Farið að bera á sjóbirting Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2011 20:15 Mynd af www.svfr.is Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu. Veiðimenn sem áttu hollið 10-12. september í Tungufljóti fengu tíu fiska, einn lax og níu sjóbirtinga. Flestir birtinganna fengust í vatnamótunum við Ása-Eldvatn og því ljóst að birtingurinn er mættur til leiks. Eitthvað urðu menn varir upp í á, misstu meðal annars fiska í Búrhyl og fiskur var einnig í Bjarnarfossi. Nú bíða menn eftir suð-austanáttinni sem búið er að lofa í lok vikunnar. Gæti hún lyft veiðánum sem margar hverjar eru orðnar ansi vatnslitlar eftir brakandi þurrka undanfarið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Sportveiðiblaðið komið út Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Tófan leitar í byggð Veiði
Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu. Veiðimenn sem áttu hollið 10-12. september í Tungufljóti fengu tíu fiska, einn lax og níu sjóbirtinga. Flestir birtinganna fengust í vatnamótunum við Ása-Eldvatn og því ljóst að birtingurinn er mættur til leiks. Eitthvað urðu menn varir upp í á, misstu meðal annars fiska í Búrhyl og fiskur var einnig í Bjarnarfossi. Nú bíða menn eftir suð-austanáttinni sem búið er að lofa í lok vikunnar. Gæti hún lyft veiðánum sem margar hverjar eru orðnar ansi vatnslitlar eftir brakandi þurrka undanfarið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Sportveiðiblaðið komið út Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Tófan leitar í byggð Veiði