Sport

Litlar líkur á að Bale verði með í seinni leiknum við AC Milan

Tottenham-menn eru nánast búnir að gefa upp alla von að Gareth Bale verði með í seinni leiknum á móti ítalska liðinu AC Milan í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bale hefur ekki spilað síðan að hann fór meiddur af velli eftir níu mínútur í leik á móti Newcastle United í janúar.

Fótbolti

Tröllatroðsla í túrbóútgáfu - myndband

Fjölnismaðurinn Brandon Brown hefur byrjað frábærlega með Grafarvogsliðinu í Iceland Express deild karla í körfubolta en hann er með 24,5 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í tveimur fyrstu leikjum sínum sem hafa báðir unnist.

Körfubolti

Sir Alex Ferguson neitar núna að tala við MUTV

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er þekktur fyrir að loka á fjölmiðla ef hann er ekki ánægður með umfjöllun þeirra en nú hefur hann stigið einu skrefi lengra og neitað að fara í viðtöl hjá MUTV, sjónvarpsstöð Manchester United.

Enski boltinn

NBA: Miami missti niður 24 stiga forskot í tapi gegn Orlando

Orlando Magic vann 99-96 útisigur á Miami Heat í nágrannaslag Flórídaliðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Miami er með 22 stiga eða meiri forystu en tapar því niður og jafnframt enn einn stórleikurinn sem liðið tapar.

Körfubolti

Leifur rekinn frá Víkingi

Knattspyrnudeild Víkings sleit í dag samstarfi við þjálfara liðsins, Leif Sigfinn Garðarsson. Við starfi hans tekur Ólafur Ólafsson aðstoðarþjálfari tímabundið meðan leitað er að nýjum þjálfara.

Íslenski boltinn

Dalglish vill ekkert segja um Carroll

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, vill ekkert láta hafa eftir sér um það hvort Andy Carroll verði með á móti Manchester United á sunnudaginn eða hvort að Liverpool-stuðningsmenn þurfi að bíða lengur eftir að hann leiki sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Enski boltinn