Sport Rooney þarf að taka út tveggja leikja bann fyrir f-orðið Wayne Rooney framherji Manchester United missir af undanúrslitaleiknum í ensku bikarkeppninni gegn Manchester City á Wembley um þar næstu helgi. Rooney var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum eftir að hann blótaði hressilega í nærmynd í beinni sjónvarpsútsendingu gegn West Ham. Enski boltinn 7.4.2011 10:00 NBA: Miami og Lakers töpuðu nokkuð óvænt Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87. Körfubolti 7.4.2011 09:00 Ökumenn varaðir við að leggja ólöglega við DHL-höllina í kvöld Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um vesturbæ Reykjavíkur að virða rétt gangandi vegfarenda og leggja ekki á gangstéttir eða á göngustígum. Þeir ökumenn sem leggja ólöglega mega búast við sektum. Körfubolti 7.4.2011 06:00 Barnið hans Nash er hvítt eftir allt saman Sögusagnir um að barn Steve Nash og fyrrverandi eiginkonu hans væri svart voru ekki á rökum reistar. Eiginkonan fyrrverandi hefur nú stigið fram í sviðsljósið, birt mynd af sér með börnunum og barnið er svo sannarlega hvítt. Körfubolti 6.4.2011 23:45 Lampard dekrar við barnsmóður sína Fyrrum unnusta og barnsmóðir Frank Lampard, Elen Rivas, er afar ákveðin og kröfuhörð kona eins og Lampard hefur fengið að kynnast eftir að hann skildi við hana. Enski boltinn 6.4.2011 23:30 Auðveld stærðfræði þvældist fyrir Dowie Enski boltinn 6.4.2011 23:00 Masters: Nökkvi spáir Nick Watney sigri á Augusta Mastersmótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Augusta vellinum í Georgíu en þetta er fyrsta risamót ársins af alls fjórum. Phil Mickelson hefur titil að verja á mótinu og er hann líklegur til afreka ef marka má þann hóp manna sem Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, ræddi við í vikunni. Golf 6.4.2011 22:45 Liverpool er að hluta í eigu LeBron James LeBron James, einn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur keypt hlut í enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. James, sem leikur með Miami Heat, kaupir hlutinn í hinu sögufræga fótboltaliði í gegnum nokkuð flókna viðskiptafléttu þar sem John Henry aðaleigandi Liverpool er samstarfsaðili LeBron James. Það er því ljóst að stuðningsmenn enska liðsins sem búsettir eru í Cleveland gætu átt í vandræðum með að styðja við liðið eftir fregnir kvöldsins. Enski boltinn 6.4.2011 22:33 Ancelotti: Unnum á Old Trafford þegar við þurftum þess í fyrra Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þurfti að horfa upp á sína menn tapa 0-1 á heimavelli fyrir Manchester United í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 6.4.2011 21:32 Petr Cech: Það sáu allir að þetta var víti Petr Cech, markvörður Chelsea, var allt annað en sáttur með það að Chelsea skyldi ekki fá vítaspyrnu í lokin þegar liðið tapaði 0-1 á móti Manchester United í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 6.4.2011 21:22 Ferguson: Wayne sýndi hugrekki sitt í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með 1-0 útisigur á Chelsea í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins en United gat þakkað frábærri markvörslu Edwin van der Sar fyrir sigurinn sem og því að Alberto Undiano Mallenco dæmdi ekki víti þegar Patrice Evra felldi Ramires undir lok leiksins. Fótbolti 6.4.2011 21:14 Trulli býst við miklum stuðningi við Lotus í Malasíu Lotus lið Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verður á einskonar heimavelli í Malasíu um helgina, en yfirmaður liðsins, Tony Fernandez er heimamaður og hann segir liðið hafa djúp tengsl við Malasíu. Malasíska ríkisstjórnin á t.d. hlut í liðinu ásamt fleiri aðilum. Malasískir starfsmenn eru einnig hjá liðinu, sem hefur verið byggt upp á 18 mánuðum, en bílarnir eru settir saman í bækistöð Lotus liðsins í Norfolk í Englandi. Formúla 1 6.4.2011 21:06 Ferdinand: Kominn tími á að við fengjum lukkuna í lið með okkur Manchester United vann 1-0 sigur á Chelsea í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Waye Rooney skoraði sigurmarkið á 24. mínútu en undir lokins átti Cheslea að fá víti þegar Patrice Evra felldi Ramires. Fótbolti 6.4.2011 20:59 Masters: Rástímarnir fyrstu tvo keppnisdagana Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina. Golf 6.4.2011 19:30 Rhein-Neckar Löwen vann í Kiel Guðmundur Guðmundsson stýrði Rhein-Neckar Löwen til 33-31 sigurs á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel. Handbolti 6.4.2011 19:14 AG slapp með skrekkinn í fyrsta leik úrslitakeppninnar Mikkel Hansen og Steinar Ege voru mennirnir á bak við nauman 27-25 sigur AG Kaupmannahöfn á Team Tvis Holstebro í kvöld í fyrsta leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ege varði víti á lokasekúndunum áður en Hansen tryggði liðinu sigurinn með lokamarki leiksins. Handbolti 6.4.2011 18:36 Barcelona fór illa með Shakhtar Donetsk og vann 5-1 sigur Það virðist fátt ætla að koma í veg fyrir að Barcelona og Real Madrid mætist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid vann 4-0 heimasigur á Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum í gærkvöldi og í kvöld vann Barcelona síðan 5-1 sigur á úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Fótbolti 6.4.2011 18:11 Keane líklega á leiðinni til Ástralíu Hinn atvinnulausi stjóri, Roy Keane, gæti tekið óvænt hliðarspor á ferli sínum því hann er nú orðaður við ástralska liðið Melbourne Victory. Fótbolti 6.4.2011 18:00 Capello: Ég kann meira en 100 orð í ensku Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, virðist taka gagnrýni á enskukunnáttu sína afar illa og hann hefur nú útskýrt sína stöðu enn frekar. Enski boltinn 6.4.2011 18:00 Wayne Rooney tryggði Manchester United sigur á Brúnni Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Fótbolti 6.4.2011 17:57 Rio með United - Drogba og Torres byrja báðir Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram á Brúnni á eftir. Fótbolti 6.4.2011 17:45 Cech stefnir á spila 600 leiki fyrir Chelsea Tékkneski markvörðurinn Petr Cech, hjá Chelsea, er ekki á því að yfirgefa Chelsea á næstunni og stefnir á að spila 600 leiki fyrir félagið. Enski boltinn 6.4.2011 17:15 Lennon léttir af sér á Twitter Aaron Lennon verður líklega tekinn á teppið hjá Harry Redknapp, stjóra Tottenham, fyrir Twitter-færslur sínar í dag. Enski boltinn 6.4.2011 16:40 Balotelli hent út af strippbúllu Ítalinn Mario Balotelli heldur uppteknum hætti og er duglegur að koma sér í blöðin fyrir vafasama hegðun. Að þessu sinni tengist málið nektardansstað. Enski boltinn 6.4.2011 16:30 Adebayor vill vera áfram hjá Real Emmanuel Adebayor er hæstánægður í herbúðum Real Madrid og hann vill endilega vera þar áfram en hann er í láni hjá félaginu frá Man. City. Fótbolti 6.4.2011 15:45 Coca-Cola sparkar Wayne Rooney Drykkjarvöruframleiðandinn Coca-Cola hefur endanlega gefist upp á enska framherjanum Wayne Rooney og mun ekki nota hann aftur í auglýsingum sínum. Enski boltinn 6.4.2011 15:15 Guðmundur heimsækir Alfreð í kvöld Það er sannkallaður stórleikur í þýska handboltanum í kvöld þegar lið þeirra Alfreðs Gíslasonar, Kiel, og Guðmundar Guðmundssónar, Rhein-Neckar Löwen, mætast. Handbolti 6.4.2011 14:30 Agger spilar ekki meira á þessu tímabili Daniel Agger, varnarmaður Liverpool, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla á hné. Agger meiddist í leiknum gegn WBA um síðustu helgi. Enski boltinn 6.4.2011 14:00 Undramark Stankovic Dejan Stankovic, leikmaður Inter, skoraði hreint út sagt ótrúlegt mark gegn Schalke í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 6.4.2011 13:30 McDowell tekur Meistaradeildina fram yfir par þrjú mótið á Masters Norður-Írinn Graeme McDowell mun ekki taka þátt í par þrjú-mótinu á Masters, sem markar upphaf Masters-vikunnar, því hann getur ekki hugsað sér að missa af leik Chelsea og Man. Utd í Meistaradeildinni í kvöld. Golf 6.4.2011 13:15 « ‹ ›
Rooney þarf að taka út tveggja leikja bann fyrir f-orðið Wayne Rooney framherji Manchester United missir af undanúrslitaleiknum í ensku bikarkeppninni gegn Manchester City á Wembley um þar næstu helgi. Rooney var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum eftir að hann blótaði hressilega í nærmynd í beinni sjónvarpsútsendingu gegn West Ham. Enski boltinn 7.4.2011 10:00
NBA: Miami og Lakers töpuðu nokkuð óvænt Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87. Körfubolti 7.4.2011 09:00
Ökumenn varaðir við að leggja ólöglega við DHL-höllina í kvöld Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um vesturbæ Reykjavíkur að virða rétt gangandi vegfarenda og leggja ekki á gangstéttir eða á göngustígum. Þeir ökumenn sem leggja ólöglega mega búast við sektum. Körfubolti 7.4.2011 06:00
Barnið hans Nash er hvítt eftir allt saman Sögusagnir um að barn Steve Nash og fyrrverandi eiginkonu hans væri svart voru ekki á rökum reistar. Eiginkonan fyrrverandi hefur nú stigið fram í sviðsljósið, birt mynd af sér með börnunum og barnið er svo sannarlega hvítt. Körfubolti 6.4.2011 23:45
Lampard dekrar við barnsmóður sína Fyrrum unnusta og barnsmóðir Frank Lampard, Elen Rivas, er afar ákveðin og kröfuhörð kona eins og Lampard hefur fengið að kynnast eftir að hann skildi við hana. Enski boltinn 6.4.2011 23:30
Masters: Nökkvi spáir Nick Watney sigri á Augusta Mastersmótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Augusta vellinum í Georgíu en þetta er fyrsta risamót ársins af alls fjórum. Phil Mickelson hefur titil að verja á mótinu og er hann líklegur til afreka ef marka má þann hóp manna sem Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, ræddi við í vikunni. Golf 6.4.2011 22:45
Liverpool er að hluta í eigu LeBron James LeBron James, einn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur keypt hlut í enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. James, sem leikur með Miami Heat, kaupir hlutinn í hinu sögufræga fótboltaliði í gegnum nokkuð flókna viðskiptafléttu þar sem John Henry aðaleigandi Liverpool er samstarfsaðili LeBron James. Það er því ljóst að stuðningsmenn enska liðsins sem búsettir eru í Cleveland gætu átt í vandræðum með að styðja við liðið eftir fregnir kvöldsins. Enski boltinn 6.4.2011 22:33
Ancelotti: Unnum á Old Trafford þegar við þurftum þess í fyrra Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þurfti að horfa upp á sína menn tapa 0-1 á heimavelli fyrir Manchester United í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 6.4.2011 21:32
Petr Cech: Það sáu allir að þetta var víti Petr Cech, markvörður Chelsea, var allt annað en sáttur með það að Chelsea skyldi ekki fá vítaspyrnu í lokin þegar liðið tapaði 0-1 á móti Manchester United í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 6.4.2011 21:22
Ferguson: Wayne sýndi hugrekki sitt í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með 1-0 útisigur á Chelsea í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins en United gat þakkað frábærri markvörslu Edwin van der Sar fyrir sigurinn sem og því að Alberto Undiano Mallenco dæmdi ekki víti þegar Patrice Evra felldi Ramires undir lok leiksins. Fótbolti 6.4.2011 21:14
Trulli býst við miklum stuðningi við Lotus í Malasíu Lotus lið Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verður á einskonar heimavelli í Malasíu um helgina, en yfirmaður liðsins, Tony Fernandez er heimamaður og hann segir liðið hafa djúp tengsl við Malasíu. Malasíska ríkisstjórnin á t.d. hlut í liðinu ásamt fleiri aðilum. Malasískir starfsmenn eru einnig hjá liðinu, sem hefur verið byggt upp á 18 mánuðum, en bílarnir eru settir saman í bækistöð Lotus liðsins í Norfolk í Englandi. Formúla 1 6.4.2011 21:06
Ferdinand: Kominn tími á að við fengjum lukkuna í lið með okkur Manchester United vann 1-0 sigur á Chelsea í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Waye Rooney skoraði sigurmarkið á 24. mínútu en undir lokins átti Cheslea að fá víti þegar Patrice Evra felldi Ramires. Fótbolti 6.4.2011 20:59
Masters: Rástímarnir fyrstu tvo keppnisdagana Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina. Golf 6.4.2011 19:30
Rhein-Neckar Löwen vann í Kiel Guðmundur Guðmundsson stýrði Rhein-Neckar Löwen til 33-31 sigurs á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel. Handbolti 6.4.2011 19:14
AG slapp með skrekkinn í fyrsta leik úrslitakeppninnar Mikkel Hansen og Steinar Ege voru mennirnir á bak við nauman 27-25 sigur AG Kaupmannahöfn á Team Tvis Holstebro í kvöld í fyrsta leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ege varði víti á lokasekúndunum áður en Hansen tryggði liðinu sigurinn með lokamarki leiksins. Handbolti 6.4.2011 18:36
Barcelona fór illa með Shakhtar Donetsk og vann 5-1 sigur Það virðist fátt ætla að koma í veg fyrir að Barcelona og Real Madrid mætist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid vann 4-0 heimasigur á Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum í gærkvöldi og í kvöld vann Barcelona síðan 5-1 sigur á úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Fótbolti 6.4.2011 18:11
Keane líklega á leiðinni til Ástralíu Hinn atvinnulausi stjóri, Roy Keane, gæti tekið óvænt hliðarspor á ferli sínum því hann er nú orðaður við ástralska liðið Melbourne Victory. Fótbolti 6.4.2011 18:00
Capello: Ég kann meira en 100 orð í ensku Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, virðist taka gagnrýni á enskukunnáttu sína afar illa og hann hefur nú útskýrt sína stöðu enn frekar. Enski boltinn 6.4.2011 18:00
Wayne Rooney tryggði Manchester United sigur á Brúnni Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Fótbolti 6.4.2011 17:57
Rio með United - Drogba og Torres byrja báðir Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram á Brúnni á eftir. Fótbolti 6.4.2011 17:45
Cech stefnir á spila 600 leiki fyrir Chelsea Tékkneski markvörðurinn Petr Cech, hjá Chelsea, er ekki á því að yfirgefa Chelsea á næstunni og stefnir á að spila 600 leiki fyrir félagið. Enski boltinn 6.4.2011 17:15
Lennon léttir af sér á Twitter Aaron Lennon verður líklega tekinn á teppið hjá Harry Redknapp, stjóra Tottenham, fyrir Twitter-færslur sínar í dag. Enski boltinn 6.4.2011 16:40
Balotelli hent út af strippbúllu Ítalinn Mario Balotelli heldur uppteknum hætti og er duglegur að koma sér í blöðin fyrir vafasama hegðun. Að þessu sinni tengist málið nektardansstað. Enski boltinn 6.4.2011 16:30
Adebayor vill vera áfram hjá Real Emmanuel Adebayor er hæstánægður í herbúðum Real Madrid og hann vill endilega vera þar áfram en hann er í láni hjá félaginu frá Man. City. Fótbolti 6.4.2011 15:45
Coca-Cola sparkar Wayne Rooney Drykkjarvöruframleiðandinn Coca-Cola hefur endanlega gefist upp á enska framherjanum Wayne Rooney og mun ekki nota hann aftur í auglýsingum sínum. Enski boltinn 6.4.2011 15:15
Guðmundur heimsækir Alfreð í kvöld Það er sannkallaður stórleikur í þýska handboltanum í kvöld þegar lið þeirra Alfreðs Gíslasonar, Kiel, og Guðmundar Guðmundssónar, Rhein-Neckar Löwen, mætast. Handbolti 6.4.2011 14:30
Agger spilar ekki meira á þessu tímabili Daniel Agger, varnarmaður Liverpool, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla á hné. Agger meiddist í leiknum gegn WBA um síðustu helgi. Enski boltinn 6.4.2011 14:00
Undramark Stankovic Dejan Stankovic, leikmaður Inter, skoraði hreint út sagt ótrúlegt mark gegn Schalke í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 6.4.2011 13:30
McDowell tekur Meistaradeildina fram yfir par þrjú mótið á Masters Norður-Írinn Graeme McDowell mun ekki taka þátt í par þrjú-mótinu á Masters, sem markar upphaf Masters-vikunnar, því hann getur ekki hugsað sér að missa af leik Chelsea og Man. Utd í Meistaradeildinni í kvöld. Golf 6.4.2011 13:15