Sport

Haukar lögðu Fram - myndir

Íslandsmeistarar Hauka sýndu fín tilþrif í Safamýrinni í gær er þeir keyrðu yfir máttlausa Framara sem virtust enn vera að jafna sig eftir tapið í bikarnum gegn Val.

Handbolti

Reynir Þór: Mjög lélegt í alla staði hjá okkur

Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, var allt annað en sáttur með sína menn eftir fimm marka tap á heimavelli á móti Haukum í kvöld. Framliðið náði sér aldrei á strik í leiknum og sigur Haukanna var ekki í mikilli hættu.

Handbolti

Hamburg skellti Hannover

Hamburg náði aftur fimm stiga forskoti í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld þegar liðið skellti Hannover-Burgdorf, 34-27.

Handbolti

Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur

Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24.

Handbolti

Fabregas: Við unnum besta fótboltalið sögunnar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, var í skýjunum eins og aðrir Arsenal-menn eftir 2-1 sigur á Barcelona í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. David Villa kom Barca í 1-0 en mörk frá Robin van Persie og Andrey Arshavin á lokakafla leiksins tryggðu Arsenal sigurinn.

Fótbolti

Corluka frá í minnst mánuð

Vedran Corluka á von á því að hann verði frá næsta mánuðinn og að hann missi því af síðari leik Tottenham og AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Hannesi?

Hannes Jón Jónsson gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Hannover-Burgdorf á tímabilinu því Hannes glímir við erfið meiðsli á hné. Hannes er á leiðinni í sprautumeðferð og beri hún ekki árangur þá er tímabilið búið hjá honum. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Handbolti