Sport

Tvær frá Pittsburgh Panthers til KR

Bandarísku leikmennirnir Liz Carroll og Katelyn Ruhe komu til landsins í gær en þær ætla að spila með KR í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þær Liz og Katelyn léku þó ekki gegn Selfossi í gær enda ekki komnar með leikheimild. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Íslenski boltinn

Redknapp: Scott Parker gæti misst af EM í sumar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, óttast það að hásinarmeiðsli Scott Parker gætu kostað hann Evrópumótið í sumar. Parker missti af leik Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en liðið tryggði sér þá fjórða sætið í deildinni með 2-0 sigri á Fulham.

Enski boltinn

Leikmaður Stabæk fannst látinn á byggingarsvæði

Tor-Marius Gromstad, tuttugu og tveggja ára leikmaður Stabæk í norsku úrvalsdeildinni, fannst látinn í morgun á byggingarsvæði í Osló. Hans hafði verið saknað frá því á laugardagsmorgun eftir að hann yfirgaf heimili bróður síns.

Fótbolti

Kompany: Hungraður í fleiri titla

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, hefur þegar sett stefnuna á að vinna fleiri titla en City tryggði sér enska meistaratitilinn í gær í fyrsta sinn í 44 ár. City tryggði sér titilinn með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma og varð enskur meistari á markatölu.

Enski boltinn

Kuchar vann Players-meistaramótið í golfi - fær 217 milljónir

Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið.

Golf

Margrét Lára á förum frá Turbine Potsdam

Flest bendir til þess að landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir sé á leið frá þýska félaginu Turbine Potsdam. Markadrottningin er orðuð við sitt gamla félag Kristianstad í Kristianstadsbladed í dag.

Fótbolti