Sport

Óli Stef.: Nú erum við með forskotið

"Nú er að duga eða drepast. Þetta er þannig leikur fyrir okkur,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson um leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2012 sem haldið verður í Serbíu í janúar næstkomandi.

Handbolti

Szczesny líklega ekki meira með í vetur

Þetta var svo sannarlega ekki kvöld Arsenal. Ekki bara féll liðið úr leik í Meistaradeildinni heldur verður liðið líklega án markvarðarins Wojciech Szczesny það sem eftir lifir leiktíðar.

Fótbolti

Verður Higuain með gegn Barcelona?

Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain hefur verið lengi frá vegna meiðsla en gæti náð leik Real Madrid gegn Barcelona úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar í næsta mánuði.

Fótbolti

Guardiola: Við munum sækja

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, segir að höfuðáhersla verði lögð á sóknarleik þegar að liðið tekur á móti Arsenal í síðari viðureign þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Fabregas: Verður sérstakur leikur

Cesc Fabregas snýr í kvöld aftur til Barcelona þar sem hann mun leiða lið sitt, Arsenal, til leiks í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Defoe íhugaði að fara frá Tottenham í janúar

Jermain Defoe skoraði sín fyrstu deildarmörk fyrir Tottenham á tímabilinu er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Wolves um helgina. Hann viðurkennir þó að hafa íhugað stöðu sína hjá liðinu þegar félagaskiptaglugginn var opinn í janúar síðastliðnum.

Enski boltinn

Mótshaldarar í Barein fá frest til 1. maí

FIA hefur gefið Formúlu 1 mótshöldurum í Barein frest þangað til 1. maí til að ákveða hvort Formúlu 1 mót getur farið fram í landinu eður ei. Mótið átti að vera á dagskrá 13. mars, en var fellt niður vegna pólitísks ástands í landinu.

Formúla 1

Fékk rautt spjald fyrir að tækla áhorfanda í Boratsundskýlu

Ashley Vickers er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum en hann er leikmaður og þjálfari enska fótboltaliðsins Dorchester Town. Vickers, sem er 38 ára gamall, fékk rautt spjald í leik gegn Havant & Waterlooville fyrir skrautlega "ruðningstæklingu“ þar sem hann stöðvaði mann sem hljóp um völlinn í skærgrænni "Boratsundskýlu“

Fótbolti