Sport

Umfjöllun og viðtöl: Nýliðar Þórs slógu Íslandsmeistaralið KR út

Nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir 83-80 sigur gegn Íslandsmeistaraliði KR í kvöld. Þetta var þriðji sigur Þórsara í einvíginu sem endaði 3-1. Þór leikur gegn Stjörnunni eða Grindavík í úrslitum en staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir Grindavík.

Körfubolti

Drogba sá um Evrópumeistarana

Didier Drogba var hetja Chelsea þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Barcelona, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

AC Milan vill fá Kagawa og Kolarov

Það verða hugsanlega asísk áhrif í leik AC Milan á næstu leiktíð því félagið er með Japanann Shinji Kagawa í sigtinu en leikmaðurinn hefur slegið í gegn hjá Borussia Dortmund.

Fótbolti

Verður liðið hans Jordans það lélegasta í sögu NBA deildarinnar?

Charlotte Bobcats er á góðri leið með að slá met í NBA deildinni sem ekkert lið vill eiga. Bobcats, sem er í eigu Michael Jordan, er aðeins með 10,6% vinningshlutfall í deildarkeppninni í vetur og er það slakasti árangur allra tíma. Það eru aðeins sex leikir eftir hjá Charlotte Bobcats á leiktíðinni og ef liðið tapar þeim öllum þá slær það met sem er í eigu Philadelphia 76ers frá tímabilinu 1972-1973 þegar liðið var með aðeins 11% vinningshlutfall.

Körfubolti

Lampard: Við hræðumst ekki Barcelona

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að það trufli liðið ekki neitt að vera litla liðið í rimmunni gegn Barcelona en fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld.

Fótbolti

Heimir Guðjóns: Chelsea verður að vinna í kvöld

Chelsea tekur á móti Barcelona á Stamford Bridge í dag í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og Fréttablaðið fékk Heimi Guðjónsson, þjálfara FH og sérfræðing Stöðvar 2 Sport, til að spá í leikinn.

Fótbolti

Haukar vinna á vörn og markvörslu

Seinni undanúrslitaviðureignin í N1-deild karla hefst í kvöld þegar HK sækir deildarmeistara Hauka heim. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Fram, til þess að spá í spilin.

Handbolti

Þórsarar eru engir venjulegir nýliðar

Þórsarar úr Þorlákshöfn halda áfram að skrifa söguna á sínu fyrsta ári í úrslitakeppni karla en þeir eru komnir í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Í kvöld er sæti í lokaúrslitunum í boði þegar KR-ingar þurfa að berjast fyrir lífi sínu í Icelandic Glacial-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti

Skoraði sjálfsmark frá miðju

Ante Kulusic, leikmaður Genclerbirligi í Tyrklandi, er aldrei þessu vant í fjölmiðlum. Ástæðan er algjörlega ótrúlegt sjálfsmark sem hann skoraði.

Fótbolti

Meistaradeildin: Umfjöllun um leik FC Bayern og Real Madrid

Þýska liðið FC Bayern München landaði góðum 2-1 sigri gegn spænska liðinu Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Staða FC Bayern er því góð fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd. Þorsteinn J fór yfir gang mála í leiknum í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport með sérfræðingum þáttarins, Reyni Leóssyni og Pétri Marteinssyni.

Fótbolti

Reading komið upp í ensku úrvalsdeildina - Brynjar Björn á heimleið

Reading tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir 1-0 heimasigur á Nottingham Forest. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og sá fjórtándi í sextán leikjum frá því í lok janúar. Reading er með 88 stig og átta stigum meira en West Ham sem situr í þriðja sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Enski boltinn

Button telur Mercedes nýja ógn við McLaren

Nico Rosberg sótti sinn fyrsta sigur í Kína um helgina. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Mercedes-bílaframleiðandans í Formúlu 1 síðan 1955. Jenson Button, ökuþór McLaren, segist nú sannfærður um að Mercedes-liðið og Rosberg verði ógn í titilbaráttu McLaren.

Formúla 1

Cruyff hefur ekkert heyrt frá Liverpool

Johan Cruyff segir ekkert til í þeim fréttum að hann sé á leiðinni til Liverpool til að taka við starfi Damien Comolli sem yfirmaður knattspyrnumála félagsins. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Cruyff væru á óskalista Liverpool.

Enski boltinn

Morosini fékk heiðurslíkfylgd um heimavöll Livorno

Liðsfélagar Piermario Morosini og þúsundir stuðningsmanna Livorno minntust hans í dag þremur dögum eftir að hann fékk hjartaáfall og lést í miðjum leik Livorno og Pescara í ítölsku b-deildinni. Morosini verður jarðsunginn á morgun í heimabæ sínum Bergamo.

Fótbolti