Sport

Tevez kemst ekki í argentínska landsliðið

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, er ekki nógu góður til að komast í argentínska landsliðið fyrir leik í undankeppni HM í næsta mánuði. Alejandro Sabella, þjálfari Argentínu, valdi Tevez ekki í hópinn sinn fyrir leik á móti Ekvador.

Enski boltinn

Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus

Eins og veiðimenn vita hefur Jökla, sem nýtt svæði í veiðiflóru okkar Íslendinga, bætt sig ár frá ári. Mikinn hluta ársins er Jökla, eða Jökulsá á Dal, tær bergvatnsá, þó hún litist eftir að Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fyllist og yfirfallið kemur til sögunnar.

Veiði

NM unglinga í körfu: Einn leikur um gull og tveir leikir um brons

Í dag fer fram lokadagurinn á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem fer eins og venjulega fram í Solna í Svíþjóð. Þrjú af fjórum landsliðum Íslands eiga möguleika á verðlaunum þar af spila 18 ára strákarnir um gullið. Sextán ára strákarnir urðu að sætta sig við að lenda í fimmta og síðasta sætinu.

Körfubolti

Þórey og Rut rétt misstu af bronsinu

Íslensku landsliðskonunar Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir urðu í fjórða sæti með Tvis Holstebro í úrslitakeppni dönsku deildarinnar í handbolta þrátt fyrir 27-26 sigur á FC Midtjylland í gær. Þetta var seinni leikurinn í einvíginu um bronsið.

Handbolti

McManaman: Liverpool getur ekki lengur valið sér hvaða stjóra sem er

Steve McManaman, fyrrum stjarna Liverpool-liðsins, segir þá daga vera liðna þegar Liverpool gat valið sér hvaða stjóra sem er. Liverpool er þessa dagana að leita að eftirmanni Kenny Dalglish sem gerði liðið að deildarmeisturum í vetur en náði aðeins áttunda sætinu í ensku úrvalsdeildinni og var fyrir vikið látinn fara.

Enski boltinn

Chelsea vann Meistaradeildina - myndir

Chelsea-menn fögnuðu gríðarlega á Allianz Arena í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Chelsea vann þá þýska liðið Bayern München í vítakeppni eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Fótbolti

Cech fór í rétt horn í öllum sex vítum Bayern - varði þrjú

Ein af allra stærstu hetjum Chelsea í München í kvöld var tékkneski markvörðurinn Petr Cech sem átti magnaðan úrslitaleik og magnað tímabil í Meistaradeildinni. Cech varði þrjú víti Bæjara í leiknum, eitt í framlengingunni og tvö í vítakeppninni þar sem að hann fór í rétt horn í öllum spyrnum Bayern.

Fótbolti

Drogba: Þetta var skrifað í skýin fyrir löngu síðan

Didier Drogba var hetja Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í kvöld þegar Chelsea vann titilinn eftir sigur á Bayern í vítakeppni. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni.

Fótbolti

Frank Lampard: Drogba er hetjan okkar

Frank Lampard átti flottan leik á miðju Chelsea þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með því að vinna Bayern München í úrslitaleiknum á Allianz Arena í München.

Fótbolti

Chelsea vann Bayern í vítakeppni | Drogba og Cech voru hetjur liðsins

Chelsea vann Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Bayern München 4-3 í vítakeppni á þeirra eigin heimavelli á Allianz Arena í München. Didier Drogba og Petr Cech voru hetjur Chelsea í þessum leik. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Petr Cech varði aftur á móti víti Arjen Robben í framlengingunni og tók síðan tvö víti Bæjara í vítakeppninni.

Fótbolti

Cech: Ég mæti undirbúinn ef að það verður vítakeppni

Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, segist hafa unnið heimavinnu sína fyrir leikinn á móti Bayern München fari svo að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar endi í vítakeppni. Cech er viss um að Chelsea geti klárað leikinn í venjulegum leiktíma en hefur samt sem áður skoðað vel upptökur af vítum leikmanna Bayern.

Fótbolti

Gömlu liðsfélagar Eggerts unnu skoska bikarinn

Hearts tryggði sér skoska bikarinn í dag með ótrúlegum 5-1 sigri á Hibernian í úrslitaleik á Hampden Park en þarna voru tvö Edinborgarliðið að mætast. Eggert Gunnþór Jónsson lék með Hearts til áramóta þegar hann fór til enska liðsins Wolves. Hann náði því ekki að spila neinn bikarleik á tímabilinu.

Fótbolti

Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið

Snarhækkandi verð á villtum laxi á heimsmarkaði gerir erfiðara að kaupa upp netalagnir í íslenskum ám. Þetta má fræðast um í athyglisverðri grein Haraldar Eiríkssonar á vef Stangaveiðfélags Reykjavíkur, svfr.is.

Veiði

Þórir pólskur meistari í handbolta

Þórir Ólafsson og félagar í Vive Targi Kielce urðu nú áðan pólskir meistarar í handbolta eftir 27-25 sigur á Wisla Plock Ssa í þriðja leik lokaúrslitanna. Þórir var markahæstur í liði Kielce með sex mörk en liðið vann úrslitaeinvígið 3-0, fyrstu tvo leikina á heimavelli og svo þriðja leikinn á útivelli í dag.

Handbolti

Drogba ekki tilbúinn að segja að þetta sé síðasti leikurinn hans

Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur ekkert viljað tjá sig um hvort að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í München í kvöld, verði síðasta leikurinn hans með Chelsea. Drogba er orðinn 34 ára gamall, samningur hann við enska félagið rennur út í sumar og Chelsea hefur ekki viljað gera við hann tveggja ára samning eins og Drogba sækist eftir.

Fótbolti