Sport

Ágúst tekur tímabundið við kvennalandsliðinu í handbolta

Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn tímabundið þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta og mun stjórna liðinu í umspilsleikijunum við Úkraínu í sumar þar sem í boði er sæti á HM í Brasilíu í desember. Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu um ráðninguna í dag.

Handbolti

Sunnudagsmessan: Hver verður í markinu hjá Arsenal?

Markvarðamálin hjá Arsenal eru sívinsælt umræðuefni hjá áhugamönnum um enska fótboltann. Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins fékk Jens Lehmann til liðsins á dögunum og í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 veltu sérfræðingar þáttarins því fyrir sér hvort Lehmann yrði í byrjunarliðinu í næsta leik.

Enski boltinn

Mourinho: Ég þjálfa næst á Englandi

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, ætlar að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni þegar hann hættir með spænska stórliðið. Hann hefur verið á Ítalíu og á Spáni síðan að hann hætti með Chelsea-liðið árið 2007 eftir að hafa lent upp á kant við eigandann Roman Abramovich.

Enski boltinn

Bjarni Hólm mun spila fyrir Rúnar hjá Levanger

Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson verður ekki áfram með Keflvíkingum í Pepsi-deild karla í fótbolta því hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska C-deildarfélagið Levanger. Þetta kemur fram á heimasíðu Levanger og á fótbolti.net.

Fótbolti

Terry svaf ekkert nóttina fyrir fyrstu æfinguna

John Terry, nýskipaður fyrirliði enska landsliðsins á ný, hefur viðurkennt það að hann hafi verið mjög stressaður fyrir fyrstu æfingu landsliðsins eftir að Capello gerði hann aftur að fyrirliða. Terry verður fyrirliði enska landsliðsins á móti Wales á laugardaginn.

Enski boltinn

NBA: Lakers vann Phoenix eftir þríframlengdan leik

Los Angeles Lakers er áfram á góðu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en þurfti þrjár framlengingar til þess að landa sigri á móti Phoenix Suns í frábærum leik í nótt. Lakers hefur unnið 13 af 14 leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn en Suns-liðið er á góðri leið með því að missa af úrslitakeppninni.

Körfubolti

Ævintýrið heldur áfram í Danaveldi

Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG Kaupmannahafnar, varpaði enn einni sprengjunni í handboltaheiminn í gær þegar hann nafngreindi þrjá íslenska landsliðsmenn sem hann ætlar að fá til liðsins næsta sumar.

Handbolti

Ruud Gullit tapar og tapar í Tsjetsjeníu

Hollendingurinn Ruud Gullit er enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum sem þjálfari tsjetsjenska liðsins Terek Grozny en liðið tapaði 0-2 á móti Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti

Pálína: Vorum ekki að spila saman

„Við vorum ekki að spila saman og þú vinnur ekki leiki ef það er ekki til staðar,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur eftir tap liðsins gegn KR í kvöld í DHL-höllinni, 75-64.

Körfubolti

Hrafn: Er mjög bjartsýnn

„Ég er ótrúlega sáttur og við lékum frábærlega í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR eftir sigurleik sinna stúlkna gegn Keflavík í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna, 75-64. Þar með hefur liðið unnið sinn hvorn leikinn.

Körfubolti

Umfjöllun: Vængbrotið KR-lið jafnaði metin

Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík.

Körfubolti

Robin van Persie: Bikartöpin gætu bara hjálpað Arsenal

Arsenal-maðurinn Robin van Persie telur að það muni hjálpa liðinu á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni að Arsenal sé ekki lengur að keppa á öðrum vígstöðum. Arsenal hefur dottið út úr Evrópukeppninni, enska bikarnum og enska deildarbikarnum á síðustu vikum og er enn án titils í sex ár.

Enski boltinn

Logi stigahæstur í tapleik

Solna Vikings tapaði í kvöld fyrir Norrköping í fyrsta leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta, 91-86.

Körfubolti

Ljónin lögðu refina og komust upp í þriðja sætið

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, hafði betur í baráttunni við Dag Sigurðsson, kollega sinn hjá Füchse Berlin, þegar að liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með 33-32 sigri Löwen.

Handbolti

Glen Johnson um Carroll: Mótherjarnir eru skíthræddir við hann

Glen Johnson er viss um að nýi félagi hans hjá Liverpool, Andy Carroll, geti haft mikil og góð áhirf á enska landsliðið nú þegar hann er orðinn fastamaður í liðinu. Carroll lék sinn fyrsta landsleik á móti Frökkum í nóvember og verður væntanlega í byrjunarliðinu á móti Wales á laugardaginn.

Enski boltinn