Ævintýrið heldur áfram í Danaveldi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2011 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson gæti verið á leið til Danmerkur. Fréttablaðið/Valli Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG Kaupmannahafnar, varpaði enn einni sprengjunni í handboltaheiminn í gær þegar hann nafngreindi þrjá íslenska landsliðsmenn sem hann ætlar að fá til liðsins næsta sumar. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson – allir leikmenn Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Nielsen hefur einnig sterk ítök í Löwen, þar sem hann er stjórnarmaður auk þess sem fyrirtæki hans, KasiGroup, er einn helsti styrktaraðili félagsins. Það lá fyrir að Ólafur myndi koma í sumar og á heimasíðu AG er haft eftir Nielsen að hann hafi samið við bæði Ólaf og Guðjón Val. Sá síðarnefndi sagði reyndar í samtali við Vísi í gær að málið væri ekki komið svo langt en að hann hefði átt í viðræðum við félagið. Fréttablaðið fékk viðbrögð Snorra Steins Guðjónssonar við þessu en hann leikur með AG í dag ásamt öðrum landsliðsmanni, Arnóri Atlasyni. Ólafur Guðmundsson er einnig samningsbundinn AG en var lánaður þetta tímabilið til FH. „Ég hafði auðvitað heyrt af þessu en veit ekki til þess að þeir séu búnir að skrifa undir. En það væri frábært að fá þá," sagði Snorri Steinn. „Þetta væri vissulega sérstakt en líka mjög gaman. Það væri gaman að prófa þetta og sjá hvernig þetta virkar." Nielsen stefnir að því að gera AG að stærsta íþróttafélagi Danmerkur og að liðið verði í allra fremstu röð í evrópskum handbolta. „Hann hefur ekki farið leynt með sín markmið og maður er hættur að verða hissa á því sem maður les í blöðunum þegar hann er annars vegar. Hann er nokkuð djarfur en stendur yfirleitt við það sem hann segir. Ég hélt til dæmis að hann væri að grínast þegar hann sagðist ætla að láta úrslitaleik deildarinnar fara fram á Parken fyrir framan 40 þúsund manns. En nú er hann greinilega búinn að panta völlinn þó svo að úrslitakeppnin sé ekki einu sinni hafin," sagði hann en Parken er þjóðarleikvangur Dana og er yfirleitt notaður fyrir knattspyrnuleiki. Snorri segir að þetta mál hafi vissulega borið á góma á æfingu í gær. „Þeim finnst nóg að vera með tvo Íslendinga fyrir," sagði Snorri og hló. „En ég held að allir gera sér grein fyrir því að þetta yrði mikill styrkur fyrir liðið. Vissulega er það hausverkur fyrir þjálfara að vera með þrjá leikmenn í hverri stöðu en leikmenn hræðast ekki samkeppnina." Snorri segir að það sé ljóst að leikmenn fái ekki að spila 60 mínútur í hverri viku í svo sterku liði. „En maður fær svo mikið annað í staðinn. Ég lít á þetta sem ævintýri og ég er viss um að Nielsen sé ekki hættur. Nú ætlar hann á Parken og guð má vita hvað kemur næst." Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG Kaupmannahafnar, varpaði enn einni sprengjunni í handboltaheiminn í gær þegar hann nafngreindi þrjá íslenska landsliðsmenn sem hann ætlar að fá til liðsins næsta sumar. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson – allir leikmenn Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Nielsen hefur einnig sterk ítök í Löwen, þar sem hann er stjórnarmaður auk þess sem fyrirtæki hans, KasiGroup, er einn helsti styrktaraðili félagsins. Það lá fyrir að Ólafur myndi koma í sumar og á heimasíðu AG er haft eftir Nielsen að hann hafi samið við bæði Ólaf og Guðjón Val. Sá síðarnefndi sagði reyndar í samtali við Vísi í gær að málið væri ekki komið svo langt en að hann hefði átt í viðræðum við félagið. Fréttablaðið fékk viðbrögð Snorra Steins Guðjónssonar við þessu en hann leikur með AG í dag ásamt öðrum landsliðsmanni, Arnóri Atlasyni. Ólafur Guðmundsson er einnig samningsbundinn AG en var lánaður þetta tímabilið til FH. „Ég hafði auðvitað heyrt af þessu en veit ekki til þess að þeir séu búnir að skrifa undir. En það væri frábært að fá þá," sagði Snorri Steinn. „Þetta væri vissulega sérstakt en líka mjög gaman. Það væri gaman að prófa þetta og sjá hvernig þetta virkar." Nielsen stefnir að því að gera AG að stærsta íþróttafélagi Danmerkur og að liðið verði í allra fremstu röð í evrópskum handbolta. „Hann hefur ekki farið leynt með sín markmið og maður er hættur að verða hissa á því sem maður les í blöðunum þegar hann er annars vegar. Hann er nokkuð djarfur en stendur yfirleitt við það sem hann segir. Ég hélt til dæmis að hann væri að grínast þegar hann sagðist ætla að láta úrslitaleik deildarinnar fara fram á Parken fyrir framan 40 þúsund manns. En nú er hann greinilega búinn að panta völlinn þó svo að úrslitakeppnin sé ekki einu sinni hafin," sagði hann en Parken er þjóðarleikvangur Dana og er yfirleitt notaður fyrir knattspyrnuleiki. Snorri segir að þetta mál hafi vissulega borið á góma á æfingu í gær. „Þeim finnst nóg að vera með tvo Íslendinga fyrir," sagði Snorri og hló. „En ég held að allir gera sér grein fyrir því að þetta yrði mikill styrkur fyrir liðið. Vissulega er það hausverkur fyrir þjálfara að vera með þrjá leikmenn í hverri stöðu en leikmenn hræðast ekki samkeppnina." Snorri segir að það sé ljóst að leikmenn fái ekki að spila 60 mínútur í hverri viku í svo sterku liði. „En maður fær svo mikið annað í staðinn. Ég lít á þetta sem ævintýri og ég er viss um að Nielsen sé ekki hættur. Nú ætlar hann á Parken og guð má vita hvað kemur næst."
Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti