Sport

Ramsey missir af leikjum Arsenal á móti Liverpool og AC Milan

Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, verður fjarri góðu gammni í tveimur mikilvægum leikjum liðsins á næstu dögum. Arsenal heimsækir Liverpool á Anfield á morgun í ensku úrvalsdeildinni og tekur svo á móti AC Milan á þriðjudaginn í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Enski boltinn

Arnar leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur endanlega lagt skóna á hilluna.Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag og sagðist vera sáttur að hætta á þessum tímapunkti eftir gott tímabil með með Fram í fyrra.

Íslenski boltinn

Ágúst hættur hjá Levanger

Stjórn norska handboltaliðsins Levanger hefur ákveðið að segja Ágústi Jóhannssyni upp störfum hjá félaginu. Þrír leikir eru eftir af tímabilinu og er félagið í mikilli fallbaráttu.

Handbolti

Gareth Bale tæpur fyrir stórleikinn gegn United

Það eru stórleikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og þar má nefna að Tottenham tekur á móti Englandsmeistaraliði Manchester United á sunnudaginn. Tottenham fékk stóran skell s.l. sunnudag gegn Arsenal á útivelli, 5-2 tap var niðurstaðan, og meiðsli lykilmanna setja svip sinn á undirbúninginnn hjá Harry Redknapp knattspyrnustjóra Tottenham.

Enski boltinn

Ýmislegt um Sugurnar

Á meðan stangaveiðimenn á Íslandi óttast uppgang sæsteinssugu í sunnlenskum fallvötnum, reyna indjánar að berjast fyrir verndun stofna á vesturströnd Bandaríkjanna. Meira um það hér og fleira um sugurnar.

Veiði

Tiger Woods langt frá sínu besta | Love sýndi gamla takta

Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.

Golf

Kári Kristján: Langar að komast lengra í boltanum

"Þetta er búið að vera lengi í vinnslu. Ég var með mjög skemmtilegt dæmi í gangi varðandi annað lið sem er reyndar enn á lífi en það gengur ekki upp fyrir næsta tímabil,“ sagði landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem er búinn að framlengja samning sinn við Wetzlar til eins árs. Hann fékk betri samning en hann var með.

Handbolti

Barrichello: Börnin sannfærðu konuna

Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð.

Formúla 1

Boston Celtics að reyna að "losna" við Rondo

ESPN hefur heimildir fyrir því að Boston Celtics sé að reyna að skipta út leikstjórnandanum Rajon Rondo en hann er fjórði stigahæsti leikmaður liðsins og einn af bestu leikstjórnendum NBA-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti