Handbolti

Einar og Þórir voru báðir í tapliði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Hólmgeirsson
Einar Hólmgeirsson Mynd/Vilhelm
Einar Hólmgeirsson og Þórir Ólafsson máttu báðir sætta sig við að vera í tapliði á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Einar Hólmgeirsson skoraði tvö mörk þegar Ahlen-Hamm tapaði 24-32 á heimavelli á móti Gummersbach. Bæði mörk Einars komu á fyrstu 15 mínútum leiksins en Ahlen-Hamm komst í 6-3 í upphafi leiks. Staðan var 11-15 fyrir Gummersbach í hálfleik.

Þórir Ólafsson komst ekki á blað þegar TuS N-Lübbecke tapaði 25-35 á heimavelli á móti Flensburg-Handewitt. Daninn Anders Eggert skoraði 11 mörk fyrir Flensburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×