Sport

Fjölskylda Speed þakklát stuðningnum

Fjölskylda Gary Speed er agndofa yfir þeim stuðningi sem henni hefur verið sýnd eftir að Speed fannst látinn á heimili sínu um helgina. Þetta sagði umboðsmaður hans í samtali við enska fjölmiðla í kvöld.

Enski boltinn

Horner segir að sigurinn muni auka sjálfstraust Webber

Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna.

Formúla 1

Malaga lagði Villarreal

Malaga kom sér upp í fimmta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-1 sigri á Villarreal. Jeremy Toulalan og Isco skoruðu mörk liðsins í kvöld en Marco Ruben fyrir Villarreal.

Fótbolti

Huddersfield tapaði loksins í kvöld

Huddersfield tapaði í kvöld sínum fyrsta deildarleik á árinu 2011 er liðið mætti toppliði Charlton í ensku C-deildinni. Leiknum lauk með 2-0 sigri Charlton sem kom sér þar með í tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Búinn að skora tvisvar frá miðju á tímabilinu

Inigo Martínez, tvítugur miðvörður Real Sociedad, tryggði liði sínu 3-2 sigur á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni um helgina með ótrúlegu skoti frá miðju. Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem Martínez skorar frá miðju á tímabilinu því skoraði einnig frá miðju fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan.

Fótbolti

NBA-deildin ætlar að troða Stjörnuleiknum inn

NBA-deildin fer væntanlega af stað á jóladag eftir að eigendur og leikmenn náðu óvænt saman um helgina. Deildin fer 55 dögum of seint og stað og forráðamenn NBA-deildarinnar verða því að troða 66 leikjum niður á fimm mánuði.

Körfubolti

Steinar Ege búinn að framlengja við AG til 2014

Steinar Ege, markvörður AG Kaupmannahöfn og norska landsliðsins, er ekkert farinn að hugsa um að leggja skóna á hilluna. Hann er nefnilega nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við danska liðið sem nær til sumarsins 2014.

Handbolti

Charles Pic ekur með Marussia liðinu 2012

Marussia Virgin Formúlu 1 liðið hefur samið við Charles Pic frá Frakklandi um að aka með liðunu 2012 ári, en Timo Glock hefur þegar gert samning um að keppa áfram með liðinu á næsta ári. Marussia Virgin hefur fengið leyfi FIA til að breyta nafni liðsins fyrir næsta tímabil og bílar liðsins munu heita Marussia á næsta ári, í stað Virgin. Liðið er að hluta til í eigu rússneska sportbílaframleiðandans Marussia.

Formúla 1

Mancini dæmdur í fangelsi í Mílanó

Mancini, fyrrum leikmaður brasilíska landsliðsins, hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi af dómara í Mílanó fyrir að nauðga brasilískri stúlku í partý á vegum Ronaldinho sem fram fór í desember í fyrra.

Fótbolti

Hreinn úrslitaleikur hjá Keflavík og Njarðvík í kvöld

Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikars karla en í boði er sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í DHL-höllinni um næstu helgi. Grindavík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Þór úr Þorlákshöfn fer þangað líka með sigri á Skallagrími í kvöld.

Körfubolti

Upptaka af erindi um lax og virkjanir

Fjöldi manns sótti fyrirlestur dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanns Fish Passage Center í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, um lífsskilyrði laxastofna í virkjuðum ám. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólabíói 3.11.2011.

Veiði

Ólafur Stefánsson: Hnéð mitt öskraði á mig

Ólafur Stefánsson lék sinn fyrsta heimaleik með AG kaupamannahöfn í gær og átti þá mjög góðan leik þegar liðið vann 30-29 sigur á spænska liðinu Ademar Leon í Meistaradeildinni. Ólafur var í byrjunarliðinu, skoraði sex mörk í leiknum og menn komust svo að orði að það væri ekki að sjá að hann hefði verið frá í langan tíma.

Handbolti