Handbolti

Björgvin Páll í markið í seinni hálfleik og Magdeburg vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Nordicphotos/Bongarts
Björgvin Páll Gústavsson og félagar hans í Magdeburg héldu áfram góðu gengi sínu á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á MT Melsungen, 28-25.

Björgvin Páll byrjaði leikinn á bekknum og fékk aðeins að reyna sig við tvö vítaskot í fyrri hálfleiknum sem Magdeburg tapaði 12-14.

Bjögvin Páll byrjaði aftur á móti seinni hálfleikinn, kom sterkur inn og varði 7 af 18 skotum sem hann fékk á sig í hálfleiknum. Magdeburg snéri um leið leiknum sér í hag, vann seinni hálfleikinn 16-11 og þar með leikinn með þremur mörkum.

Magdeburg hefur ekki tapað heimaleik síðan í lok nóvember og hefur alls náð í 19 af 20 mögulegum stigum í síðustu tíu heimaleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×