Sport

Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Körfubolti

Andy Carroll skoraði sitt fyrsta landsliðsmark

Asamoah Gyan framherji Sunderland tryggði Gana 1-1 jafntefli gegn Englendingum í vináttulandsleik á Wembley í London í kvöld. Gyan fór illa með varnarmanninn Joleon Lescott á 90. Mínútu áður en hann skaut boltanum framhjá markverðinum Joe Hart. Andy Carroll skoraði sitt fyrsta landsliðsmark eftir góðan undirbúning Steward Downing.

Fótbolti

Ólöf Helga: Lið með svakalegan karakter

"Ég er í skýjunum og ég veit varla hvernig ég á að lýsa þessu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir að liðið tryggði sig inn í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Liðið lagði Hamar af velli í kvöld, 67-74, og mun mæta nágrönnum sínum í Keflavík í úrslitunum.

Körfubolti

Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum

Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst.

Körfubolti

Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn

Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Sigur hjá lærisveinum Dags

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Fuchse Berlin komust upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld með fínum heimasigri á Gummersbach.

Handbolti

Helena fer til Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona mun leika sem atvinnumaður í Slóvakíu á næstu leiktíð en hún hefur komist að samkomulagi við lið þar í landi sem heitir Dobri Anjeli eða Góðu Englarnir.

Körfubolti

Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra.

Körfubolti

Sauber áfrýjar ekki úrskurði dómara í Ástralíu

Sauber Formúlu 1 liðið var dæmt brotlegt gagnvart tæknireglum FIA í fyrsta móti ársins á sunnudaginn. Dómarar sögðu liðið með ólöglega afturvængi á bílum Kamui Kobayashi og Sergio Perez. Sauber liðið ætlar ekki að áfrýja málinu til FIA, samkvæmt tilkynningu þar um í dag

Formúla 1

Bayern hefur áhuga á Neuer

Uli Hoeneß, forseti Bayern München, hefur staðfest að félagið sé nú að leita að markverði og að Manuel Neuer hjá Schalke sé einn þeirra sem komi til greina.

Fótbolti

Anna Úrsúla best

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, hefur verið valinn besti leikmaður 10.-18. umferðar N1-deildar kvenna.

Handbolti