Sport Rio Ferdinand í sérmeðferð í Þýskalandi - gæti náð Chelsea-leiknum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast eftir því að fá góðar fréttir af varnarmanninum Rio Ferdinand þegar hann kemur til baka úr sérmeðferð frá Þýskalandi. United-menn stefna á það að Rio nái seinni leiknum á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 24.3.2011 10:15 Gareth Bale er meiddur og verður ekki með á móti Englandi Ensku landsliðsmennirnir hafa talað um lítið annað en að stoppa Gareth Bale á blaðamannafundum fyrir leik Englands og Wales í undankeppni EM á laugardaginn en nú er ljóst að enska liðið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af Tottenham-manninum á Millennium Stadium. Fótbolti 24.3.2011 09:30 NBA: Denver vann topplið San Antonio en New York tapar enn Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic. Körfubolti 24.3.2011 09:00 Stjörnumenn sendu Grindvíkinga í sumarfrí Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni á heimavelli í hörkuleik í gærkvöldi. Körfubolti 24.3.2011 08:45 Leikmaður Man City mögulega á leið í fangelsi Kelvin Etuhu, 22 ára framherji hjá Manchester City, gæti mögulega verið á leið í fangelsi fyrir líkamsárás. Enski boltinn 24.3.2011 08:30 Hildigunnur úr leik í vetur Deildarmeistarar Vals í N1-deild kvenna urðu fyrir miklu áfalli í vikunni þegar Hildigunnur Einarsdóttir meiddist illa á hné á æfingu. Hún verður af þeim sökum ekkert með Valskonum í úrslitakeppninni sem hefst eftir aðeins eina viku. Handbolti 24.3.2011 08:00 Klárar Akureyri titilinn í kvöld? Heil umferð fer fram í N1-deild karla í kvöld og líkt og í síðustu umferð þá eiga Akureyringar möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn sem verður fyrsti titillinn í sögu félagsins. Handbolti 24.3.2011 07:30 Vináttuleikur í Úkraínu í dag Undirbúningur U-21 landsliðs Íslands fyrir EM í Danmörku heldur áfram í dag er strákarnir mæta Úkraínu ytra klukkan 17.30. Fótbolti 24.3.2011 07:00 Ódýrasti miðinn á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kostar 32 þúsund Óhætt er að segja að það er ekki fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár en hann fer nú fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Fótbolti 24.3.2011 06:30 Heilsan skiptir Abidal mestu máli Eric Abidal er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð í síðustu viku þar sem æxli var fjarlægt úr lifur hans. Umboðsmaður hans, David Venditelli, segir að kappinn sé ekki að hugsa um hvenær hann geti byrjað að spila á ný. Fótbolti 24.3.2011 06:00 Guðjón: Við eiginlega stálum sigrinum „Þetta var rosaleg spenna hérna í lokin og við eiginlega stálum sigrinum,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í undanúrslit Iceland-Express deild karla eftir að hafa unnið frækin sigur, 95-90, gegn ÍR í framlengdum oddaleik. Körfubolti 23.3.2011 23:43 Henderson sjóðheitur á æfingu Enska U-21 landsliðið er nú að undirbúa sig fyrir æfingaleiki gegn Danmörku og Íslandi á næstu dögum og birti enska knattspyrnusambandið myndband frá æfingu liðsins í gær. Fótbolti 23.3.2011 23:30 Vignir skoraði sex mörk gegn sínu gamla félagi Vignir Svavarsson skoraði sex mörk fyrir Hannover-Burgdorf er liðið tapaði fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, 31-27. Handbolti 23.3.2011 23:15 Kjartan: Í þessu til að hitta úr stóru skotunum Stjörnumaðurinn Kjartan Atli Kjartansson átti ansi stóran þátt í sigri sinna manna í Röstinni í kvöld. Hann setti niður rosalegan þrist þegar öðrum leikmönnum virtist fyrirmunað að skora. Körfubolti 23.3.2011 22:30 Gunnar: Hefðum átt að klára dæmið í venjulegum leiktíma "Ég var búinn að undirbúa mig fyrir sigur hérna í lokin,“ sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR-inga, eftir tapið í kvöld. ÍR þurfti að sæta sig við það að komast aðeins í 8-liða úrslitin í ár eftir frábært einvígi gegn Keflavík. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga gegn ÍR, 95-90. Körfubolti 23.3.2011 22:27 Þorleifur: Við vorum lélegir Þorleifur Ólafsson kom óvænt inn í lið Grindavíkur í kvöld. Hann er búinn að vera fjarverandi vegna meiðsla en Grindavík þurfti á öllu að halda í kvöld og því beit Þorleifur á jaxlinn. Körfubolti 23.3.2011 22:25 Sigurður: Þetta var aldrei spurning í lokin „Þetta var virkilega sætt þó svo að sóknarleikur okkar hafi verið skelfilegur,“ sagði Sigurður Þorsteinsson eftir sigurinn í kvöld. Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-90, gegn ÍR-ingum í oddaleik um laust sæti í undanúrslitum Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. Körfubolti 23.3.2011 22:23 Sævar Ingi: Ungu strákarnir stóðu sig vel "Við náðum ekki að halda hraðanum niðri í þessum leik og það sást best í þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 87-73 tap liðsins í kvöld gegn Íslandsmeistaralið Snæfells. Körfubolti 23.3.2011 22:09 Nonni Mæju: Ingi tók okkur á góðan fund „Ingi Þór tók okkur á góðan fund fyrir leikinn þar sem hann fór í gegnum ýmis atriði sem vantaði í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir 87-73 sigur Íslandsmeistaraliðsins gegn Haukum í kvöld. Körfubolti 23.3.2011 22:06 Snæfell mætir Stjörnunni og KR leikur við Keflavík Nú þegar fjórðungsúrslitunum í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla liggja fyrir er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitunum sem hefjast á sunnudagskvöldið. Körfubolti 23.3.2011 21:37 Umfjöllun: Keflavík í undanúrslit eftir sigur á ÍR í háspennuleik Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Körfubolti 23.3.2011 21:06 Valur aftur í úrvalsdeildina eftir átta ára fjarveru Valur er komið aftur upp í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Þór, Akureyri, í oddaleik í rimmu liðanna um hvort liðið fylgir Þór frá Þorlákshöfn upp úr fyrstu deildinni. Valur vann leikinn í kvöld, 94-76, og einvígið 2-1. Allir leikirnir í rimmunni unnust á útivelli. Körfubolti 23.3.2011 21:04 Umfjöllun: Snæfell aftur á sigurbraut Það var mikil spenna í loftinu í "Fjárhúsinu“ fyrir oddaleik Íslandsmeistaraliðs Snæfells og nýliða Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Haukarnir sýndu mikla baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en meistaraliðið úr Stykkishólmi náði "sínum“ leik í kvöld og landaði nokkuð öruggum sigri, 87-73. Körfubolti 23.3.2011 20:55 Umfjöllun: Taugar Stjörnunnar betri í Röstinni Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Körfubolti 23.3.2011 20:48 Xavi spilar sinn hundraðasta landsleik á föstudaginn Þetta er mikið tímamóta-tímabili fyrir Xavi Hernández, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins. Hann bætti leikjamet Barcelona í janúar og á föstudagskvöldið mun hann leika sinn hundraðasta landsleik þegar Spánn mætir Tékklandi í undankeppni EM. Fótbolti 23.3.2011 20:30 Jose Mourinho: Bestu liðin á Englandi eru ekki eins góð og áður Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að bestu liðin í ensku deildinni séu ekki eins öflug og þegar hann var að stýra Chelsea á árunum 2004 til 2007. Real Madrid mætir Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 23.3.2011 19:45 Þorleifur spilar með Grindavík - Bradford einbeittur í upphitun Það er allt að verða klárt fyrir oddaleikinn í Grindavík þar sem Stjarnan sækir Grindavík heim. Heimamenn sem komnir eru í salinn glöddust mjög er þeir sáu að Þorleifur Ólafsson er að hita upp með Grindvíkingum. Körfubolti 23.3.2011 19:06 Comolli: Stemningin betri hjá Liverpool eftir að Torres fór Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segir að það hafi reynst mjög góð ákvörðun að selja Fernando Torres til Chelsea nú fyrr í vetur. Enski boltinn 23.3.2011 18:30 Bradford spilar fyrir nýfæddan son sinn í kvöld Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. Körfubolti 23.3.2011 17:45 Justin hefur aldrei unnið oddaleik á Íslandi Stjörnumaðurinn Justin Shouse verður í mikilvægu hlutverki hjá Stjörnunni í kvöld þegar liðið fer í heimsókn í Röstina í Grindavík í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 23.3.2011 17:30 « ‹ ›
Rio Ferdinand í sérmeðferð í Þýskalandi - gæti náð Chelsea-leiknum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast eftir því að fá góðar fréttir af varnarmanninum Rio Ferdinand þegar hann kemur til baka úr sérmeðferð frá Þýskalandi. United-menn stefna á það að Rio nái seinni leiknum á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 24.3.2011 10:15
Gareth Bale er meiddur og verður ekki með á móti Englandi Ensku landsliðsmennirnir hafa talað um lítið annað en að stoppa Gareth Bale á blaðamannafundum fyrir leik Englands og Wales í undankeppni EM á laugardaginn en nú er ljóst að enska liðið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af Tottenham-manninum á Millennium Stadium. Fótbolti 24.3.2011 09:30
NBA: Denver vann topplið San Antonio en New York tapar enn Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic. Körfubolti 24.3.2011 09:00
Stjörnumenn sendu Grindvíkinga í sumarfrí Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni á heimavelli í hörkuleik í gærkvöldi. Körfubolti 24.3.2011 08:45
Leikmaður Man City mögulega á leið í fangelsi Kelvin Etuhu, 22 ára framherji hjá Manchester City, gæti mögulega verið á leið í fangelsi fyrir líkamsárás. Enski boltinn 24.3.2011 08:30
Hildigunnur úr leik í vetur Deildarmeistarar Vals í N1-deild kvenna urðu fyrir miklu áfalli í vikunni þegar Hildigunnur Einarsdóttir meiddist illa á hné á æfingu. Hún verður af þeim sökum ekkert með Valskonum í úrslitakeppninni sem hefst eftir aðeins eina viku. Handbolti 24.3.2011 08:00
Klárar Akureyri titilinn í kvöld? Heil umferð fer fram í N1-deild karla í kvöld og líkt og í síðustu umferð þá eiga Akureyringar möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn sem verður fyrsti titillinn í sögu félagsins. Handbolti 24.3.2011 07:30
Vináttuleikur í Úkraínu í dag Undirbúningur U-21 landsliðs Íslands fyrir EM í Danmörku heldur áfram í dag er strákarnir mæta Úkraínu ytra klukkan 17.30. Fótbolti 24.3.2011 07:00
Ódýrasti miðinn á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kostar 32 þúsund Óhætt er að segja að það er ekki fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár en hann fer nú fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Fótbolti 24.3.2011 06:30
Heilsan skiptir Abidal mestu máli Eric Abidal er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð í síðustu viku þar sem æxli var fjarlægt úr lifur hans. Umboðsmaður hans, David Venditelli, segir að kappinn sé ekki að hugsa um hvenær hann geti byrjað að spila á ný. Fótbolti 24.3.2011 06:00
Guðjón: Við eiginlega stálum sigrinum „Þetta var rosaleg spenna hérna í lokin og við eiginlega stálum sigrinum,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í undanúrslit Iceland-Express deild karla eftir að hafa unnið frækin sigur, 95-90, gegn ÍR í framlengdum oddaleik. Körfubolti 23.3.2011 23:43
Henderson sjóðheitur á æfingu Enska U-21 landsliðið er nú að undirbúa sig fyrir æfingaleiki gegn Danmörku og Íslandi á næstu dögum og birti enska knattspyrnusambandið myndband frá æfingu liðsins í gær. Fótbolti 23.3.2011 23:30
Vignir skoraði sex mörk gegn sínu gamla félagi Vignir Svavarsson skoraði sex mörk fyrir Hannover-Burgdorf er liðið tapaði fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, 31-27. Handbolti 23.3.2011 23:15
Kjartan: Í þessu til að hitta úr stóru skotunum Stjörnumaðurinn Kjartan Atli Kjartansson átti ansi stóran þátt í sigri sinna manna í Röstinni í kvöld. Hann setti niður rosalegan þrist þegar öðrum leikmönnum virtist fyrirmunað að skora. Körfubolti 23.3.2011 22:30
Gunnar: Hefðum átt að klára dæmið í venjulegum leiktíma "Ég var búinn að undirbúa mig fyrir sigur hérna í lokin,“ sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR-inga, eftir tapið í kvöld. ÍR þurfti að sæta sig við það að komast aðeins í 8-liða úrslitin í ár eftir frábært einvígi gegn Keflavík. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga gegn ÍR, 95-90. Körfubolti 23.3.2011 22:27
Þorleifur: Við vorum lélegir Þorleifur Ólafsson kom óvænt inn í lið Grindavíkur í kvöld. Hann er búinn að vera fjarverandi vegna meiðsla en Grindavík þurfti á öllu að halda í kvöld og því beit Þorleifur á jaxlinn. Körfubolti 23.3.2011 22:25
Sigurður: Þetta var aldrei spurning í lokin „Þetta var virkilega sætt þó svo að sóknarleikur okkar hafi verið skelfilegur,“ sagði Sigurður Þorsteinsson eftir sigurinn í kvöld. Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-90, gegn ÍR-ingum í oddaleik um laust sæti í undanúrslitum Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. Körfubolti 23.3.2011 22:23
Sævar Ingi: Ungu strákarnir stóðu sig vel "Við náðum ekki að halda hraðanum niðri í þessum leik og það sást best í þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 87-73 tap liðsins í kvöld gegn Íslandsmeistaralið Snæfells. Körfubolti 23.3.2011 22:09
Nonni Mæju: Ingi tók okkur á góðan fund „Ingi Þór tók okkur á góðan fund fyrir leikinn þar sem hann fór í gegnum ýmis atriði sem vantaði í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir 87-73 sigur Íslandsmeistaraliðsins gegn Haukum í kvöld. Körfubolti 23.3.2011 22:06
Snæfell mætir Stjörnunni og KR leikur við Keflavík Nú þegar fjórðungsúrslitunum í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla liggja fyrir er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitunum sem hefjast á sunnudagskvöldið. Körfubolti 23.3.2011 21:37
Umfjöllun: Keflavík í undanúrslit eftir sigur á ÍR í háspennuleik Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Körfubolti 23.3.2011 21:06
Valur aftur í úrvalsdeildina eftir átta ára fjarveru Valur er komið aftur upp í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Þór, Akureyri, í oddaleik í rimmu liðanna um hvort liðið fylgir Þór frá Þorlákshöfn upp úr fyrstu deildinni. Valur vann leikinn í kvöld, 94-76, og einvígið 2-1. Allir leikirnir í rimmunni unnust á útivelli. Körfubolti 23.3.2011 21:04
Umfjöllun: Snæfell aftur á sigurbraut Það var mikil spenna í loftinu í "Fjárhúsinu“ fyrir oddaleik Íslandsmeistaraliðs Snæfells og nýliða Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Haukarnir sýndu mikla baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en meistaraliðið úr Stykkishólmi náði "sínum“ leik í kvöld og landaði nokkuð öruggum sigri, 87-73. Körfubolti 23.3.2011 20:55
Umfjöllun: Taugar Stjörnunnar betri í Röstinni Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Körfubolti 23.3.2011 20:48
Xavi spilar sinn hundraðasta landsleik á föstudaginn Þetta er mikið tímamóta-tímabili fyrir Xavi Hernández, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins. Hann bætti leikjamet Barcelona í janúar og á föstudagskvöldið mun hann leika sinn hundraðasta landsleik þegar Spánn mætir Tékklandi í undankeppni EM. Fótbolti 23.3.2011 20:30
Jose Mourinho: Bestu liðin á Englandi eru ekki eins góð og áður Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að bestu liðin í ensku deildinni séu ekki eins öflug og þegar hann var að stýra Chelsea á árunum 2004 til 2007. Real Madrid mætir Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 23.3.2011 19:45
Þorleifur spilar með Grindavík - Bradford einbeittur í upphitun Það er allt að verða klárt fyrir oddaleikinn í Grindavík þar sem Stjarnan sækir Grindavík heim. Heimamenn sem komnir eru í salinn glöddust mjög er þeir sáu að Þorleifur Ólafsson er að hita upp með Grindvíkingum. Körfubolti 23.3.2011 19:06
Comolli: Stemningin betri hjá Liverpool eftir að Torres fór Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segir að það hafi reynst mjög góð ákvörðun að selja Fernando Torres til Chelsea nú fyrr í vetur. Enski boltinn 23.3.2011 18:30
Bradford spilar fyrir nýfæddan son sinn í kvöld Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. Körfubolti 23.3.2011 17:45
Justin hefur aldrei unnið oddaleik á Íslandi Stjörnumaðurinn Justin Shouse verður í mikilvægu hlutverki hjá Stjörnunni í kvöld þegar liðið fer í heimsókn í Röstina í Grindavík í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 23.3.2011 17:30