Sport

Sir Alex fluttur á sjúkrahús

The Sun segir frá því að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi verið fluttur á sjúkrahús í Glasgow í gærkvöldi eftir að hafa fengið svakalegar blóðnasir. Ferguson er orðinn sjötugur en hann var í Glasgow í tilefni af 40 ára afmælis sigurs Rangers í Evrópukeppni bikarhafa árið 1972.

Enski boltinn

Vaz Te skaut West Ham upp í úrvalsdeildina

Ricardo Vaz Te tryggði West Ham 2-1 sigur á Blackpool í dag í úrslitaleik umspilsins um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurmarkið kom þremur mínútum fyrir leikslok. Vaz Te kom til West Ham í janúarglugganum og hefur raðað inn mörkum en ekkert þeirra var jafn mikilvægt og markið hans á Wembley í dag.

Enski boltinn

NBA: Lakers minnkaði muninn og Philadelphia jafnaði

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jókst spennan í báðum einvígum. Philadelphia 76 ers lét ekki slæma byrjun slá sig út af laginu og vann Boston Celtics 92-83 og þá tókst Los Angeles Lakers að enda sex leikja sigurgöngu Oklahoma City og minnka muninn í 2-1.

Körfubolti

Búinn að verja víti sex sumur í röð

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslandsmeistara KR, var hetja sinna manna í 3. umferð Pepsi-deildar karla þegar hann varði víti frá Matt Garner í uppbótartíma og sá til þess að KR vann leikinn 3-2 og þar með sinn fyrsta deildarsigur í sumar.

Íslenski boltinn

Dekkin gera leikinn lotterí

Eigandi Red Bull orkudrykkjaframleiðandans, Dietrich Mateschitz, segir frábært upphaf Formúlu 1 vertíðarinnar hafa snúið keppninni upp í lotterí fyrir liðin. Umdeild Pirelli-dekkin eru þar helsti áhrifavaldur.

Formúla 1

Hamann: Bayern mun ekki ráða við Drogba

Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Bayern München, Liverpool og þýska landsliðsins, spáir því að Chelsea vinni Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun og ástæðan fyrir því sé Didier Drogba.

Fótbolti

Pepsi-mörkin extra: Kjartan Henry kennir Hjörvari hvernig á að taka víti

Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti leikmaður Pepsideildar karla að loknum þremur umferðum. Framherjinn úr KR skoraði þrennu í 3-2 sigri gegn ÍBV í síðustu umferð og öll mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum. Hann er sá fyrsti sem nær slíkri þrennu í efstu deild. Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport brá sér í Frostaskjólið og fékk Kjartan til þess að fara yfir það hvernig best er að taka vítaspyrnur.

Íslenski boltinn

Park: Ég vil klára ferilinn hjá United

Það bendir flest til þess að Ji-Sung Park sé á leiðinni frá Manchester United þótt að hann vilji sjálfur spila áfram með liðinu. Park á eitt ár eftir af samningi sínum en nýjustu sögusagnirnar eru að hann verði skiptimynt í kaupum United á Sjinji Kagawa hjá Dortmund.

Enski boltinn

Leikurinn um Samfélagsskjöldinn fer fram á Villa Park

Leikur Englandsmeistara Manchester City og bikarmeistara Chelsea um Samfélagsskjöldinn í haust mun ekki fara fram á Wembley heldur á Villa Park í Birmingham. Leikurinn á að fara fram 12. ágúst eða daginn eftir að úrslitaleikurinn í fótboltakeppni Ólympíuleikanna fer fram á Wembley.

Enski boltinn

Fyrsti lax ársins kom úr Soginu í morgun

Fyrsti lax veiðisumarsins 2012 var dreginn á land í Bíldsfelli í Soginu í morgun. Að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur var það Smári Þorvaldsson sem veiddi grálúsuga 78 sentímetra hrygnu.

Veiði

Meistaradeildin: Geir spáir Bayern sigri

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, er staddur í München í Þýskalandi þar sem hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun á Stöð 2 Sport en þar mætast Bayern München og Chelsea. Hörður hitti Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og ræddi við hann um leikinn.

Fótbolti

Bandaríska kvennadeildin í fótbolta lögð endanlega niður

Nú er útséð með framtíð bandarísku kvennadeildarinnar í fótbolta en forráðamenn deildarinnar hafa ákveðið að leggja deildina endanlega niður. 2012-tímabilið var flautað af í janúar en bundnar voru vonir við að deildin yrði endurvakin á næsta ári en svo verður ekki.

Fótbolti

Rekinn eftir aðeins 57 daga í starfi

Krassimir Balakov entist ekki lengi í starfi hjá þýska liðinu Kaiserslautern en hann var rekinn í dag þrátt fyrir að hafa bara tekið við liðinu fyrir 57 dögum. Kaiserslautern féll úr þýsku úrvalsdeildinni á dögunum.

Fótbolti

Roger Milla rekinn úr stöðu heiðursforseta

Roger Milla, stjarna Kamerún á HM á Ítalíu 1990 og elsta leikmaðurinn sem hefur skoraði í úrslitakeppni HM í fótbolta, er ekki lengur heiðursforeti knattspyrnusambands Kamerún. Hann hefur verið rekinn eftir að hafa gagnrýnt forráðamenn sambandsins harkalega í þó nokkurn tíma.

Fótbolti