Sport

Lakers að spá í Arenas

Fyrrum stjörnuleikmaðurinn Gilbert Arenas reynir nú allt hvað hann getur til þess að koma sér aftur inn í NBA-deildina. Hann hefur verið án félags síðan Orlando losaði sig við hann í byrjun desember.

Körfubolti

Fyrsti úrslitaleikur Fram og KR í fimmtán ár er í kvöld

Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í Egilshöllinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. KR er komið í úrslitaleikinn fjórða árið í röð og vann titilinn 2009 og 2010 en Fram hefur ekki unnuð Reykjavíkurmeistaratitilinn síðan 2006 og er í sínum fyrsta úrslitaleik í fjögur ár.

Íslenski boltinn

Skosku meistararnir í Rangers á leiðinni í greiðslustöðvun

Skosku meistararnir Glasgow Rangers eru í það vondum málum fjárhagslega að félagið hefur nú tilkynnt að það sé á leiðinni í greiðslustöðvun á næstunni. Rangers stendur í málaferlum vegna skattaskulda og það mál spilar lykilhlutverk í slæmri fjárhagsstöðu félagsins.

Fótbolti

Eiður Smári fer í myndatöku á miðvikudaginn

Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni í myndatöku á miðvikudaginn þar sem kemur í ljós hversu vel beinin í fæti hans hafa gróið en Eiður Smári tvíbrotnaði á fæti í leik með AEK Aþenu á móti Olympiacos þann 15. október. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Fótbolti

Van Basten að taka við Heerenveen

Hollenska goðsögnin Marco van Basten mun taka við stjórnartaumunum hjá Heerenveen í sumar. Þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf síðan hann hætti með Ajax árið 2009.

Fótbolti

Ranieri: Stjórnin stendur með mér

Claudio Ranieri gekk ágætlega að rífa Inter upp eftir að hann tók við liðinu snemma í vetur. Upp á síðkastið hefur síðan farið að síga á ógæfuhliðina á nýjan leik.

Fótbolti

Ronaldo: Við erum ekki búnir að vinna neitt

Real Madrid er komið í afar vænlega stöðu í spænsku úrvalsdeildinni eftir helgina. Madridarliðið er nú með tíu stiga forskot á Barcelona og margir á því að liðið sé nú þegar búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn.

Fótbolti

Mickelson valtaði yfir Tiger | Tiger dregur fram það besta í mér

Phil Mickelson var sex höggum á eftir Charlie Wi og fimm höggum á eftir Tiger Woods fyrir lokadaginn á Pebble Beach í gær. Mickelson átti stórkostlegan lokadag á meðan spilamennska Tiger hrundi en Mickelson spilaði lokadaginn á 11 færri höggum en Tiger og vann frábæran sigur.

Golf

McCarthy rekinn frá Wolves

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves fá nýjan stjóra í vikunni því Wolves er búið að reka Mick McCarthy, stjóra félagsins. McCarthy er búinn að stýra Wolves frá árinu 2006. Wolves lá gegn WBA um helgina, 5-1, og féll um leið niður í fallsæti. Það sætti stjórn félagsins sig ekki við og rak því stjórann í morgun.

Enski boltinn

King vill ekki missa Redknapp

Ledley King, varnarmaður Tottenham, hefur beðið stjórann sinn, Harry Redknapp, um að gefa enska landsliðið upp á bátinn og halda áfram með sitt frábæra starf hjá Tottenham.

Enski boltinn

Öskubuskusigur Sambíu eftir vítaspyrnukeppni

Sambía er Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fílabeinsströndinni í vítaspyrnukeppni að loknu markalausu jafntefli í úrslitaleiknum í Gabon. Gervinho og Kolo Toure tókst ekki að skora úr sínum spyrnum.

Fótbolti