Sport Guðjón Þórðarson: KR-ingar kláruðu þetta vel Bikarævintýri Guðjóns Þórðarsonar og lærisveina hans í BÍ/Bolungarvík lauk í kvöld þegar liðið tapaði 1-4 á heimavelli á móti KR í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. Guðjón fór samt ótrúlega langt með liðið sitt sem er á sínu fyrsta ári í B-deildinni. KR-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með því að skora þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. Íslenski boltinn 31.7.2011 18:38 Baldur: Líður vel í hreina loftinu út á landi Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir KR í kvöld þegar KR-liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. KR mætir Þór í bikarúrslitaleiknum sem fram fer 13. ágúst. Íslenski boltinn 31.7.2011 18:23 Veigar Páll í miklu stuði í síðasta leiknum með Stabæk Veigar Páll Gunnarsson fór á kostum í síðasta leiknum sínum með Stabæk í dag en hann hefur verið seldur til Vålerenga. Veigar Páll skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-1 sigri Stabæk á botnliði Start í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 31.7.2011 17:59 Button: Áttum sigurinn skilinn Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. Formúla 1 31.7.2011 17:04 Þjálfari Sviss: Vill bjóða Ronaldo út að borða fyrir að draga Sviss í E-riðil Ottmar Hitzfeld, þjálfari svissneska landsliðsins, var mjög sáttur með því að lenda í riðli Íslendinga í undankeppni HM 2014 en auk Sviss og Íslands eru í riðlinum Noregur, Slóvenía, Kýpur og Albanía. Fótbolti 31.7.2011 17:00 Blanc: Hvernig getur Frakkland verið neðar en Grikkland og Noregur? Laurent Blanc, þjálfari franska landsliðsins í fótbolta, gagnrýndi röðun þjóða í styrkleikaflokka fyrir dráttinn fyrir undankeppni HM 2014 í Brasilíu sem fram fór í gær. Frakkar voru í öðrum styrkleikaflokki og lentu í riðli með Heims- og Evrópumeisturum Spánar. Fótbolti 31.7.2011 16:00 Glódís Perla: Klikkuð reynsla að spila svona leik Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í 17 ára landsliðinu urðu í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 tap fyrir geysisterku þýsku liði í leiknum um þriðja sætið í dag. Glódís Perla var í viðtali hjá Írisi Björk Eysteinsdóttur, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins, eftir leikinn. Íslenski boltinn 31.7.2011 15:41 KR-ingar í bikarúrslitin annað árið í röð - tvö frá Baldri fyrir vestan Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir KR þegar liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik liðanna á Torfnesvelli á Ísafirði í kvöld. KR-ingar skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum í leiknum. KR mætir Þór í úrslitaleik Valtors-bikarsins sem fer fram á Laugardalsvellinum 13. ágúst næstkomandi. Íslenski boltinn 31.7.2011 15:00 Dóra María lagði upp mark í sigri Djurgården Dóra María Lárusdóttir lagði upp mark og Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt hreinu þegar Djurgården vann 2-0 útisigur á Piteå IF í sænska kvennafótboltanum í dag. Fótbolti 31.7.2011 14:54 Eyjólfur tryggði SønderjyskE jafntefli á útivelli Eyjólfur Héðinsson skoraði jöfnunarmark SønderjyskE tíu mínútum fyrir leikslok þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 31.7.2011 14:16 Bjarni Fel mættur vestur til að lýsa leiknum í Útvarpi KR Útvarp KR er mætt á Ísafjörð og mun lýsa leik BÍ/Bolungarvíkur og KR í undanúrslitum Valitors-bikarsins í dag. Þetta er 323. útsending KR-útvarpsins og hefst hún með upphitun klukkan 15.00. Íslenski boltinn 31.7.2011 14:00 Button vann í Ungverjalandi - Vettel jók forskotið Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Formúla 1 31.7.2011 13:56 Stórt tap hjá stelpunum í bronsleiknum Íslenska 17 ára landslið kvenna í fótbolta endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 stórtap á móti Þýskalandi í leiknum um þriðja sætið í Nyon í Sviss í dag. Telma Þrastardóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum. Íslenski boltinn 31.7.2011 13:42 54 laxar komnir úr Andakílsá Holl sem lauk veiðum þann 28 júlí fékk sjö laxa á tveimur dögum og þar af voru sex laxar lúsugir. Þessir laxar komu úr Nátthagahyl, Efri Foss og nýjum veiðistað. Laxar sáust varla á öðrum stöðum í ánni. Veiði 31.7.2011 13:01 Einvígið á Nesinu á morgun - Birgir Leifur verður með Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu, verður haldið í fimmtánda skipti á Nesvellinum á morgun mánudaginn 1. ágúst. Nesklúbburinn hefur nú tilkynnt um það hverjir verða með í mótinu í ár. Golf 31.7.2011 13:00 Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur syngja: Við erum harðir eins og hafið BÍ/Bolungarvík leikur í dag stærsta leikinn í sögu félagsins þegar liðið tekur á móti KR í undanúrslitum Valitors-bikarinn. BÍ/Bolungarvík er í B-deildinni en KR-ingar eru á toppnum í Pepsi-deildinni og hafa ekki tapað leik í deild eða bikar í sumar. Íslenski boltinn 31.7.2011 12:00 Eiður Smári náði ekki að skora í leik númer tvö með AEK Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í AEK léku í gær æfingaleik við serbneska liðið FK Rad Belgrade og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Þetta var síðasti leikur liðsins í æfingaferðinni til Slóveníu. Fótbolti 31.7.2011 11:30 Stelpurnar spila um bronsið við Þjóðverja klukkan tólf Íslenska 17 ára landslið kvenna verður í eldlínunni klukkan 12.00 þegar liðið mætir Þýskalandi í leik um þriðja sætið í úrslitakeppni Evrópumótsins en leikið er í Nyon í Sviss. Íslenski boltinn 31.7.2011 11:00 Hamilton og Button á McLaren stefna á sigur Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Formúla 1 31.7.2011 10:03 Norsku landsliðsmennirnir ánægðir með HM-dráttinn Norsku landsliðsmennirnir Jonathan Parr, Espen Bugge Pettersen og Simen Brenne voru afar ánægðir með HM-dráttinn þegar norska Dagblaðið talaði við þá í gær. Norðmenn eru í riðli með Íslandi, Kýpur, Albaníu, Sviss og Slóveníu. Fótbolti 31.7.2011 10:00 Frank ráðinn sem þjálfari Detroit Pistons Lawrence Frank hefur verið ráðinn sem þjálfari NBA liðsins Detroit Pistons en hann gerði þriggja ára samning við hið sögufræga félag. Frank var áður þjálfari New Jersey Nets en hann var einn af aðstoðarþjálfurum Boston Celtics á síðustu leiktíð. Þjálfaraskipti hafa verið tíð hjá Pistons á undanförnum 11 árum og er Frank sjötti þjálfarinn sem er ráðinn til félagsins á þeim tíma. Körfubolti 31.7.2011 09:00 Frábær skilyrði og góð veiði í Kjósinni. Mikið af laxi í Langá Félagarnir Sævar Haukdal og Rögnvaldur Jónsson voru í síðasta holli í Laxá í Kjós og enduðu með 21 lax á stöngina. Skilyrðin í ánni voru að þeirra sögn frábær. Áin í góðu vatni og fiskur að ganga af krafti, en sérstaklega var mikið af laxi á frísvæðinu frá Káranesfljóti og upp fyrir Hurðarbakshyl. Efsta svæðið hefur verið rólegast en er þó að koma hægt og rólega inn núna þegar fiskurinn dreifir sér um ánna. Veiði 31.7.2011 08:36 300 laxa vika í Selá Veiðin í Selá heldur áfram að vera eins og hún hefur verið frá opnun, alveg ótrúlega góð! Síðasta vika gaf 300 laxa sem er alveg ótrúleg tala miðað við það sem er að gerast í ánum í kring og í raun á landinu öllu. Áin var ekki sein til eins og víða og tveggja ára laxinn er ennþá rúmlega helmingur aflans. Veiði 31.7.2011 08:32 Haakonsen: Veigar Páll er besti sóknarmaður norsku deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga og er íþróttastjóri félagsins sannfærður um að Veigar sé besti sóknarleikmaður deildarinnar. Fótbolti 31.7.2011 08:00 Liðsfélagi Grétars Rafns í Bolton fótbrotnaði illa í gær Lee Chung-yong, miðjumaður Bolton og suður-kóreska landsliðsins, verður frá níu mánuði eftir að hafa fótbrotnað illa í æfingaleik Bolton og velska liðsins Newport í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Enski boltinn 31.7.2011 07:00 Roma búið að kaupa hollenska landsliðsmarkvörðinn frá Ajax Maarten Stekelenburg, markvörður Ajax og hollenska landsliðsins, mun spila í ítölsku deildinni á komandi tímabil eftir að Roma keypti hann í gær frá Ajax. Fótbolti 31.7.2011 06:00 Owen tryggði Manchester United sigur á Barcelona Michael Owen kom inn á sem varamaður og tryggði Manchester United 2-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í æfingaleik liðanna í Washington í Bandaríkjunum í nótt. Fótbolti 31.7.2011 01:02 Öryggislögreglan fjarlægði myndir af Twitter síðu Rio Ferdinand Rio Ferdinand, varnarmaður enska meistaraliðsins Manchester United, fór aðeins yfir strikið í myndabirtinum á Twitter síðu sinni eftir heimsókn Man Utd í Hvítahúsið í Washington. Bandaríska leyniþjónustan lét fjarlægja myndirnar og kom það leikmanninum á óvart. Enski boltinn 30.7.2011 23:00 Ólafur var ekki viðstaddur þegar dregið var í riðla í Brasilíu Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu var ekki viðstaddur þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið 2014 í Brasilíu í dag. Það vekur óneitanlega athygli að Ólafur skuli ekki hafa verið viðstaddur en samningur Ólafs rennur út eftir undankeppni EM sem lýkur í haust. Nánar í frétt Stöðvar 2 sem birt var í kvöld. Fótbolti 30.7.2011 22:30 Mörkin úr leik Arsenal og Boca Juniors á Emirates mótinu Arsenal og Boca Juniors frá Argentínu skildu jöfn 2-2 á Emirates mótinu sem fram fer í London á heimavelli Arsenal. New York Red Bulls frá Bandaríkjunum hafði betur, 1-0, gegn franska liðinu Paris SG í fyrri leiknum í keppninni í dag. Mörkin úr leik Arsenal og Boca Juniors má sjá í fréttinni sem birtist á Stöð 2 í kvöld. Enski boltinn 30.7.2011 22:00 « ‹ ›
Guðjón Þórðarson: KR-ingar kláruðu þetta vel Bikarævintýri Guðjóns Þórðarsonar og lærisveina hans í BÍ/Bolungarvík lauk í kvöld þegar liðið tapaði 1-4 á heimavelli á móti KR í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. Guðjón fór samt ótrúlega langt með liðið sitt sem er á sínu fyrsta ári í B-deildinni. KR-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með því að skora þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. Íslenski boltinn 31.7.2011 18:38
Baldur: Líður vel í hreina loftinu út á landi Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir KR í kvöld þegar KR-liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. KR mætir Þór í bikarúrslitaleiknum sem fram fer 13. ágúst. Íslenski boltinn 31.7.2011 18:23
Veigar Páll í miklu stuði í síðasta leiknum með Stabæk Veigar Páll Gunnarsson fór á kostum í síðasta leiknum sínum með Stabæk í dag en hann hefur verið seldur til Vålerenga. Veigar Páll skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-1 sigri Stabæk á botnliði Start í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 31.7.2011 17:59
Button: Áttum sigurinn skilinn Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. Formúla 1 31.7.2011 17:04
Þjálfari Sviss: Vill bjóða Ronaldo út að borða fyrir að draga Sviss í E-riðil Ottmar Hitzfeld, þjálfari svissneska landsliðsins, var mjög sáttur með því að lenda í riðli Íslendinga í undankeppni HM 2014 en auk Sviss og Íslands eru í riðlinum Noregur, Slóvenía, Kýpur og Albanía. Fótbolti 31.7.2011 17:00
Blanc: Hvernig getur Frakkland verið neðar en Grikkland og Noregur? Laurent Blanc, þjálfari franska landsliðsins í fótbolta, gagnrýndi röðun þjóða í styrkleikaflokka fyrir dráttinn fyrir undankeppni HM 2014 í Brasilíu sem fram fór í gær. Frakkar voru í öðrum styrkleikaflokki og lentu í riðli með Heims- og Evrópumeisturum Spánar. Fótbolti 31.7.2011 16:00
Glódís Perla: Klikkuð reynsla að spila svona leik Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í 17 ára landsliðinu urðu í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 tap fyrir geysisterku þýsku liði í leiknum um þriðja sætið í dag. Glódís Perla var í viðtali hjá Írisi Björk Eysteinsdóttur, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins, eftir leikinn. Íslenski boltinn 31.7.2011 15:41
KR-ingar í bikarúrslitin annað árið í röð - tvö frá Baldri fyrir vestan Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir KR þegar liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik liðanna á Torfnesvelli á Ísafirði í kvöld. KR-ingar skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum í leiknum. KR mætir Þór í úrslitaleik Valtors-bikarsins sem fer fram á Laugardalsvellinum 13. ágúst næstkomandi. Íslenski boltinn 31.7.2011 15:00
Dóra María lagði upp mark í sigri Djurgården Dóra María Lárusdóttir lagði upp mark og Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt hreinu þegar Djurgården vann 2-0 útisigur á Piteå IF í sænska kvennafótboltanum í dag. Fótbolti 31.7.2011 14:54
Eyjólfur tryggði SønderjyskE jafntefli á útivelli Eyjólfur Héðinsson skoraði jöfnunarmark SønderjyskE tíu mínútum fyrir leikslok þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 31.7.2011 14:16
Bjarni Fel mættur vestur til að lýsa leiknum í Útvarpi KR Útvarp KR er mætt á Ísafjörð og mun lýsa leik BÍ/Bolungarvíkur og KR í undanúrslitum Valitors-bikarsins í dag. Þetta er 323. útsending KR-útvarpsins og hefst hún með upphitun klukkan 15.00. Íslenski boltinn 31.7.2011 14:00
Button vann í Ungverjalandi - Vettel jók forskotið Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Formúla 1 31.7.2011 13:56
Stórt tap hjá stelpunum í bronsleiknum Íslenska 17 ára landslið kvenna í fótbolta endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 stórtap á móti Þýskalandi í leiknum um þriðja sætið í Nyon í Sviss í dag. Telma Þrastardóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum. Íslenski boltinn 31.7.2011 13:42
54 laxar komnir úr Andakílsá Holl sem lauk veiðum þann 28 júlí fékk sjö laxa á tveimur dögum og þar af voru sex laxar lúsugir. Þessir laxar komu úr Nátthagahyl, Efri Foss og nýjum veiðistað. Laxar sáust varla á öðrum stöðum í ánni. Veiði 31.7.2011 13:01
Einvígið á Nesinu á morgun - Birgir Leifur verður með Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu, verður haldið í fimmtánda skipti á Nesvellinum á morgun mánudaginn 1. ágúst. Nesklúbburinn hefur nú tilkynnt um það hverjir verða með í mótinu í ár. Golf 31.7.2011 13:00
Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur syngja: Við erum harðir eins og hafið BÍ/Bolungarvík leikur í dag stærsta leikinn í sögu félagsins þegar liðið tekur á móti KR í undanúrslitum Valitors-bikarinn. BÍ/Bolungarvík er í B-deildinni en KR-ingar eru á toppnum í Pepsi-deildinni og hafa ekki tapað leik í deild eða bikar í sumar. Íslenski boltinn 31.7.2011 12:00
Eiður Smári náði ekki að skora í leik númer tvö með AEK Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í AEK léku í gær æfingaleik við serbneska liðið FK Rad Belgrade og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Þetta var síðasti leikur liðsins í æfingaferðinni til Slóveníu. Fótbolti 31.7.2011 11:30
Stelpurnar spila um bronsið við Þjóðverja klukkan tólf Íslenska 17 ára landslið kvenna verður í eldlínunni klukkan 12.00 þegar liðið mætir Þýskalandi í leik um þriðja sætið í úrslitakeppni Evrópumótsins en leikið er í Nyon í Sviss. Íslenski boltinn 31.7.2011 11:00
Hamilton og Button á McLaren stefna á sigur Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Formúla 1 31.7.2011 10:03
Norsku landsliðsmennirnir ánægðir með HM-dráttinn Norsku landsliðsmennirnir Jonathan Parr, Espen Bugge Pettersen og Simen Brenne voru afar ánægðir með HM-dráttinn þegar norska Dagblaðið talaði við þá í gær. Norðmenn eru í riðli með Íslandi, Kýpur, Albaníu, Sviss og Slóveníu. Fótbolti 31.7.2011 10:00
Frank ráðinn sem þjálfari Detroit Pistons Lawrence Frank hefur verið ráðinn sem þjálfari NBA liðsins Detroit Pistons en hann gerði þriggja ára samning við hið sögufræga félag. Frank var áður þjálfari New Jersey Nets en hann var einn af aðstoðarþjálfurum Boston Celtics á síðustu leiktíð. Þjálfaraskipti hafa verið tíð hjá Pistons á undanförnum 11 árum og er Frank sjötti þjálfarinn sem er ráðinn til félagsins á þeim tíma. Körfubolti 31.7.2011 09:00
Frábær skilyrði og góð veiði í Kjósinni. Mikið af laxi í Langá Félagarnir Sævar Haukdal og Rögnvaldur Jónsson voru í síðasta holli í Laxá í Kjós og enduðu með 21 lax á stöngina. Skilyrðin í ánni voru að þeirra sögn frábær. Áin í góðu vatni og fiskur að ganga af krafti, en sérstaklega var mikið af laxi á frísvæðinu frá Káranesfljóti og upp fyrir Hurðarbakshyl. Efsta svæðið hefur verið rólegast en er þó að koma hægt og rólega inn núna þegar fiskurinn dreifir sér um ánna. Veiði 31.7.2011 08:36
300 laxa vika í Selá Veiðin í Selá heldur áfram að vera eins og hún hefur verið frá opnun, alveg ótrúlega góð! Síðasta vika gaf 300 laxa sem er alveg ótrúleg tala miðað við það sem er að gerast í ánum í kring og í raun á landinu öllu. Áin var ekki sein til eins og víða og tveggja ára laxinn er ennþá rúmlega helmingur aflans. Veiði 31.7.2011 08:32
Haakonsen: Veigar Páll er besti sóknarmaður norsku deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga og er íþróttastjóri félagsins sannfærður um að Veigar sé besti sóknarleikmaður deildarinnar. Fótbolti 31.7.2011 08:00
Liðsfélagi Grétars Rafns í Bolton fótbrotnaði illa í gær Lee Chung-yong, miðjumaður Bolton og suður-kóreska landsliðsins, verður frá níu mánuði eftir að hafa fótbrotnað illa í æfingaleik Bolton og velska liðsins Newport í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Enski boltinn 31.7.2011 07:00
Roma búið að kaupa hollenska landsliðsmarkvörðinn frá Ajax Maarten Stekelenburg, markvörður Ajax og hollenska landsliðsins, mun spila í ítölsku deildinni á komandi tímabil eftir að Roma keypti hann í gær frá Ajax. Fótbolti 31.7.2011 06:00
Owen tryggði Manchester United sigur á Barcelona Michael Owen kom inn á sem varamaður og tryggði Manchester United 2-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í æfingaleik liðanna í Washington í Bandaríkjunum í nótt. Fótbolti 31.7.2011 01:02
Öryggislögreglan fjarlægði myndir af Twitter síðu Rio Ferdinand Rio Ferdinand, varnarmaður enska meistaraliðsins Manchester United, fór aðeins yfir strikið í myndabirtinum á Twitter síðu sinni eftir heimsókn Man Utd í Hvítahúsið í Washington. Bandaríska leyniþjónustan lét fjarlægja myndirnar og kom það leikmanninum á óvart. Enski boltinn 30.7.2011 23:00
Ólafur var ekki viðstaddur þegar dregið var í riðla í Brasilíu Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu var ekki viðstaddur þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið 2014 í Brasilíu í dag. Það vekur óneitanlega athygli að Ólafur skuli ekki hafa verið viðstaddur en samningur Ólafs rennur út eftir undankeppni EM sem lýkur í haust. Nánar í frétt Stöðvar 2 sem birt var í kvöld. Fótbolti 30.7.2011 22:30
Mörkin úr leik Arsenal og Boca Juniors á Emirates mótinu Arsenal og Boca Juniors frá Argentínu skildu jöfn 2-2 á Emirates mótinu sem fram fer í London á heimavelli Arsenal. New York Red Bulls frá Bandaríkjunum hafði betur, 1-0, gegn franska liðinu Paris SG í fyrri leiknum í keppninni í dag. Mörkin úr leik Arsenal og Boca Juniors má sjá í fréttinni sem birtist á Stöð 2 í kvöld. Enski boltinn 30.7.2011 22:00