Enski boltinn

Tevez ætlar að yfirgefa Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez kveður Manchester í sumar.
Tevez kveður Manchester í sumar.
Argentínumanninnin Carlos Tevez hefur aldrei gengið vel að festa rætur og þessi magnaði framherji ætlar að skipta um félag enn eina ferðina í sumar.

Tevez segist þurfa á enn einni breytingunni að halda og mun sækja það fast að yfirgefa Manchester í sumar.

"Ég vil yfirgefa City. Það hefur margt breyst hjá mér í fótboltanum og ég veit ekki einu sinni hvort ég verði með á næsta HM," sagði Tevez við útvarpsstöð í heimalandinu.

"Ég er ekkert ósáttur við City. Það var farið vel með mig þar og ég er þakklátur. Ég lagði mig líka allan fram fyrir félagið. Ég þarf aftur á móti nýja áskorun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×