Sport

KSÍ sektar FH

Ákveðið var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að sekta FH um 15.000 kr. vegna framkomu forráðamanns félagsins. Sektin er í samræmi við grein 13.9.4 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Íslenski boltinn

Jesper Nielsen: Enginn kampavíns-handbolti hjá AG í vetur

Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG, segist ekki vera voðalega hrifinn af spilamennsku síns liðs á þessu tímabili. AG getur tryggt sér tvöfaldan sigur og danska meistaratitilinn með sigri á Bjerringbro-Silkeborg fyrir framan 35 þúsund manns á Parken á morgun.

Handbolti

Björgvin Páll einum sigri frá því svissneska meistaratitlinum

Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í kvöld þegar Kadetten vann 26-23 sigur á Pfadi Winterthur í öðrum úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn. Kadetten er því komið í 2-0 í úrslitaeinvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til að verða svissneskur meistari annað árið í röð.

Handbolti

Beckham spilar í kveðjuleik Neville

LA Galaxy hefur nú loksins staðfest að David Beckham fái að spila kveðjuleik Gary Neville á þriðjudag. Becks og Gary eru perluvinir og Becks lagði því mikla áherslu á að komast í leikinn.

Enski boltinn

Setti stjörnuleikmann sinn í skammarkrókinn

Russell Westbrook, er leikstjórnandi og annar stjörnuleikmanna NBA-liðsins Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta. Hann fékk þó óvenjulítið að vera í nótt þegar liðið jafnaði einvígi sitt í 1-1 á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Körfubolti

Stjörnulaust Barcelona-lið í síðasta deildarleiknum

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, ætlar ekki að taka neina áhættu með stjörnuleikmenn sína fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United eftir rúma viku og hefur því ákveðið að hvíla sjö stjörnuleikmenn í síðasta deildarleiknum á morgun.

Fótbolti

Atli Bergmann í Hraunsfirði

Veiðivísir fékk tölvupóst frá Atla Bergmann sem gerði feikigóða veiðidaga í Elliðaánum og svo í Hraunsfirði fyrir fáum dögum. Það verður að segjast að það voru með bestu fréttum vikunnar að heyra af bleikjum úr Hraunsfirðinum og það eru nokkrir vinir Veiðivísis spenntir fyrir því að renna þangað um helgina ef það rætist eitthvað úr veðrinu, þ.e.a.s. að spáin verði ekki jafn slæm og útlit er fyrir.

Veiði

Óvíst hvort Real reyni að kaupa Adebayor

Forráðamenn Real Madrid hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir ætli sér að reyna að kaupa Emmanuel Adebayor frá Man. City í sumar. Adebayor hefur verið í láni hjá spænska félaginu síðan um áramótin og staðið sig vel.

Fótbolti

Verkfall í Noregi

Fjöldi knattspyrnumanna í norsku úrvalsdeildinni er farinn í verkfall eftir að ekki tókst að ná samningum milli leikmannasamtakanna og félaganna í deildinni.

Fótbolti