Handbolti

Þórir fékk nýjan samning - með norsku stelpurnar fram yfir Río 2016

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Mynd/AFP
Þórir Hergeirsson, þjálfari Heims- og Evrópumeistara Noregs, hefur framlengt samning sinn við norska handboltasambandið og mun stýra norska kvennalandsliðið fram yfir Ólympíuleikana í Ríó 2016.

Þórir tók við norska liðinu af Marit Breivik árið 2009 og hefur síðan unnið verðlaun á þremur stórmótum í röð - brons á HM 2009, gull á EM 2010 og gull á HM 2011. Mia Hermansson Högdahl verður áfram aðstoðarþjálfari Þóris en hún hefur unnið með honum í mörg ár.

Þórir hefur starfað fyrir norska handboltasambandið síðan 1994 en hann var fyrstu sjö árin að þjálfa yngri kvennalandsliðin. Hann var síðan aðstoðarmaður Marit Breivik í átta ár þar til að hann tók við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×