Handbolti

Flottur útisigur hjá Hannover

Hannes Jón er að spila vel.
Hannes Jón er að spila vel.
Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf vann góðan útisigur á Hildesheim í dag og reif sig um leið frá liðunum í botnsætunum.

Lokatölur 24-29 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14-14.

Íslendingarnir í Hannover stóðu sig vel líkt og oftast. Hannes Jón Jónsson hefur farið mikinn í síðustu leikjum og hann átti aftur góðan dag og skoraði fjögur mörk.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk og Vignir Svavarsson eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×