Handbolti

Ólafur: Verðum að strika þennan leik út

Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar
Ólafur á ferðinni í kvöld.
Ólafur á ferðinni í kvöld. mynd/valli
Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu.

"Ég hefði gjarnan viljað betri leik hjá okkur hér í kvöld," sagði Ólafur ekki alveg nógu sáttur.

"Við vorum rólegir í gang og svo komu nokkrir góðir kaflar en það var ekki mikið. Við verðum að strika þennan leik út. Þetta verður eitthvað annað á föstudag og laugardag.

"Vörnin verður samt auðvitað að smella hjá okkur. Mér finnst að við eigum að taka þetta lið með svona sex mörkum en við gleymum þessu bara. Það sem máli skiptir eru leikirnir á föstudag og laugardag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×