Sport

Hamilton fljótastur á lokaæfingunni

Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur allra ökumanna á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Sepang brautinni í Malasíu í nótt. Mark Webber varð 0.290 úr sekúndu á eftir á Red Bull,en Jenson Button á McLaren þriðji, 0.422 á eftir samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1

Jón Halldór hættir á toppnum með kvennalið Keflavíkur

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í kvöld eftir 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór gaf það út eftir leikinn að hann væri hættur með liðið eftir fimm ára starf en liðið varð tvisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn.

Körfubolti

Móðir LeBron lamdi bílastæðavörð

Þráðurinn á Gloriu James, móður LeBron James, er ansi stuttur. Það sannaði hún með því að ráðast á bílastæðavörð þar sem henni fannst taka of langan tíma að ná í bílinn hennar.

Körfubolti

Masters: Rory McIlroy efstur en Tiger Woods sýndi gamla takta

Norður-Írinn Rory McIlroy heldur sínu striki á Mastersmótinu í golfi og er hann efstur á 10 höggum undir pari vallar þegar keppni er hálfnuð. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 21 árs gamli kylfingur er efstur að loknum 36 holum á risamóti. Tiger Woods átti frábæran dag en hann þokaði sér upp í þriðja sætið með því fá 9 fugla og 3 skolla á hringum í dag sem hann lék á -6 eða 66 höggum.

Golf

Pálína: Tilfinningin er alltaf jafngóð

Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir liði Keflavíkur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 61-51 sigri í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.

Körfubolti

Umfjöllun: Valur leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Fram

Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld.

Handbolti

Birna: Ég er rosalega stolt af liðinu

Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, varð Íslandsmeistari í sjötta sinn á ferlinum í kvöld þegar Keflavík vann 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.

Körfubolti

Valur vann fyrstu orrustuna

Valur er kominn í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Fram í handbolta kvenna. Valur vann nokkuð sannfærandi sigur, 24-20, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsstúlkur voru lengstum með frumkvæðið í leiknum þó afar litlu hefði munað á liðunum í hálfleik.

Handbolti

Keflavíkurkonur Íslandsmeistarar

Keflavíkurkonur eru Íslandsmeistarar í kvennakörfunni í fjórtánda sinn eftir tíu stiga sigur á Njarðvík, 61-51, í Toyota-höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann einvígið 3-0 og alls 6 af 7 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár.

Körfubolti

Bikarmeistararnir þurfa líka að byrja í fyrstu umferð

Það lið sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn í fótboltanum í sumar fær ekki lengur farseðil í aðra umferðina í forkeppni Evrópudeildarinnar eins og áður. UEFA hefur ákveðið að breyta listanum sem segir á hvaða stigi keppninnar félög hefja leik í Evrópudeildinni fyrir keppnistímabilin 2012-2015. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Masters: Mickelson bætir stöðu sína

Það lítur út fyrir að spennan verði mikil á Mastersmótinu í golfi á Augusta vellinum í Georgíu en keppni á öðrum keppnisdegi hófst um hádegi að íslenskum tíma og verður leikið fram undir miðnætti. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros voru efstir á 7 höggum undir pari eftir fyrsta hringinn og þeir hafa báðir hafið leik í dag. McIlroy hefur leikið 2 holur þegar þetta er skrifað og fékk hann fugl á 2. Braut og er hann því á 8 höggum undir pari líkt og KJ Choi frá Suður-Kóreu en hann er einnig á 8 höggum undir pari.

Golf

Terry: Allt á móti okkur í Meistaradeildinni

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að tapið gegn Man. Utd í Meistaradeildinni hafi endanlega staðfest það fyrir sér að heimurinn sé á móti því að Chelsea vinni Meistaradeildina. Chelsea átti að fá víti undir lok leiksins en United slapp með skrekkinn og vann leikinn, 0-1.

Enski boltinn

Kristín: Ætlum að taka titilinn aftur

Kristín Guðmundsdóttir, skytta Vals, hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli og hún segir að Valsliðið mæti vel stemmt til leiks í úrslitaeinvígið við Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Handbolti

Marthe: Kominn tími á að klára dæmið

"Þetta leggst mjög vel í okkur. Við erum bara spenntar að spila þessa leiki enda búnar að bíða lengi," sagði Marthe Sördal, hornamaður Fram, um rimmuna sem fram undan er gegn Val í úrslitum N1-deildar kvenna. Fyrsti leikur liðanna er í kvöld.

Handbolti

Bale og Nasri geta unnið tvöfalt

Gareth Bale og Samir Nasri eru tilnefndir sem bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í tveimur flokkum í kjöri sem samtök atvinnumanna standa fyrir á Englandi. Alls eru sjö leikmenn tilnefndir sem bestu leikmenn deildarinnar og aðrir sjö eru í kjöri sem besti ungi leikmaður deildarinnar. Bale og Nasri gætu því unnið til verðlauna í báðum þessum flokkum en það aðeins tveir leikmenn hafa náð þeim áfanga, Andy Gray árið 1977 og Cristiano Ronaldo árið 2007.

Enski boltinn

Masters: McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni

Rory McIlroy er ein "heitasta stjarnan“ í golfíþróttinni um þessar mundir og frægðarsól hans reis enn hærra í gær þegar Norður-Írinn tyllti sér í efsta sætið á Mastersmótinu á fyrsta keppnisdegi risamótsins. McIlroy, sem er aðeins 21 ár gamall lék á 7 höggum undir pari vallar eða 65 höggum og deilir hann efsta sætinu með Spánverjanum Alvaro Quiros.

Golf

Hörður Axel: Nýtt undirbúningstímabil hefst í dag

Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur ætlar á æfingu í dag og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í gær. Hörður Axel var í liði Keflavíkur í fyrra sem tapaði í úrslitum gegn Snæfelli um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla og hann segir að mótlætið muni efla Keflavíkurliðið fyrir næsta tímabil.

Körfubolti

Masters: Tiger er sex höggum á eftir efstu mönnum

Tiger Woods er bjartsýnn á að geta blandað sér í baráttuna um sigurinn á Mastersmótinu í golfi eftir að hafa leikið Augusta völlinn á einu höggi undir pari vallar á fyrsta keppnisdegi risamótsins. "Ég er aðeins sex höggum á eftir efstu mönnum og það er nóg eftir,“ sagði Woods í gær en hann hefur fallið hratt niður heimslistann að undanförnu og er hann í 7. sæti.

Golf

Fannar: Brynjar hefur sett niður risaskot frá því hann var 17 ára

"Það var bara eitthvað "hype“ í blaðamönnum fyrir leikinn að setja alla pressuna á okkur en við vissum að það var bara klaufaskapur að hafa ekki klárað þetta fyrr,“ sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. Fannar var ánægður með Brynjar Þór Björnsson félaga sinn hjá KR sem skoraði 34 stig.

Körfubolti

Steven Gerrard úr leik út tímabilið hjá Liverpool

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki leika fleiri leiki á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enski landsliðsmaðurinn fór í aðgerð á nára fyrir skemmstu og meiðslin tóku sig upp á æfingu í síðustu viku. Gerrard hefur ekki leikið með Liverpool frá því að liðið lagði Manchester United í byrjun mars. Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool greindi frá því á æfingu liðsins í morgun að liðið þyrfti að leika án fyrirliðans það sem eftir er tímabilsins.

Enski boltinn