Sport

Teitur: Getum gert miklu betur

„Það er alltaf sárt að tapa,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Grindavík vann í kvöld fyrsta leikinn í rimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld.

Körfubolti

Einar Árni: Töpuðum á varnarleiknum

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur við varnarleik síns liðs í kvöld. Njarðvíkingar töpuðu með tólf stiga mun fyrir KR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta.

Körfubolti

Ólafur: Spiluðum betri vörn

Ólafur Ólafsson sýndi frábæra takta í kvöld og kórónaði góðan leik þegar hann stal boltanum í blálokin og tryggði sínum mönnum í Grindavík sigur á Stjörnunni með tilþrifamikilli troðslu.

Körfubolti

Fannar: Verða einn til tveir með blóðnasir

Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var hæstánægður eftir sigur KR á Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið er því komið í forystu í einvíginu og getur klárað dæmið í Njarðvík á sunnudag. Fannar veit vel að það er bara hálfur sigur unninn.

Körfubolti

Helgi Jónas: Baráttan komin aftur

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þar með eru Grindvíkingar komnir í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla.

Körfubolti

Tjörvi kom Haukum upp í fjórða sætið

Tjörvi Þorgeirsson tryggði Haukum mikilvægan 29-28 sigur á HK á Ásvöllum í kvöld í baráttu liðanna í 4. og 5. sætinu í N1 deild karla. Með sigrinum tóku Haukar fjórða sætið af Kópavogsliðinu og unnu jafnframt sinn fyrsta sigur undir stjórn þeirra Gunnars Bergs Viktorssonar og Birkis Ívars Guðmundssonar.

Handbolti

Umfjöllun: Naumur sigur Grindavíkur

Grindavík er komið í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deild karla. Grindvíkingar unnu nauman sigur á heimavelli, 90-83, eftir hörkuspennandi viðureign.

Körfubolti

Gamli þjálfari Gylfa Þór tekur við liði Schalke

Ralf Rangnick, fyrrum þjálfari Gylfa Þór Sigurðssonar hjá Hoffenheim, hefur verið ráðinn þjálfari Schalke 04 daginn eftir að félagið rak Felix Magath. Schalke verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun en liðið er bara í 10. sæti í þýsku úrvalsdeildinni.

Körfubolti

Framkonur skoruðu 42 mörk á móti Gróttu

Bikarmeistarar Fram unnu 25 marka sigur á Gróttu, 42-17, í Safamýrinni í kvöld í lokaleik liðanna í N1 deild kvenna í handbolta. Leiknum var flýtt en aðrir leikir í lokaumferðinni fara fram um næstu helgi.

Handbolti

Manchester City vann en féll samt úr leik

Manchester City féll í kvöld út úr 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 1-0 sigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev í seinni leik liðanna. Dynamo Kiev vann fyrri leikinn 2-0 og þar með 2-1 samanlagt.

Fótbolti

UEFA dæmdi Wenger og Nasri báða í leikbann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal og franski miðjumaðurinn Samir Nasri voru báðir dæmdir í eins leiks bann af aganefnd UEFA í dag. Þeir fara í bann fyrir framkomu sína gagnvart svissneska dómaranum Massimo Busacca eftir tap liðsins í seinni leiknum á móti Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Enski boltinn

Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku.

Körfubolti

Schumacher er vongóður um að geta keppt til sigurs í einhverjum mótum

Michael Schumacher ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu í ár, eins og í fyrra, en hann mætti til leiks á ný eftir þriggja ára hlé 2010. Í dag segist hann njóta þess að keppa með Mercedes, en keppnislið hans sendi frá sér viðtal við kappann, sem birtist á autosport.com í dag og neðan er hluti þess í lauslegri þýðingu.

Formúla 1

Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið.

Körfubolti