Sport Gerrard og Rooney hafa oftast fengið verðlaunin sem Gylfi fékk Steven Gerrard hjá Liverpool og Wayne Rooney hjá Manchester United hafa oftast verið kosnir leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni eða fimm sinnum hvor. Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni til að vera kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en enginn þótti standa sig betur í mars en Gylfi. Enski boltinn 4.4.2012 14:15 Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City, hefur verið valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi spilaði frábærlega með nýliðunum í mars. Þetta er mikill heiður fyrir íslenska landsliðsmanninn sem er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun. Enski boltinn 4.4.2012 14:00 Mancini um David Silva: Bara eðlilegt að menn taki smá dýfur Roberto Mancini, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann hafi smá áhyggjur af leikformi Spánverjans David Silva sem hefur ekki verið svipur hjá sjón í undanförnum leikjum liðsins. Fyrir vikið hefur Manchester City misst nágranna sína fram úr sér. Enski boltinn 4.4.2012 13:30 Maradona vill sjá tengdasoninn fara til Real Madrid Diego Maradona er afar hrifinn af þeim plönum að Sergio Agüero, framherji Manchester City, snúi aftur í spænska boltann og gangi til liðs við Real Madrid. Agüero er eiginmaður dóttur Maradona og karlinn ætti því að hafa einhver ítök í stráknum. Enski boltinn 4.4.2012 13:00 Antonio Valencia: 13 stoðsendingar í síðustu 14 leikjum Antonio Valencia hefur spilað frábærlega með Manchester United síðustu mánuði og á mikinn þátt í því að liðið er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Valencia skoraði fyrra marið og lagði upp það síðara í 2-0 sigri á Blackburn á mánudagskvöldið. Enski boltinn 4.4.2012 12:30 Masters 2012: Hnífjöfn barátta milli Tigers og Rory Það hefur sjaldan ríkt eins mikil eftirvænting fyrir fyrsta risamót ársins í golfi enda margir líklegir til þess að gera atlögu að titlinum. Veðbankar eru flestir með Tiger Woods sem líklegan sigurvegara en ungstirnið Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er einnig ofarlega á þeim lista. Ekki má gleyma Englendingunum Luke Donald og Lee Westwood en þeir eru í hópi þeirra sem hafa aldrei náð að sigra á risamóti á ferlinum. Golf 4.4.2012 12:00 Van Persie: Var ekki viss um að ég gæti þetta Robin van Persie, framherji Arsenal, hefur farið á kostum með liðinu síðan að stjórinn Arsene Wenger færði hann framar á völlinn þegar Emmanuel Adebayor yfirgaf félagið. Enski boltinn 4.4.2012 11:15 Ramires: Allt Roberto Di Matteo að þakka Ramires, miðjumaður Chelsea segir að uppkoma liðsins að undanförnu sé nýja stjóranum Roberto Di Matteo að þakka en hann tók við liðinu þegar André Villas-Boas var rekinn eftir aðeins átta mánuði í starfi. Fótbolti 4.4.2012 10:45 Troðslustelpan og félagar töpuðu ekki leik í vetur | Baylor meistari Brittney Griner og félagar hennar í Baylor tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn í kvennaháskólakörfuboltanum í nótt þegar þær unnu 19 stiga sigur á Notre Dame í úrslitaleiknum. Baylor vann alla 40 leiki tímabilsins og varð sjöunda kvennaliðið sem nær því en það fyrsta síðan að liðin fóru að leika 40 leiki. Körfubolti 4.4.2012 10:15 Sanchez: Kona í stjórastól í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára Lawrie Sanchez, fyrrum leikmaður Wimbledon og fyrrum þjálfari norður-írska landsliðsins, sér fyrir sér að kona verði tekin við stjórastöðu hjá liði í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Enski boltinn 4.4.2012 09:45 NBA: LeBron með 41 stig í sigri Miami Heat LeBron James var öflugur þegar Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigri á Philadelphia 76ers í nótt. Kobe Bryant skoraði mikilvægan þrist í blálokin á sigri Los Angeles Lakers á New Jersey Nets, Orlando Magic tapaði fjórða leiknum í röð og San Antonio Spurs vann áttunda leikinn sinn í röð. Körfubolti 4.4.2012 09:15 Masters 2012: Fær kona loksins inngöngu í klúbbinn? Öðru hverju hefur umræðan um skort á kvenfólki í Augusta National-klúbbnum skotið upp kollinum. Fyrir níu árum gerði Martha Burke, formaður Alþjóðasamtaka kvenna (NOW), alvarlegar athugasemdir við þá staðreynd að kona hefði aldrei verið tekin inn í klúbbinn. Hún boðaði til mótmæla og náði að vekja máls á umræðunni, án teljanlegs árangurs þó. Golf 4.4.2012 09:00 Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Körfubolti 4.4.2012 08:00 Afar mikilvægur leikur Íslenska kvennalandsliðið sækir Belgíu heim í dag í afar mikilvægum leik í undankeppni EM. Fótbolti 4.4.2012 07:00 Masters 2012: Eftirvænting – og spenna Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og því ríkir mikil eftirvænting bæði hjá leikmönnum sem og áhorfendum um hvernig kylfingar koma inn í nýtt tímabil. Umgjörðin hér í Augusta er þannig að allt snýst um mótið þessa viku og það er nánast hægt að skera andrúmsloftið því spennan er svo mikil hér í bænum. Hér tala margir um einvígi á milli Tigers Woods og Rory McIlroy þar sem þeir eru taldir heitustu kylfingarnir í dag. Golf 4.4.2012 06:00 Stórkostlegt sjálfsmark í Írlandi Shelbourne tapaði sínum fyrsta leik í írsku deildinni á dögunum og í tapleiknum skoraði liðið eitt slysalegasta sjálfsmark síðari tíma. Fótbolti 3.4.2012 23:30 Elsti stuðningsmaður Inter er níu árum eldri en félagið Það var glatt á hjalla í afmælisveislu elsta núlifandi stuðningsmanns Inter sem er níu árum eldri en félagið sjálft. Fótbolti 3.4.2012 22:45 Barcelona og Bayern áfram | Þáttur Þorsteins J. í heild sinni Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu en þá komust Barcelona og Bayern München áfram í undanúrslit keppninnar. Fótbolti 3.4.2012 22:43 Guardiola: Hárréttur dómur "Þegar menn gera sig sekan um peysutog inn í teignum á að dæma vítaspyrnu,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona, eftir 3-1 sigur sinna manna á AC Milan í kvöld. Fótbolti 3.4.2012 22:34 Atli hættir með Akureyri eftir tímabilið Atli Hilmarsson mun hætta að þjálfa lið Akureyrar í N1-deild karla eftir tímabilið. Liðið mætir FH í undanúrslitum úrslitakeppninnar sem hefst síðar í mánuðinum. Handbolti 3.4.2012 22:23 Sautján leikmenn fara til Króatíu Guðmundur Guðmundsson valdi í kvöld sautján leikmenn í íslenska landsliðið sem fara nú til Króatíu til að taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum. Handbolti 3.4.2012 22:15 Zlatan: Seinna vítið eyðilagði leikinn Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður AC Milan, var ekki ánægður með dómgæsluna í leik sinna manna gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Börsungar unnu 3-1 sigur en fengu tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik. Sigurinn tryggði Barcelona sæti í undanúrslitum keppninnar. Fótbolti 3.4.2012 22:03 Ólafur: Verðum að strika þennan leik út Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu. Handbolti 3.4.2012 21:50 Raikkönen segir Lotus skorta heppni Kimi Raikkönen segir Lotus liðið og vinnuveitendur sína hafa það sem þarf til að taka þátt í toppbáráttunni í ár. Fyrstu tvö mótin hafa hins vegar verið erfið fyrir liðið. Formúla 1 3.4.2012 20:00 Sunnudagsmessan: Hjörvar með góð ráð til markvarða Hjörvar Hafliðason brá sér í þjálfarahlutverkið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar fór hann yfir nokkur atriði sem markverðir þurfa að hafa á hreinu og Hjörvar sýndi góða takta enda er hann þaulreyndur markvörður sjálfur. Enski boltinn 3.4.2012 19:30 Edda í byrjunarliði Íslands gegn Belgíu Edda Garðarsdóttir fer beint aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla. Ísland mætir Belgum ytra í undankeppni EM 2012 á morgun. Íslenski boltinn 3.4.2012 19:02 Fyrsti landsleikur Óla Stefáns og Snorra Steins í 296 daga Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru aftur komnir inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta og verða í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið tekur á móti Norðmönnum í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er eini undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana sem fer fram í Króatíu um páskana. Handbolti 3.4.2012 17:45 AGK búið að selja 17 þúsund miða á Barcelona-leikinn á Parken Það verður örugglega mikið fjör á Parken í Kaupmannahöfn 20. apríl næstkomandi þegar AG Kaupmannahöfn tekur á móti Barcelona í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Handbolti 3.4.2012 17:15 Mourinho: Ég ætla ekki að horfa á leik Barcelona og AC Milan Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag að hann ætlaði ekki að horfa á leik Barcelona og AC Milan í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin mætast á Camp Nou í kvöld. AC Milan og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum og því mikil spenna fyrir leik kvöldsins. Fótbolti 3.4.2012 16:45 Benitez ætlar að bíða eftir rétta starfinu Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Inter Milan í árslok 2010 og er hann jafnan orðaður við öll störf sem losna í bestu deildunum í Evrópu. Spánverjinn ætlar að bíða þolinmóður eftir rétta starfinu. Fótbolti 3.4.2012 16:30 « ‹ ›
Gerrard og Rooney hafa oftast fengið verðlaunin sem Gylfi fékk Steven Gerrard hjá Liverpool og Wayne Rooney hjá Manchester United hafa oftast verið kosnir leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni eða fimm sinnum hvor. Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni til að vera kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en enginn þótti standa sig betur í mars en Gylfi. Enski boltinn 4.4.2012 14:15
Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City, hefur verið valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi spilaði frábærlega með nýliðunum í mars. Þetta er mikill heiður fyrir íslenska landsliðsmanninn sem er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun. Enski boltinn 4.4.2012 14:00
Mancini um David Silva: Bara eðlilegt að menn taki smá dýfur Roberto Mancini, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann hafi smá áhyggjur af leikformi Spánverjans David Silva sem hefur ekki verið svipur hjá sjón í undanförnum leikjum liðsins. Fyrir vikið hefur Manchester City misst nágranna sína fram úr sér. Enski boltinn 4.4.2012 13:30
Maradona vill sjá tengdasoninn fara til Real Madrid Diego Maradona er afar hrifinn af þeim plönum að Sergio Agüero, framherji Manchester City, snúi aftur í spænska boltann og gangi til liðs við Real Madrid. Agüero er eiginmaður dóttur Maradona og karlinn ætti því að hafa einhver ítök í stráknum. Enski boltinn 4.4.2012 13:00
Antonio Valencia: 13 stoðsendingar í síðustu 14 leikjum Antonio Valencia hefur spilað frábærlega með Manchester United síðustu mánuði og á mikinn þátt í því að liðið er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Valencia skoraði fyrra marið og lagði upp það síðara í 2-0 sigri á Blackburn á mánudagskvöldið. Enski boltinn 4.4.2012 12:30
Masters 2012: Hnífjöfn barátta milli Tigers og Rory Það hefur sjaldan ríkt eins mikil eftirvænting fyrir fyrsta risamót ársins í golfi enda margir líklegir til þess að gera atlögu að titlinum. Veðbankar eru flestir með Tiger Woods sem líklegan sigurvegara en ungstirnið Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er einnig ofarlega á þeim lista. Ekki má gleyma Englendingunum Luke Donald og Lee Westwood en þeir eru í hópi þeirra sem hafa aldrei náð að sigra á risamóti á ferlinum. Golf 4.4.2012 12:00
Van Persie: Var ekki viss um að ég gæti þetta Robin van Persie, framherji Arsenal, hefur farið á kostum með liðinu síðan að stjórinn Arsene Wenger færði hann framar á völlinn þegar Emmanuel Adebayor yfirgaf félagið. Enski boltinn 4.4.2012 11:15
Ramires: Allt Roberto Di Matteo að þakka Ramires, miðjumaður Chelsea segir að uppkoma liðsins að undanförnu sé nýja stjóranum Roberto Di Matteo að þakka en hann tók við liðinu þegar André Villas-Boas var rekinn eftir aðeins átta mánuði í starfi. Fótbolti 4.4.2012 10:45
Troðslustelpan og félagar töpuðu ekki leik í vetur | Baylor meistari Brittney Griner og félagar hennar í Baylor tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn í kvennaháskólakörfuboltanum í nótt þegar þær unnu 19 stiga sigur á Notre Dame í úrslitaleiknum. Baylor vann alla 40 leiki tímabilsins og varð sjöunda kvennaliðið sem nær því en það fyrsta síðan að liðin fóru að leika 40 leiki. Körfubolti 4.4.2012 10:15
Sanchez: Kona í stjórastól í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára Lawrie Sanchez, fyrrum leikmaður Wimbledon og fyrrum þjálfari norður-írska landsliðsins, sér fyrir sér að kona verði tekin við stjórastöðu hjá liði í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Enski boltinn 4.4.2012 09:45
NBA: LeBron með 41 stig í sigri Miami Heat LeBron James var öflugur þegar Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigri á Philadelphia 76ers í nótt. Kobe Bryant skoraði mikilvægan þrist í blálokin á sigri Los Angeles Lakers á New Jersey Nets, Orlando Magic tapaði fjórða leiknum í röð og San Antonio Spurs vann áttunda leikinn sinn í röð. Körfubolti 4.4.2012 09:15
Masters 2012: Fær kona loksins inngöngu í klúbbinn? Öðru hverju hefur umræðan um skort á kvenfólki í Augusta National-klúbbnum skotið upp kollinum. Fyrir níu árum gerði Martha Burke, formaður Alþjóðasamtaka kvenna (NOW), alvarlegar athugasemdir við þá staðreynd að kona hefði aldrei verið tekin inn í klúbbinn. Hún boðaði til mótmæla og náði að vekja máls á umræðunni, án teljanlegs árangurs þó. Golf 4.4.2012 09:00
Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Körfubolti 4.4.2012 08:00
Afar mikilvægur leikur Íslenska kvennalandsliðið sækir Belgíu heim í dag í afar mikilvægum leik í undankeppni EM. Fótbolti 4.4.2012 07:00
Masters 2012: Eftirvænting – og spenna Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og því ríkir mikil eftirvænting bæði hjá leikmönnum sem og áhorfendum um hvernig kylfingar koma inn í nýtt tímabil. Umgjörðin hér í Augusta er þannig að allt snýst um mótið þessa viku og það er nánast hægt að skera andrúmsloftið því spennan er svo mikil hér í bænum. Hér tala margir um einvígi á milli Tigers Woods og Rory McIlroy þar sem þeir eru taldir heitustu kylfingarnir í dag. Golf 4.4.2012 06:00
Stórkostlegt sjálfsmark í Írlandi Shelbourne tapaði sínum fyrsta leik í írsku deildinni á dögunum og í tapleiknum skoraði liðið eitt slysalegasta sjálfsmark síðari tíma. Fótbolti 3.4.2012 23:30
Elsti stuðningsmaður Inter er níu árum eldri en félagið Það var glatt á hjalla í afmælisveislu elsta núlifandi stuðningsmanns Inter sem er níu árum eldri en félagið sjálft. Fótbolti 3.4.2012 22:45
Barcelona og Bayern áfram | Þáttur Þorsteins J. í heild sinni Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu en þá komust Barcelona og Bayern München áfram í undanúrslit keppninnar. Fótbolti 3.4.2012 22:43
Guardiola: Hárréttur dómur "Þegar menn gera sig sekan um peysutog inn í teignum á að dæma vítaspyrnu,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona, eftir 3-1 sigur sinna manna á AC Milan í kvöld. Fótbolti 3.4.2012 22:34
Atli hættir með Akureyri eftir tímabilið Atli Hilmarsson mun hætta að þjálfa lið Akureyrar í N1-deild karla eftir tímabilið. Liðið mætir FH í undanúrslitum úrslitakeppninnar sem hefst síðar í mánuðinum. Handbolti 3.4.2012 22:23
Sautján leikmenn fara til Króatíu Guðmundur Guðmundsson valdi í kvöld sautján leikmenn í íslenska landsliðið sem fara nú til Króatíu til að taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum. Handbolti 3.4.2012 22:15
Zlatan: Seinna vítið eyðilagði leikinn Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður AC Milan, var ekki ánægður með dómgæsluna í leik sinna manna gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Börsungar unnu 3-1 sigur en fengu tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik. Sigurinn tryggði Barcelona sæti í undanúrslitum keppninnar. Fótbolti 3.4.2012 22:03
Ólafur: Verðum að strika þennan leik út Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu. Handbolti 3.4.2012 21:50
Raikkönen segir Lotus skorta heppni Kimi Raikkönen segir Lotus liðið og vinnuveitendur sína hafa það sem þarf til að taka þátt í toppbáráttunni í ár. Fyrstu tvö mótin hafa hins vegar verið erfið fyrir liðið. Formúla 1 3.4.2012 20:00
Sunnudagsmessan: Hjörvar með góð ráð til markvarða Hjörvar Hafliðason brá sér í þjálfarahlutverkið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar fór hann yfir nokkur atriði sem markverðir þurfa að hafa á hreinu og Hjörvar sýndi góða takta enda er hann þaulreyndur markvörður sjálfur. Enski boltinn 3.4.2012 19:30
Edda í byrjunarliði Íslands gegn Belgíu Edda Garðarsdóttir fer beint aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla. Ísland mætir Belgum ytra í undankeppni EM 2012 á morgun. Íslenski boltinn 3.4.2012 19:02
Fyrsti landsleikur Óla Stefáns og Snorra Steins í 296 daga Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru aftur komnir inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta og verða í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið tekur á móti Norðmönnum í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er eini undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana sem fer fram í Króatíu um páskana. Handbolti 3.4.2012 17:45
AGK búið að selja 17 þúsund miða á Barcelona-leikinn á Parken Það verður örugglega mikið fjör á Parken í Kaupmannahöfn 20. apríl næstkomandi þegar AG Kaupmannahöfn tekur á móti Barcelona í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Handbolti 3.4.2012 17:15
Mourinho: Ég ætla ekki að horfa á leik Barcelona og AC Milan Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag að hann ætlaði ekki að horfa á leik Barcelona og AC Milan í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin mætast á Camp Nou í kvöld. AC Milan og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum og því mikil spenna fyrir leik kvöldsins. Fótbolti 3.4.2012 16:45
Benitez ætlar að bíða eftir rétta starfinu Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Inter Milan í árslok 2010 og er hann jafnan orðaður við öll störf sem losna í bestu deildunum í Evrópu. Spánverjinn ætlar að bíða þolinmóður eftir rétta starfinu. Fótbolti 3.4.2012 16:30