Sport

Aron með fimm mörk í útisigri á Montpellier

Aron Pálmsson átti góðan leik þegar Kiel vann 34-31 útisigur á Montpellier í Meistaradeildinni í dag. Aron skoraði fimm mörk í leiknum en Kiel-liðið náði að snúa leiknum sér í vil í seinni hálfleiknum.

Handbolti

Svartfjallaland vann Þjóðverja | allt í járnum í A-riðli

Það var greinilegt að hið gríðarlega sterka lið Svartfjallalands hafði vaknað upp að værum blundi eftir 22-21 tap liðsins gegn „litla“ Ísland í opnunarleik A-riðilsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Svartfjallalandi er spáð mikilli velgengni á þessu móti og í dag sýndi liðið góða takta í 25-24 sigri liðsins gegn Þjóðverjum í Arena Santos hér í Brasilíu.

Handbolti

Slæmt tap hjá AZ Alkmaar

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar steinlágu óvænt 1-5 á móti Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. AZ Alkmaar var með þriggja stiga forskot á toppnum fyrir leikinn og var aðeins búið að tapa einum leik á tímabilinu.

Fótbolti

AG vann þriggja marka sigur í Ungverjalandi

AG Kaupmannahöfn er áfram á toppnum í sínum riðli í Meistaradeildinni í handbolta eftir 34-31 útisigur á ungverska liðnu SC Szeged. AG hefur fengið tíu stig út úr fyrstu sex leikjum sínum en eina tapið kom á útivelli á móti spænska liðinu Ademar Leon.

Handbolti

Sunderland klúðraði góðri stöðu og tapaði fyrir Wolves

Wolves vann 2-1 sigur á Sunderland í seinni leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag en þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum leit út fyrir að Sebastian Larsson væri að fara að tryggja Sunderland liðinu 2-0 sigur. Steven Fletcher tryggði Wolves 2-1 sigur með tveimur mörkum á lokakafla leiksins.

Enski boltinn

Man. City og Man. United drógust saman í enska bikarnum

Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City og Manchester United, drógust saman í 3. umferð ensku bikarkeppninnar en dregið var í dag. Leikurinn mun fara fram á heimavelli Manchester City en United-menn eru enn í sárum eftir 1-6 tap á heimavelli sínum á móti City fyrr á þessu tímabili.

Enski boltinn

Naumt tap hjá Jóni Arnóri og félögum

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza töpuðu naumlega á útivelli á móti Lucentum Alicante, 75-77, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Alicante-liðið er í toppbaráttunni á meðan Zaragoza er um miðja deild.

Körfubolti

HM 2011: Afríkumeistaralið Angóla er sýnd veiði en ekki gefin

Angóla, mótherjar Íslands í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna, unnu nauman sigur á Kínverjum í A-riðlinum í Santos í gær. Lokatölur 30-29. Leikurinn var bráðfjörugur og það er ljóst að Ísland þarf að eiga góðan leik til þess að leggja Afríkumeistaralið Angóla að velli.

Handbolti

Wenger: Liðið er að verða betra og betra

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með sitt lið eftir 4-0 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær en Arsenal komst upp í fimmta sæti með þessum sigri sem var sá sjötti í síðustu sjö deildarleikjum.

Enski boltinn

HM 2011: Stella: Þurftum allar að eiga toppleik

„Við vissum að við þyrftum allar að eiga toppleik til þess að vinna þær. Innst inni vorum við að vona það að þær myndu koma með það hugarfar í leikinn að þær ætluðu að taka okkur með „vinstri“. Mér fannst þær ekki eiga séns í okkur þegar við vorum komnar með stemninguna í okkar lið,“ sagði Stella Sigurðardóttir landsliðskona í handbolta eftir 22-21 sigur Íslands gegn Svartfjallandi á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í gærkvöldi.

Handbolti

Socrates lést í nótt | Fyrirliði Brassa á HM 1982

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Socrates lést á sjúkrahúsi í nótt af völdum sýkingar í meltingarfærum en hann hafði glímt við veikindin í nokkurn tíma og var tvisvar lagður inn á sjúkrahús í haust. Socrates var aðeins 57 ára gamall.

Fótbolti

Tiger missti forystuna en heldur í vonina

Tiger Woods á enn möguleika á því að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár þrátt fyrir að hafa misst niður þriggja högga forystu á þriðja degi á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu.

Golf

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Angóla 24-28

Íslenska kvennalandsliðið náði sér aldrei á strik gegn Afríkumeistaraliði Angóla í öðrum leiknum á heimsmeistaramótinu í handknattlek í Brasilíu í kvöld. Flest fór úrskeiðis hjá liðinu. Varnarleikurinn var slakur og leikmenn gerðu gríðarlega mörg mistök í sóknarleiknum. Angóla sigraði 28-24 og er með pálmann í höndunum um að komast í 16-liða úrslit en staða Íslands versnaði til muna því Angóla er með betri stöðu í innbyrðisviðureigninni. Og það gæti reynst dýrkeypt þegar uppi er staðið.

Handbolti

HM 2011: Myndasyrpa af fræknum sigri gegn Svartfjallalandi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta kom sá og sigraði í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Brasilíu. Með 22-21 sigri gegn sterku liði Svartfjallalands kom Ísland gríðarlega á óvart í A-riðli mótsins sem leikinn er í Santos. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis er á svæðinu og í myndasyrpunni má sjá brot af þeim myndum sem hann tók á leiknum í gær.

Handbolti

Magnús Þór: Algjörir klaufar, asnar og aular að tapa þessum leik

Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, var ískaldur þegar Keflavík tapaði 74-75 á móti Grindavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í gær. Magnús Þór skoraði 11 stig en níu þeirra komu á vítalínunni og hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Körfubolti

HM 2011: Gaupi og Geir fóru yfir það hvernig stelpurnar fóru að þessu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í gær sögulegan sigur á sterku liði Svartfellinga á HM kvenna í handbolta sem fer fram í Brasilíu. Þetta var fyrsti leikur íslensk kvennaliðs í heimsmeistarakeppni og það er óhætt að segja 22-21 sigur stelpnanna okkar í gær hafi fyllt íslensku þjóðina af stolti.

Handbolti

Chelsea ætlar að leyfa Anelka og Alex að fara í janúar

Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka og brasilíski varnarmaðurinn Alex hafa báðir beðið um að vera seldir frá Chelsea þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar og forráðamenn Chelsea hafa ákveðið að verða við ósk leikmannanna og setja þá báða á sölulista.

Enski boltinn

Udinese vann Inter á San Siro

Udinese komst upp að hlið AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í kvöld. Bæði AC Milan og Udinese eru með 27 stig en AC Milan heldur toppsætinu á betri markatölu.

Fótbolti