Handbolti

Romero samdi við Füchse Berlin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Spænski landsliðsmaðurinn Iker Romero hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið Füchse Berlin.

Þetta er mikill styrkur fyrir liðið en þjálfari þess er Dagur Sigurðsson. Alexander Petersson leikur með Füchse Berlin en mun ganga til liðs við Rhein-Neckar Löwen sumarið 2012.

Romero varð heimsmeistari með Spánverjum árið 2005 og er leikstjórnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×