Sport

Leitin að nýjum stjóra Liverpool á byrjunarstigi

Eigendur Liverpool ráku í gær Kenny Dalglish en eiga enn langt í land að finna næsta knattspyrnustjóra félagsins. Stjórnarformaðurinn Tom Werner og aðaleigandinn John W Henry eru byrjaðir að leita að fjórða stjóra Liverpool á tveimur árum og margir koma enn til greina samkvæmt frétt BBC.

Enski boltinn

Íslenska markametið féll á jöfnu

Íslenskir leikmenn skoruðu sextán mörk á nýloknu tímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og jöfnuðu þar með tíu ára markamet íslenskra leikmanna í bestu deild í heimi. Heiðar Helguson og Gylfi Þór Sigurðsson fóru á kostum með nýliðunum og skoruðu báði

Enski boltinn

Amare Stoudemire skráði sig í skóla í Miami

Þetta var erfitt tímabil fyrir Amare Stoudemire í NBA-deildinni í körfubolta og hann kórónaði það með því að missa af leik með New York Knicks í úrslitakeppninni eftir að hafa barið hendinni í slökkvitæki í svekkelski eftir einn tapleikinn á móti Miami Heat.

Körfubolti

Hvert mark FH-inga er 2,3 stiga virði

FH-ingar hafa aðeins skorað þrjú mörk í fyrstu þremur umferðunum í Pepsi-deild karla í fótbolta en eru engu að síður í öðru sæti deildarinnar með sjö stig af níu mögulegum. Það hafa sjö lið skorað fleiri mörk en FH í sumar en aðeins Skagamenn hafa fengið fleiri stig.

Íslenski boltinn

Rut og Þórey nálgast bronsið

Þórey Rut Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir skoruðu sitt markið hvor þegar að lið þeirra, Team Tvis Holstebro, vann fyrri leikinn gegn Midtjylland um bronsverðlaun dönsku úrvalsdeildarinnar.

Handbolti

Vignir í fjórtán daga bann

Vignir Svavarsson hefur verið dæmdur í tveggja vikna bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Hannover-Burgdorf og Eintracht Hildesheim um helgina.

Handbolti

Fyrsta þrenna KR-ings úr vítum

Kjartan Henry Finnbogason endurskrifaði glæsilega sögu KR á KR-vellinum í gær þegar hann skoraði þrennu af vítapunktinum í 3-2 sigri á ÍBV í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Ólafur Brynjar Halldórsson, tölfræðingur KR-inga, hefur komist að því að þetta sé fyrsta þrenna KR-ings úr vítum í efstu deild. Þ:etta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Íslenski boltinn

Jamie Mackie búinn að framlengja samning sinn við QPR

Jamie Mackie, framherji Queens Park Rangers og liðsfélagi Heiðars Helgusonar, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið og er nú samningsbundinn Lundúnafélaginu til sumarsins 2015. Mackie skoraði sjö mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni þar á meðal "næstum því" sigurmarkið á móti Manchester City í lokaumferðinni.

Enski boltinn

Pepsi-deild kvenna: Katrín raðar inn mörkum í miðjum prófum

Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði frábærlega með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna um liðna helgi. Hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í 1. umferðinni. Það er skammt stórra högga á milli hjá Katrínu því hún þreytir þessa dagana stúdentspróf í MR.

Íslenski boltinn