Sport

Donovan ósáttur við Bradley þjálfara?

Landon Donovan stjörnuleikmaður bandaríska landsliðsins skar sig úr meðal liðsmanna bandaríska landsliðsins að loknum úrslitaleiknum í Gullbikaranum á laugardag. Á meðan aðrir leikmenn studdu við bakið á þjálfaranum Bob Bradley eftir tapið gegn Mexíkó var Donovan stuttur til svars.

Fótbolti

Schmeichel til Leicester City

Daninn Kasper Schmeichel er genginn til liðs við Leicester City í ensku Championship-deildinni. Schmeichel hefur skrifað undir þriggja ára samning við Leicester en hann var seldur frá Leeds United þvert á vilja leikmannsins.

Enski boltinn

Stórstjarna í MLS-deildinni sektuð fyrir leikaraskap

Charlie Davies framherji D.C. United í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu (MLS) hefur verið sektaður fyrir að fiska vítaspyrnu. Aganefnd MLS fékk aukin völd fyrir tímabilið til þess að refsa leikmönnum fyrir leikaraskap og er Davies sá fyrsti sem fær á baukinn.

Fótbolti

David De Gea í læknisskoðun hjá Manchester United

Markvörðurinn David De Gea er í læknisskoðun þess stundina vegna félagsskipta hans frá Atletico Madrid til Manchester United sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Talið er að ensku meistararnir þurfi að greiða 18.9 milljónir punda fyrir markvörðinn.

Enski boltinn

FH mætir Haslum í Meistaradeildinni

Íslandsmeistarar FH mæta norsku meisturunum í Haslum í forkeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik. Takist FH að leggja Haslum af velli mætir það annað hvort HC Metalurg frá Makedóníu eða Maccabi Srugo Rishon Lesio frá Ísrael í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Handbolti

Vettel og Red Bull í sterkri stöðu í stigamóti ökumanna og bílasmiða

Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær.

Formúla 1

Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Fram

FH lagði Fram 2-1 í miklum rokleik í Laugardalnum í kvöld. FH náði þar með að lyfta sér upp í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig í átta leikjum, átta stigum frá toppnum en Fram er enn án sigurs með aðeins tvö stig á botni deildarinnar.

Íslenski boltinn

Ramos ekki í stríði við Real Madrid

Umboðsmaður spænska varnarmannsins Sergio Ramos, Rene Ramos, segir að meint neikvæð ummæli hans um Real Madrid séu uppspuni frá rótum. Hann sé ekki í neinu stríði við félagið.

Fótbolti

Song enn í fýlu út í Eto´o

Mórallinn í herbúðum kamerúnska landsliðsins er ekki upp á marga fiska þessa dagana. Knattspyrnusamband Kamerún hefur nú sektað Alex Song, leikmann Arsenal, fyrir að neita að heilsa Samuel Eto´o.

Fótbolti

Laxinn mættur í Stóru Laxá

Freyr H. Guðmundsson skyggndi Klaufina á svæði 4 í Stóru Laxá núna í gær og sá a.m.k. tvo laxa sem báðir voru 2ja ára. Laxinn er því greinilega mættur í Stóru og má búast við skemmtilegri opnun þar á morgun.

Veiði

Guðjón veltir því upp hvort dómarar séu með kynþáttafordóma

Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, var allt annað en sáttur við dómara leiks síns liðs og Þróttar í gær. Hinn þeldökki framherji BÍ, Tomi Ameobi, fékk þá að líta gula spjaldið í leiknum og er kominn í bann. Guðjón velti því upp í viðtali við Stöð 2 eftir leikinn hvort kynþáttafordómar væru ástæðan fyrir því að Ameobi fengi ekki réttláta meðferð hjá dómurum.

Íslenski boltinn

Nani fagnar komu Young til Man. Utd

Vængmenn Man. Utd eru síður en svo ósáttir við að félagið hafi fest kaup á Ashley Young sem mun veita þeim samkeppni næsta vetur. Antonio Valencia hafði áður lýst yfir ánægju sinni með komu Young og nú hefur Nani gert slíkt hið sama.

Enski boltinn

Ótrúlegur sigur Valsmanna

Valur lék manni færri í rúmar 60 mínútur og lenti þar að auki undir gegn Víkingum í gær þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Engu að síður unnur þeir leikinn, 2-1.

Íslenski boltinn

Bojan: Ekki farinn til Roma enn

Bojan Krkic, leikmaður Barcelona, vildi ekki staðfesta í gær að hann væri á leið frá félaginu og til Roma á Ítalíu eins og hefur verið fullyrt í fjölmiðlum á Ítalíu og Spáni.

Fótbolti

Metfjöldi á opnunarleik HM kvenna í Þýskalandi

Þjóðverjar hafa titil að verja á Heimsmeistaramóti kvennalandsliða í fótbolta en opnunarleikurinn fór fram í dag. Rétt tæplega 74.000 áhorfendu fylltu ólympíuleikvanginn í Berlín þar sem að Þjóðverjar höfðu betur, 2-1, gegn Kanada. Nýtt áhorfendamet var sett á kvennaleik í fótbolta í Evrópu en miklar væntingar eru gerðar til Þjóðverja í þessari keppni en Þjóðverjar hafa unnið tvær síðustu HM keppnir.

Fótbolti