bloomfield Road í ensku úrvalsdeildinni í dag og hún fékk að heyra það frá orðljótum stuðningsmönnum úr stúkunni sem beindu mörgum köllum og söngvum sínum að henni.

Enski boltinn

Tvö mörk frá Robinho í 4-0 sigri AC Milan á Parma

AC Milan hitaði upp fyrir leikinn á móti Tottenham í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn með því að bursta Parma 4-0 í ítölsku A-deildinni í dag. Bæði toppliðin unnu sína leiki í dag því Napoli vann 2-0 útisigur á Roma.

Fótbolti

Bale fer ekki með Tottenham til Mílanó

Það eru örugglega fáir búnir að gleyma sýningu Gareth Bale í Mílanóborg fyrr á þessu tímabil en hann mun ekki endurtaka leikinn á þriðjudaginn þegar Tottenham heimsækir AC Milan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

AZ Alkmaar tapaði stórt á heimavelli

Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn og Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar AZ Alkmaar tapaði 0-4 á heimavelli á móti toppliði PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti

Sporting Gijón stöðvaði sigurgöngu Barcelona í kvöld

Sporting Gijón varð í kvöld aðeins þriðja liðið í spænsku úrvalsdeildinni í vetur til þess að ná stigi af Spánarmeisturum Barcelona þegar Sporting Gijón og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli. Þetta voru fyrstu stigin sem Barcelona tapar á útivelli á tímabilnu.

Fótbolti