Sport Wales mun heiðra og hylla ævi Gary Speed í næsta landsleik Phil Pritchard, forseti Wales, segir í viðtali við Guardian að næsti landsleikur Wales, sem verður vináttuleikur 29. febrúar næstkomandi, muni vera tilefni til að heiðra og halda upp á líf Gary Speed sem stytti sér aldur á sunnudagsmorguninn. Enski boltinn 29.11.2011 09:15 Terry búinn að fara í yfirheyrslu hjá lögreglunni Breska lögreglan hefur nú lokið yfirheyrslu yfir John Terry, fyrirliða Chelsea, vegna meints kynþáttarnýðs hans gagnvart Anton Ferdinand, leikmanni QPR, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Enski boltinn 29.11.2011 09:00 Fylkismenn stóla á háar upphæðir frá borginni Fylkir þarf að byggja yfirbyggða áhorfendastúku við Fylkisvöll til að fá að spila heimaleiki sína þar í Pepsi- deildinni. Stúkan kostar 150-160 milljónir og stólar félagið að langmestu leyti á stuðning Reykjavíkurborgar. Íslenski boltinn 29.11.2011 08:00 Danskir fjölmiðlar: Schmeichel getur orðið böðull danska landsliðsins Danskir fjölmiðlar eru greinilega búnir að finn blóraböggul verði þeir óheppnir með riðil þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM 2012 á föstudaginn. Peter Schmeichel, fyrrum fyrirliði danska landsliðsins og leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi, mun nefnilega taka þátt í drættinum. Fótbolti 28.11.2011 23:30 Fjölskylda Speed þakklát stuðningnum Fjölskylda Gary Speed er agndofa yfir þeim stuðningi sem henni hefur verið sýnd eftir að Speed fannst látinn á heimili sínu um helgina. Þetta sagði umboðsmaður hans í samtali við enska fjölmiðla í kvöld. Enski boltinn 28.11.2011 23:14 Ótrúlegur endir í ensku E-deildinni - fjögur mörk í uppbótartíma Þeir áhorfendur sem fóru aðeins of snemma af leik Alfreton Town og Hayes & Yeading í ensku E-deildinni á laugardaginn misstu heldur betur af miklu. Alfreton Town vann leikinn 3-2 eftir dramatískar lokamínútur. Enski boltinn 28.11.2011 22:45 Guðni Bergs: Allir unnu Speed Guðni Bergsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, þekkti vel til Gary Speed sem lést nú um helgina. Hann segir að hans verði sárt saknað. Enski boltinn 28.11.2011 22:15 Horner segir að sigurinn muni auka sjálfstraust Webber Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. Formúla 1 28.11.2011 22:00 Malaga lagði Villarreal Malaga kom sér upp í fimmta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-1 sigri á Villarreal. Jeremy Toulalan og Isco skoruðu mörk liðsins í kvöld en Marco Ruben fyrir Villarreal. Fótbolti 28.11.2011 21:54 Huddersfield tapaði loksins í kvöld Huddersfield tapaði í kvöld sínum fyrsta deildarleik á árinu 2011 er liðið mætti toppliði Charlton í ensku C-deildinni. Leiknum lauk með 2-0 sigri Charlton sem kom sér þar með í tíu stiga forystu á toppi deildarinnar. Enski boltinn 28.11.2011 21:45 Keflavík og Þór komust í undanúrslitin - Fyrsti sigur Vals Riðlakeppni Lengjubikarkeppni karla lauk í kvöld. Keflavík tryggði sér efsta sætið í D-riðli með sigri á Njarðvík í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum keppninnar, 94-74. Valur vann svo loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Körfubolti 28.11.2011 20:52 Búinn að skora tvisvar frá miðju á tímabilinu Inigo Martínez, tvítugur miðvörður Real Sociedad, tryggði liði sínu 3-2 sigur á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni um helgina með ótrúlegu skoti frá miðju. Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem Martínez skorar frá miðju á tímabilinu því skoraði einnig frá miðju fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan. Fótbolti 28.11.2011 20:30 NBA-deildin ætlar að troða Stjörnuleiknum inn NBA-deildin fer væntanlega af stað á jóladag eftir að eigendur og leikmenn náðu óvænt saman um helgina. Deildin fer 55 dögum of seint og stað og forráðamenn NBA-deildarinnar verða því að troða 66 leikjum niður á fimm mánuði. Körfubolti 28.11.2011 19:45 Steinar Ege búinn að framlengja við AG til 2014 Steinar Ege, markvörður AG Kaupmannahöfn og norska landsliðsins, er ekkert farinn að hugsa um að leggja skóna á hilluna. Hann er nefnilega nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við danska liðið sem nær til sumarsins 2014. Handbolti 28.11.2011 19:00 Ólafur: Spila líklega ekki á EM í Serbíu Ólafur Stefánsson segir í samtali við Kanalsport í Danmörku ólíklegt að hann muni spila með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu nú í janúar. Handbolti 28.11.2011 18:59 Balotelli þarf sjálfur að borga fyrir hurðina sem hann sparkaði niður á Anfield Mario Balotelli var allt annað en ánægður eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með skömmu millibili í 1-1 jafntefli Liverpol og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Balotelli kom inn á sem varamaður á 65. mínútu, fékk sitt fyrra gula spjald á 76. mínútu og það síðara á 82. mínútu. Enski boltinn 28.11.2011 18:15 Charles Pic ekur með Marussia liðinu 2012 Marussia Virgin Formúlu 1 liðið hefur samið við Charles Pic frá Frakklandi um að aka með liðunu 2012 ári, en Timo Glock hefur þegar gert samning um að keppa áfram með liðinu á næsta ári. Marussia Virgin hefur fengið leyfi FIA til að breyta nafni liðsins fyrir næsta tímabil og bílar liðsins munu heita Marussia á næsta ári, í stað Virgin. Liðið er að hluta til í eigu rússneska sportbílaframleiðandans Marussia. Formúla 1 28.11.2011 17:30 Mancini dæmdur í fangelsi í Mílanó Mancini, fyrrum leikmaður brasilíska landsliðsins, hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi af dómara í Mílanó fyrir að nauðga brasilískri stúlku í partý á vegum Ronaldinho sem fram fór í desember í fyrra. Fótbolti 28.11.2011 16:45 Minningarreitir um Gary Speed að myndast út um allt Bretland Gary Speed heitinn eignaðist marga vini og aðdáendur í fótboltanum og hans hefur verið minnst út um allt England og Wales í dag. Speed tók eins og kunnugt er sitt eigið líf í gærmorgun. Enski boltinn 28.11.2011 16:00 Hreinn úrslitaleikur hjá Keflavík og Njarðvík í kvöld Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikars karla en í boði er sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í DHL-höllinni um næstu helgi. Grindavík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Þór úr Þorlákshöfn fer þangað líka með sigri á Skallagrími í kvöld. Körfubolti 28.11.2011 15:30 Zlatan kominn með hundrað mörk í ítölsku deildinni Zlatan Ibrahimovic skoraði sitt hundraðasta mark í ítölsku úrvalsdeildinni í gær en þessi frábæri sænski framherji skoraði þá tvö mörk í 4-0 sigri AC Milan á Chievo. Fótbolti 28.11.2011 14:45 Dagný og félagar komnar í undanúrslit bandaríska háskólaboltans Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Florida State eru komnar alla leið í undanúrslit bandaríska háskólaboltans eftir 3-0 sigur á Virginia í átta liða úrslitunum um helgina. Fótbolti 28.11.2011 14:15 Helena með 29 stig í stórsigri Englanna Helena Sverrisdóttir átti sinn besta leik til þessa með Good Angels Kosice þegar liðið vann 115-53 sigur á MBK Región Roznava í slóvakísku deildinni í körfubolta um helgina. Körfubolti 28.11.2011 13:30 AC Milan mun bara reyna að fá Tevez á láni Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, viðurkenndi það í viðtali við ítalska stórblaðið Gazetta dello Sport að ítalska félagið muni ekki geta keypt Carlos Tevez frá Manchester City. Fótbolti 28.11.2011 13:00 NBA-liðin munu öll spila einu sinni þrjú kvöld í röð Það verður mikið leikjaálag á NBA-liðunum á nýja tímabilinu sem hefst væntanlega 9. desember næstkomandi en nú er farið að leka út hvernig tímabilið verður sett upp. Forráðamenn NBA-deildarinnar þurfa að koma fyrir 66 leikjum á tæpum fimm mánuðum. Körfubolti 28.11.2011 12:15 Upptaka af erindi um lax og virkjanir Fjöldi manns sótti fyrirlestur dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanns Fish Passage Center í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, um lífsskilyrði laxastofna í virkjuðum ám. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólabíói 3.11.2011. Veiði 28.11.2011 11:58 Lars Lagerbäck byrjar á móti Svartfjallalandi Knattspyrnusambönd Íslands og Svartfjallalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 29. febrúar 2012. Leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi. Fótbolti 28.11.2011 11:41 Ólafur Stefánsson: Hnéð mitt öskraði á mig Ólafur Stefánsson lék sinn fyrsta heimaleik með AG kaupamannahöfn í gær og átti þá mjög góðan leik þegar liðið vann 30-29 sigur á spænska liðinu Ademar Leon í Meistaradeildinni. Ólafur var í byrjunarliðinu, skoraði sex mörk í leiknum og menn komust svo að orði að það væri ekki að sjá að hann hefði verið frá í langan tíma. Handbolti 28.11.2011 11:30 Efri svæðin í Elliðánum voru léleg á liðnu sumri Það er alltaf skemmtilegt að glugga í ársskýrslu SVFR. Margt fréttnæmt og forvitnilegt þar að finna, t.d. í skýrslum árnefnda, en þar má stundum sjá athyglisverða þróun mála í einstökum ár og vötnum. Veiði 28.11.2011 10:50 Earnshaw um Speed: Hefði orðið einn besti stjóri í heimi Robert Earnshaw, framherji velska landsliðsins, segir að Gary Speed hafi haft allt til að verða einn besti knattspyrnustjóri í heimi en Speed tók sitt eigið lífið í gærmorgun aðeins 42 ára gamall. Enski boltinn 28.11.2011 10:45 « ‹ ›
Wales mun heiðra og hylla ævi Gary Speed í næsta landsleik Phil Pritchard, forseti Wales, segir í viðtali við Guardian að næsti landsleikur Wales, sem verður vináttuleikur 29. febrúar næstkomandi, muni vera tilefni til að heiðra og halda upp á líf Gary Speed sem stytti sér aldur á sunnudagsmorguninn. Enski boltinn 29.11.2011 09:15
Terry búinn að fara í yfirheyrslu hjá lögreglunni Breska lögreglan hefur nú lokið yfirheyrslu yfir John Terry, fyrirliða Chelsea, vegna meints kynþáttarnýðs hans gagnvart Anton Ferdinand, leikmanni QPR, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Enski boltinn 29.11.2011 09:00
Fylkismenn stóla á háar upphæðir frá borginni Fylkir þarf að byggja yfirbyggða áhorfendastúku við Fylkisvöll til að fá að spila heimaleiki sína þar í Pepsi- deildinni. Stúkan kostar 150-160 milljónir og stólar félagið að langmestu leyti á stuðning Reykjavíkurborgar. Íslenski boltinn 29.11.2011 08:00
Danskir fjölmiðlar: Schmeichel getur orðið böðull danska landsliðsins Danskir fjölmiðlar eru greinilega búnir að finn blóraböggul verði þeir óheppnir með riðil þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM 2012 á föstudaginn. Peter Schmeichel, fyrrum fyrirliði danska landsliðsins og leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi, mun nefnilega taka þátt í drættinum. Fótbolti 28.11.2011 23:30
Fjölskylda Speed þakklát stuðningnum Fjölskylda Gary Speed er agndofa yfir þeim stuðningi sem henni hefur verið sýnd eftir að Speed fannst látinn á heimili sínu um helgina. Þetta sagði umboðsmaður hans í samtali við enska fjölmiðla í kvöld. Enski boltinn 28.11.2011 23:14
Ótrúlegur endir í ensku E-deildinni - fjögur mörk í uppbótartíma Þeir áhorfendur sem fóru aðeins of snemma af leik Alfreton Town og Hayes & Yeading í ensku E-deildinni á laugardaginn misstu heldur betur af miklu. Alfreton Town vann leikinn 3-2 eftir dramatískar lokamínútur. Enski boltinn 28.11.2011 22:45
Guðni Bergs: Allir unnu Speed Guðni Bergsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, þekkti vel til Gary Speed sem lést nú um helgina. Hann segir að hans verði sárt saknað. Enski boltinn 28.11.2011 22:15
Horner segir að sigurinn muni auka sjálfstraust Webber Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. Formúla 1 28.11.2011 22:00
Malaga lagði Villarreal Malaga kom sér upp í fimmta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-1 sigri á Villarreal. Jeremy Toulalan og Isco skoruðu mörk liðsins í kvöld en Marco Ruben fyrir Villarreal. Fótbolti 28.11.2011 21:54
Huddersfield tapaði loksins í kvöld Huddersfield tapaði í kvöld sínum fyrsta deildarleik á árinu 2011 er liðið mætti toppliði Charlton í ensku C-deildinni. Leiknum lauk með 2-0 sigri Charlton sem kom sér þar með í tíu stiga forystu á toppi deildarinnar. Enski boltinn 28.11.2011 21:45
Keflavík og Þór komust í undanúrslitin - Fyrsti sigur Vals Riðlakeppni Lengjubikarkeppni karla lauk í kvöld. Keflavík tryggði sér efsta sætið í D-riðli með sigri á Njarðvík í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum keppninnar, 94-74. Valur vann svo loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Körfubolti 28.11.2011 20:52
Búinn að skora tvisvar frá miðju á tímabilinu Inigo Martínez, tvítugur miðvörður Real Sociedad, tryggði liði sínu 3-2 sigur á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni um helgina með ótrúlegu skoti frá miðju. Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem Martínez skorar frá miðju á tímabilinu því skoraði einnig frá miðju fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan. Fótbolti 28.11.2011 20:30
NBA-deildin ætlar að troða Stjörnuleiknum inn NBA-deildin fer væntanlega af stað á jóladag eftir að eigendur og leikmenn náðu óvænt saman um helgina. Deildin fer 55 dögum of seint og stað og forráðamenn NBA-deildarinnar verða því að troða 66 leikjum niður á fimm mánuði. Körfubolti 28.11.2011 19:45
Steinar Ege búinn að framlengja við AG til 2014 Steinar Ege, markvörður AG Kaupmannahöfn og norska landsliðsins, er ekkert farinn að hugsa um að leggja skóna á hilluna. Hann er nefnilega nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við danska liðið sem nær til sumarsins 2014. Handbolti 28.11.2011 19:00
Ólafur: Spila líklega ekki á EM í Serbíu Ólafur Stefánsson segir í samtali við Kanalsport í Danmörku ólíklegt að hann muni spila með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu nú í janúar. Handbolti 28.11.2011 18:59
Balotelli þarf sjálfur að borga fyrir hurðina sem hann sparkaði niður á Anfield Mario Balotelli var allt annað en ánægður eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með skömmu millibili í 1-1 jafntefli Liverpol og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Balotelli kom inn á sem varamaður á 65. mínútu, fékk sitt fyrra gula spjald á 76. mínútu og það síðara á 82. mínútu. Enski boltinn 28.11.2011 18:15
Charles Pic ekur með Marussia liðinu 2012 Marussia Virgin Formúlu 1 liðið hefur samið við Charles Pic frá Frakklandi um að aka með liðunu 2012 ári, en Timo Glock hefur þegar gert samning um að keppa áfram með liðinu á næsta ári. Marussia Virgin hefur fengið leyfi FIA til að breyta nafni liðsins fyrir næsta tímabil og bílar liðsins munu heita Marussia á næsta ári, í stað Virgin. Liðið er að hluta til í eigu rússneska sportbílaframleiðandans Marussia. Formúla 1 28.11.2011 17:30
Mancini dæmdur í fangelsi í Mílanó Mancini, fyrrum leikmaður brasilíska landsliðsins, hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi af dómara í Mílanó fyrir að nauðga brasilískri stúlku í partý á vegum Ronaldinho sem fram fór í desember í fyrra. Fótbolti 28.11.2011 16:45
Minningarreitir um Gary Speed að myndast út um allt Bretland Gary Speed heitinn eignaðist marga vini og aðdáendur í fótboltanum og hans hefur verið minnst út um allt England og Wales í dag. Speed tók eins og kunnugt er sitt eigið líf í gærmorgun. Enski boltinn 28.11.2011 16:00
Hreinn úrslitaleikur hjá Keflavík og Njarðvík í kvöld Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikars karla en í boði er sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í DHL-höllinni um næstu helgi. Grindavík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Þór úr Þorlákshöfn fer þangað líka með sigri á Skallagrími í kvöld. Körfubolti 28.11.2011 15:30
Zlatan kominn með hundrað mörk í ítölsku deildinni Zlatan Ibrahimovic skoraði sitt hundraðasta mark í ítölsku úrvalsdeildinni í gær en þessi frábæri sænski framherji skoraði þá tvö mörk í 4-0 sigri AC Milan á Chievo. Fótbolti 28.11.2011 14:45
Dagný og félagar komnar í undanúrslit bandaríska háskólaboltans Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Florida State eru komnar alla leið í undanúrslit bandaríska háskólaboltans eftir 3-0 sigur á Virginia í átta liða úrslitunum um helgina. Fótbolti 28.11.2011 14:15
Helena með 29 stig í stórsigri Englanna Helena Sverrisdóttir átti sinn besta leik til þessa með Good Angels Kosice þegar liðið vann 115-53 sigur á MBK Región Roznava í slóvakísku deildinni í körfubolta um helgina. Körfubolti 28.11.2011 13:30
AC Milan mun bara reyna að fá Tevez á láni Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, viðurkenndi það í viðtali við ítalska stórblaðið Gazetta dello Sport að ítalska félagið muni ekki geta keypt Carlos Tevez frá Manchester City. Fótbolti 28.11.2011 13:00
NBA-liðin munu öll spila einu sinni þrjú kvöld í röð Það verður mikið leikjaálag á NBA-liðunum á nýja tímabilinu sem hefst væntanlega 9. desember næstkomandi en nú er farið að leka út hvernig tímabilið verður sett upp. Forráðamenn NBA-deildarinnar þurfa að koma fyrir 66 leikjum á tæpum fimm mánuðum. Körfubolti 28.11.2011 12:15
Upptaka af erindi um lax og virkjanir Fjöldi manns sótti fyrirlestur dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanns Fish Passage Center í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, um lífsskilyrði laxastofna í virkjuðum ám. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólabíói 3.11.2011. Veiði 28.11.2011 11:58
Lars Lagerbäck byrjar á móti Svartfjallalandi Knattspyrnusambönd Íslands og Svartfjallalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 29. febrúar 2012. Leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi. Fótbolti 28.11.2011 11:41
Ólafur Stefánsson: Hnéð mitt öskraði á mig Ólafur Stefánsson lék sinn fyrsta heimaleik með AG kaupamannahöfn í gær og átti þá mjög góðan leik þegar liðið vann 30-29 sigur á spænska liðinu Ademar Leon í Meistaradeildinni. Ólafur var í byrjunarliðinu, skoraði sex mörk í leiknum og menn komust svo að orði að það væri ekki að sjá að hann hefði verið frá í langan tíma. Handbolti 28.11.2011 11:30
Efri svæðin í Elliðánum voru léleg á liðnu sumri Það er alltaf skemmtilegt að glugga í ársskýrslu SVFR. Margt fréttnæmt og forvitnilegt þar að finna, t.d. í skýrslum árnefnda, en þar má stundum sjá athyglisverða þróun mála í einstökum ár og vötnum. Veiði 28.11.2011 10:50
Earnshaw um Speed: Hefði orðið einn besti stjóri í heimi Robert Earnshaw, framherji velska landsliðsins, segir að Gary Speed hafi haft allt til að verða einn besti knattspyrnustjóri í heimi en Speed tók sitt eigið lífið í gærmorgun aðeins 42 ára gamall. Enski boltinn 28.11.2011 10:45