Sport

Ewing gæti farið í vinnu hjá Jordan

Lélegasta lið allra tíma í NBA-deildinni, Charlotte Bobcats sem er í eigu Michael Jordan, er í leit að nýjum þjálfara og meðal þeirra sem koma til greina er fyrrum miðherji NY Knicks, Patrick Ewing.

Körfubolti

Enrique að hætta með Roma

Ítalska félagið Roma hefur staðfest að Spánverjinn Luis Enrique muni láta af störfum sem þjálfari félagsins í sumar eftir aðeins eitt ár í starfi.

Fótbolti

Berbatov líklega á leiðinni til Þýskalands

Nokkuð er síðan búlgarska framherjanum Dimitar Berbatov var gert það ljóst að hann yrði seldur frá Man. Utd í sumar. Leikmaðurinn er eðlilega ósáttur við það en vill engu að síður ekki spila með öðru félagi í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Vincent Kompany besti leikmaðurinn - Pardew stjóri ársins

Alan Pardew, stjóri Newcastle United, hefur verið valinn besti stjóri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið maðurinn á bak við frábært gengi Newcastle í vetur. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var við sama tækifæri kosinn besti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili.

Enski boltinn

CSKA Moskva komst í úrslitaleikinn eftir æsispennandi leik

Rússneska félagið CSKA Moskva tryggði sér sæti í úrslitaleik Euroleague eftir 66-64 sigur á gríska liðinu Panathinaikos í fyrri undanúrslitaleik keppninnar en úrslitahelgin fer fram í Istanbul í Tyrklandi. CSKA Moskva mætir annaðhvort Olympiacos eða Barcelona í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn stendur nú yfir og er í beinni á Sporttv.is

Körfubolti

Newcastle á eftir Elia

Hollendingurinn Eljero Elia hefur farið fram á að losna frá Juventus og nú þegar eru lið farin að bera víurnar í hann. Hann gæti spilað áfram í röndóttu því Newcastle er eitt þeirra liða sem hefur áhuga á honum.

Enski boltinn

Solbakken tekur við Úlfunum

Úlfarnir eru búnir að finna stjóra til þess að stýra liðinu í B-deildinni næsta vetur. Norðmaðurinn Stale Solbakken hefur verið ráðinn nýr stjóri.

Enski boltinn

Pistill: Mætum á leiki hjá afrekskonunum okkar

Grasið er orðið grænt og sumarið er á næsta leiti. Á sunnudaginn rúllar kvennaboltinn af stað með fimm leikjum í Pepsi deildinni. Bestu knattspyrnukonur landsins munu þá mætast á Akureyri, í Vestmannaeyjum, Kópavogi, Mosfellsbæ og í fyrsta sinn á Selfossi.

Íslenski boltinn

Atli tryggði FH-ingum þrjú stig - myndir

FH-ingar unnu fyrsta sigur sinn í sumar þegar þeir unnu 1-0 sigur á Fram í Kaplakrikanum í kvöld en það var Atli Guðnason sem skoraði eina mark leiksins undir lok leiksins. Framarar eru þar með áfram stiga- og markalausir á botni Pepsideildarinnar.

Íslenski boltinn