Sport

Tevez fékk lengra frí

Carlos Tevez mun ekki spila með Manchester City gegn Manchester United á sunnudaginn þegar að liðin mætast í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn í Englandi. Markar það upphaf keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Fyrsta stig Bjarnólfs í húsi - myndir

Víkingar náðu í sitt fyrsta stig undir stjórn Bjarnólfs Lárussonar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Víkinni í gær. Björgólfur Takefusa snéri aftur eftir eftir meiðsli og tryggði Víkingum langþráð stig með marki í uppbótartíma.

Íslenski boltinn

Eyjamenn gefa ekkert eftir - myndir

Eyjamenn sóttu þrjú stig í Árbæinn í gær þegar þeir unnu 3-1 sigur á heimamönnum í Fylki og minnkuðu forskot KR-inga á toppi Pepsi-deildar karla í tvö stig. Tryggvi Guðmundsson var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora tvö mörk og leggja upp það þriðja.

Íslenski boltinn

Bolt vill komast á reynslu hjá toppliði í Evrópu

Usain Bolt er fljótasti maður í heimi en hann dreymir um að vera atvinnumaður í fótbolta hjá einum af stóru klúbbunum í Evrópu. Helst vill Jamaíkamaðurinn spila með Manchester United enda er hann harður stuðningsmaður félagsins.

Fótbolti

Umfjöllun: Víkingur stal stigi

Víkingur náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Stjörnunni. Varamaðurinn Björgólfur Takefusa sem virðist koma í hörkuformi úr meiðslum jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komar fram yfir venjulegan leiktíma. Rausnarlegur viðbótartími hjá Valgeiri sem Víkingar fagna og Stjörnumenn furða sig á.

Íslenski boltinn

Stórsigur hjá Haugesund í fyrsta leik Andrésar

Andrés Már Jóhannesson var í byrjunarliði Haugesund sem vann 4-0 sigur á Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Andrés Már var að leika sinn fyrsta leik með Haugesund eftir að félagið keypti hann frá Fylki á dögunum.

Fótbolti

Hargreaves sýnir Leicester engan áhuga

Sven-Göran Eriksson knattspyrnustjóri Leicester hefur útilokað að Owen Hargreaves gangi til liðs við félagið í Championship-deildinni. Að sögn Eriksson hefur Hargreaves ekki látið ná í sig sem Svíinn segir skrýtið.

Enski boltinn