Sport

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - KR 94-76 | Íslandsmeistarnir steinlágu

Þórsarar fóru á kostum í Icelandic Glacial höllinni í kvöld í vörn sem sókn, unnu 18 stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 94-76, og jöfnuðu undanúrslita einvígi liðanna í 1-1. Nýliðarnir hafa unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninin og urðu jafnframt fyrstir til að vinna Íslandsmeistara KR í úrslitakeppninni í ár.

Körfubolti

Innkaupalistinn hjá Chelsea | Roman ætlar að eyða 50 milljörðum

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, gerir sér fulla grein fyrir því að hann þarf að endurnýja leikmannahópinn hjá Chelsea fyrir næsta tímabil. Daily Mail slær því upp að rússneski eigandinn sé tilbúinn í að eyða 247 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar en það gera um 50 milljarðar íslenskra króna.

Enski boltinn

Fylkir samdi við írskan varnarmann

Írski varnarmaðurinn David Elebert gekk í dag til liðs við Fylki eftir að hafa staðist læknisskoðun nú síðdegis. Hann er 26 ára varnarmaður sem býr yfir talsverðri reynslu úr skosku úrvalsdeildinni.

Íslenski boltinn

Umræða um Iceland-Express deildina í Boltanum | Svali fór yfir stöðuna

Svali Björgvinsson körfuboltasérfræðingur var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu. Þar fór Svali yfir undanúrslitin hjá körlunum í körfunni sem og einvígi Njarðvíkur og Hauka í kvennaflokki. Þór tekur á móti Íslandsmeistaraliði KR í undanúrslitum karla í kvöld en staðan er 1-0 fyrir KR. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15.

Körfubolti

Comolli rekinn frá Liverpool

Damien Comolli er hættur störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í morgun en fullyrt er í enskum fjölmiðlum að óánægja ríki um hans stör fá leikmannamarkaðnum.

Enski boltinn

Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag.

Körfubolti

Drekinn auglýsir eftir Miðjunni

Þór frá Þorlákshöfn fær tækifæri til þess að jafna einvígið gegn KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld. Þá þurfa KR-ingar að mæta í Iceland Glacial-höllina sem er gríðarmikið vígi.

Körfubolti

Möguleiki á rigningu og óvæntum úrslitum í Kína

Um helgina fer kínverski kappaksturinn fram í Shanghai. Brautin var, eins og sú sem keppt var á síðast í Malasíu, hönnuð af brautahönnuðinum Herman Tilke. Hér var fyrst keppt árið 2004. Þá ók Rubens Barrichello Ferrar bíl sínum fyrstur yfir endalínuna.

Formúla 1

Breno kærður fyrir íkveikju

Varnarmaðurinn Breno, sem er á mála hjá Bayern München í Þýskalandi, hefur verið kærður fyrir íkveikju. Verði hann sakfelldur á hann von á að verða dæmdur til fangelsisvistar.

Fótbolti

Mynt grýtt í Podolski

Áhorfandi á leik Mainz og Kölnar í þýsku úrvalsdeildinni í gær kastaði smápening í höfuð sóknarmannsins Lukas Podolski.

Fótbolti