Sport

Ancelotti: Allir sóknarmennirnir mínir eru frábærir

Chelsea komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli á heimavelli á móti danska liðinu FC Kaupamannahöfn í kvöld. Chelsea fékk fjölda færa en það gekk ekkert upp fyrir framan markið.

Fótbolti

Chelsea komið áfram eftir markalaust jafntefli við FCK

Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram.

Fótbolti

Nani er ennþá mjög sár út í Carragher

Nani, leikmaður Manchester United, segist ekki enn hafa fyrirgefið Liverpool-manninum Jamie Carragher fyrir tæklinguna á dögunum. Nani var borinn af velli en spilaði síðan á ný með United í Meistaradeildinni í gær.

Enski boltinn

Ferguson í fimm leikja bann

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann fyrir ummælin sem hann lét falla um Martin Atkinson knattspyrnudómara.

Enski boltinn

Alonso: Mikilvægast að vera með snöggan bíl

Fernando Alonso hjá Ferrari telur að það lið og ökumaður sem er með fljótasta bílinn næli í meistaratitilinn í ár. Hann hefur ekki trú á því að tilkoma nýs dekkjaframleiðanda verði afgerandi hvað útkomu bílanna varðar, en vandasamara gæti orðið að taka ákvarðanir varðandi þjónustuáætlanir en í fyrra.

Formúla 1

Magath rekinn frá Schalke

Felix Magath, stjóri Schalke í Þýskalandi, hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu þrátt fyrir að hann hafi komið liðinu í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Ég er í besta liði heims segir Javier Hernandez

Javier Hernandez var í sviðsljósinu í gær þegar hann skoraði bæði mörk Manchester United í 2-1 sigri liðsins gegn Marseille í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Landsliðsframherjinn frá Mexíkó sem gengur undir nafninu "litla baunin“ eða Chicharito í heimalandinu segir að Man Utd þurfi ekki að óttast Barcelona eða önnur lið þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudag.

Fótbolti

Steve Bruce segir að Andy Carroll minni um margt á Duncan Ferguson

Steve Bruce knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland segir að hann hafi reynt að fá Andy Carroll til liðs við Wigan þegar hann var knattspyrnustjóri liðsins fyrir tveimur árum. Newcastle vildi fá um 4,5 milljónir punda eða rétt rúmlega 830 milljónir kr. fyrir enska framherjann en Wigan vildi aðeins greiða um 2,5 milljónir punda eða 470 milljónir kr.

Enski boltinn

Krabbamein fjarlægt úr hálsi Bryan Robson

Bryan Robson, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, fór í aðgerð þann 3. mars s.l. í Bangkok Taílandi vegna krabbameins í hálsi. Robson er landsliðsþjálfari Taílands en samkvæmt frétt Manchester Evening News mun hann halda áfram störfum þrátt fyrir veikindinn.

Enski boltinn

Tekur Benítez við Valencia á ný?

Rafael Benítez fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool staldraði stutt við í starfi sínu hjá Inter á Ítalíu en þarf var hann aðeins í sex mánuði í starfi. Spánverjinn hefur verið atvinnulaus frá því honum var sagt upp störfum á Ítalíu en hann spænskir fjölmiðlar telja miklar líkur á því að hann fari á gamalkunnar slóðir og taki við þjálfun Valencia á Spáni.

Fótbolti

Carlo Ancelotti íhugar að hvíla Fernando Torres gegn FCK

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla spænska framherjann Fernando Torres í leiknum í kvöld gegn danska liðinu FCK í Meistaradeild Evrópu. Torres hefur enn ekki skorað mark fyrir Chelsea frá því hann var keyptur fyrir 50 milljónir punda frá Liverpool eða rúmlega 9 milljarða kr.

Fótbolti

Ólafur ræddi ekki við Eið Smára

Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn fyrir næsta verkefni A-landsliðsins gegn Kýpur í undankeppni Evrópukeppninnar. Ólafur sagði í samtali við Hans Steinar Bjarnason í gær að hann hefði ekki rætt við Eið Smára fyrir valið og þjálfarinn sagði ennfremur að það hefði ekki komið fram hvort Eiður væri hættur að gefa kost á sér í landsliðið.

Fótbolti

Chicago náði efsta sæti Austurdeildarinnar

Deildarkeppnin í NBA körfuboltanum nær hámarki á næstu vikum en liðin 30 eiga nú 15-20 leiki eftir af alls 82. Alls komast 16 lið í úrslitakeppnina, 8 úr Austurdeild og 8 úr Vesturdeild og er nú hart barist um þau sæti í báðum deildum.

Körfubolti

Abidal hjá Barcelona með lifrarkrabbamein

Eric Abidal, varnarmaður Barcelona, hefur greinst með lifrarkrabbamein og fer í aðgerð á föstudaginn. Það er ekki vitað hversu lengi þessi franski landsliðsmaður verður frá keppni eða hvort að hann snúi yfir höfuð aftur í boltann.

Fótbolti