Sport

Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina

Þrátt fyrir kulda og hvassviðri lét ég mig hafa það, ásamt tengdaföður mínum, að taka bíltúr frá Akureyri og keyra norður í Sléttuhlíðarvatn. Þetta er eitt af vötnunum sem eru inní Veiðikortinu og ég hef ekið þarna framhjá margoft á leið minni í Fljótaá og langað að prófa það. Þetta var því kærkomið tækifæri að láta á það reyna hvort veiðin þarna sé jafn góð og ég hef heyrt.

Veiði

Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa

Ingvar Svendsen og Hermann bróðir hans luku veiðum í Norðurá í gær og við fengum smá fréttir af veiðunum. Það sem líklegast stendur upp úr eru þrír tveggja ára laxar sem þeir bræður fengu í Stekkjarfljótinu og þeir misstu annað eins.

Veiði

Gott skot í Hörgá

"Ég og Daníél skruppum sunnudagsmorgun á svæði 1 í Hörgá, mjög gott veður framan af en um hádegi var farið að versna veðrið svo við hættum þá. Við fengum 8 fiska, þar af 3 sjóbirtinga. Fiskurinn var nokkuð vænn, stærsti sjóbirtingurinn 2,1kg, svo stærsta bleikjan var 1,9 kg."

Veiði

Laxinn mættur í Sogið

Lax er genginn í Sogið og sáust til að mynda þrír laxar á Öldunni, ofan af brúnni við Þrastarlund, síðastliðinn laugardag. Það voru nemendur og kennarar á flugukastnámskeiði Veiðiflugna sem sáu laxana ofan af brúnni. Ekki var inni í myndinni að kasta á þann silfraða, veiði er ekki leyfð á svæðinu fyrr en síðla þessa mánaðar, og aðeins notast við bómullarhnoðra á línuendanum við kennsluna.

Veiði

Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós

Við fengum þessa mynd senda frá Vigni Grétari Stefánssyni sem var við veiðar í Baugstaðarós og náði meðal annars þessum 10 punda sjóbirting. En að auki náðust tveir aðrir, 5 og 6 punda. Þetta er stærsti sjóbirtingurinn úr Baugstaðarós á þessu tímabili eftir því sem við best vitum og að sögn þeirra sem hafa verið á svæðinu undanfarið hefur verið slatti af fiski og veiðin mjög fín.

Veiði

Gætum lent í riðli með Frakklandi og Danmörku

Það kemur í ljós á fimmtudaginn hvaða þrjár þjóðir verða með íslenska handboltalandsliðinu í riðli á EM í Serbíu í janúar en þar getur íslenska liðið lent í mjög erfiðum riðli. Það er þegar ljóst að Ísland verður ekki með Spáni, Tékkum og heimamönnum í Serbíu í riðli því þær þjóðir eru í þriðja styrkleikaflokki eins og við.

Handbolti

Páll Viðar: Súrsætt hugarfar

Páll Viðar Gíslason var ánægður með baráttu sinna manna gegn FH í kvöld en Þórsarar gerðu 2-2 jafntefli við Hafnfirðinga. Manni færri komst Þór yfir en FH jafnaði í lokin.

Íslenski boltinn

Landsliðsþjálfari Dana bíður með að tilkynna byrjunarliðið

Keld Bordinggaard, þjálfari U-21 liðs Dana, tilkynnir vanalega byrjunarliðið sitt degi fyrir leik en hefur ákveðið að gera það ekki nú fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi á morgun. Danir töpuðu 1-0 fyrir Sviss um helgina en Hvít-Rússar fögnuðu 2-0 sigri á Íslendingum. Ísland mætir Sviss í fyrri leik dagsins í A-riðli hér í Álaborg á morgun en Danir og Hvít-Rússar mætast í Árósum.

Fótbolti

Enn óvíst með Jóhann Berg

Jóhann Berg Guðmundsson gat ekki beitt sér af fullum krafti á æfingu íslenska U-21 landsliðsins í dag. Hann meiddist á öxl í tapleiknum gegn Hvíta-Rússlandi um helgina.

Fótbolti

Gylfi: Erum venjulegir aftur

Gylfi Þór Sigurðsson segir að leikmenn hafi verið nokkuð niðurlútir eftir tapið um helgina en séu nú búnir að ná sér aftur á strik.

Fótbolti