Sport

ESPN fjallar um fögn Stjörnumanna

Þó svo Stjörnumenn séu hættir að fagna á sinn einstaka hátt er ekki hætt að fjalla um þá í erlendum sjónvarpsþáttum. ESPN hefur nú birt á netinu stórskemmtilega umfjöllun sína um Stjörnustrákana og fögnin frægu.

Íslenski boltinn

Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni

Hann Sverrir Árni Benediktsson fór ásamt Benekikt föður sínum í Úlfljótsvatn síðastliðinn fimmtudag. Hann fékk þessa þessa glæsilegu urriða, 9 og 7 punda, þar og má ætla að veiðimaðurinn sé kominn með veiðibakteríuna á hátt stig eftir baráttu við þessa stóru urriða.

Veiði

Umfjöllun: Latir FH-ingar heppnir að fá stig gegn Víkingi

Ef FH ætlar að spila í sumar eins og liðið gerði í kvöld gegn Víkingi þá á liðið enga möguleika á titlinum. Meistaraefnin í Firðinum mættu hrokafull til leiks gegn Víkingi og héldu að hægt væri að fá þrjú stig gegn þeim án fyrirhafnar. Það gekk svo sannarlega ekki eftir því baráttuglaðir Víkingar voru hreinlega heppnir að taka ekki öll stigin í Krikanum í kvöld.

Íslenski boltinn

Button: Lærðum að vinna sem lið í síðustu keppni

Jenson Button telur að McLaren hafi lært sína lexíu varðandi gerð keppnisáætlanna í síðasta móti, en aðferðafræðin hefur breyst nokkuð útaf nýjum dekkjum sem notuð eru á þessu keppnistímabili. McLaren keppir á Spáni um næstu helgi.

Formúla 1

Spennandi tímar framundan hjá Lotus að mati nýja tæknistjórans

Mark Smith hefur verið ráðinn tæknistjóri hjá Lotus liðinu, sem keppir um næstu helgi á Spáni í fimmta Formúlu 1 móti ársins. Smith hefur m.a. unnið með Jordan, Renault, Red Bull og Force India og hefur verið í sigurliðum af þeim sökum. Ráðning hans er fengur fyrir liðið og ökumennina Heikki Kovalainen og Jarno Trulli.

Formúla 1

Stekelenburg missti verðlaunagripinn í fögnuðinum líkt og Ramos

Maarten Stekelenburg markvörður Ajax fagnaði hollenska meistaratitlinum með félögum sínum um helgina og var titlinum vel fagnað enda hefur liðið ekki unnið titilinn frá árinu 2004. Stekelenburg vakti mesta athygli allra í fagnarlátunum en hann tók "einn Ramos“ þegar hann missti verðlaunaskjöldin niður af þaki rútunnar sem flutti liðið í gegnum Amsterdam og fór verðlaunagripurinn undir næstu rútu sem ók á eftir. Myndband af atvikinu má sjá með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Fótbolti

Maradona verður næsti þjálfari Al Wasl í Dubai

Diego Maradona, fyrrum leikmaður heimsmeistaraliðs Argentínu í fótbolta, hefur látið lítið fyrir sér fara frá því hann var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Argentínu eftir HM í Suður-Afríku í fyrra. Maradona hefur nú nóg fyrir stafni því hann skrifaði um helgina undir samning til tveggja ára við Al Wasl í Dubai – og verður án efa fróðlegt að fylgjast með framvindu mála þar á bæ næstu misserin.

Fótbolti

Ótrúleg tölfræði hjá Mick McCarthy

Það var ekki helsta fréttaefni helgarinnar að Wolves vann Sunderland 3-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn var engu að síður áhugaverður fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn sem Mick McCarthy þjálfari Wolves fagnar sigri í úrvalsdeildarleik á heimavelli Sunderland, Stadium of Light, en kaldhæðnin í þeirri tölfræði felst í því að Írinn stýrði liði Sunderland í þrjú ár.

Enski boltinn

Þrír lykilmenn Valsliðsins meiddir

Valsmenn hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en þrír af lykilmönnum liðsins eru meiddir. Færeyski bakvörðurinn Pól Jóhannus Justinussen nefbrotnaði í Fylkisleiknum í gær og verður frá keppni í 2-3 vikur samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Mörkin og öll tilþrifin úr 3. umferð

Fjórðu umferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta lýkur í kvöld með þremur leikjum og verður leikur KR gegn nýliðum Þórs frá Akureyri í beinni útsendingu á Stöð 2 sport kl 20.00. Að venju verður fjallað um umferðina í samantektarþættinum Pepsi-mörkin kl. 22 í kvöld þar sem að Hörður Magnússon fer yfir gang mála ásamt þeim Hjörvari Hafliðasyni og Magnúsi Gylfasyni. Öll mörkin úr þriðju umferðinni er að finna á sjónvarpshlutanum á visir.is. Leik FH og Víkings verður lýst í beinni netútvarpslýsingu á visir.is.

Íslenski boltinn

Ægir og Tómas fara í sama skóla í Bandaríkjunum

Fjölnisstrákarnir Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson hafa ákveðið að fara í sama háskóla í Bandaríkjunum næstu fjögur árin en þeir hafa samþykkt að spila með Newsberry college í Norður-Karólínu sem er í 2. deild bandaríska háskólaboltans.

Körfubolti

Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum helgarinnar á visir.is

Manchester United tryggði sér á laugardaginn enska meistaratitilinn í 19. sinn í sögu félagsins þegar næst síðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram. Botnbaráttan er gríðarlega hörð fyrir lokaumferðina sem fram fer næsta sunnudag. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á visir.is ásamt fleirum tilþrifum.

Enski boltinn

Chicago Bulls átti ekki í vandræðum með Miami Heat

Chicago Bulls sigraði Miami Heat nokkuð örugglega 103-81 í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit. Chicago vann allar viðureignirnar gegn Miami í deildarkeppninni og virðist liðið hafa gott tak á "stjörnuliðinu“ frá Flórída.

Körfubolti

Choi hafði betur gegn Toms í bráðabana á Players

Kóreumaðurinn K.J. Choi sigraði á Players meistaramótinu á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi í gær á TPC Sawgrass vellinum. Choi hafði betur í bráðabana gegn David Toms frá Bandaríkjunum. Þeir hófu leik í bráðabananum á einkennisholu vallarins, 17. braut, sem er par 3 hola og er vatn allt í kringum flötina. Toms þrípúttaði á 17. flöt og fékk skolla en Choi gerði engin mistök og fékk par.

Golf

Bild: Brand hættir í júní

Þýska dagblaðið Bild fullyrðir í dag að Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, muni hætta í júní eftir fjórtán ár í starfi.

Handbolti

Garðar: Matti Villa hvað

„Þetta var geggjað, það er ekki á hverjum degi sem við vinnum svona stórt og á útivelli - og ekki skemmdi fyrir að setj´ann upp í samúelinn - Matti Vill hvað,“ sagði kampakátur garðar Jóhannsson eftir leik.

Íslenski boltinn