Handbolti

Fimm mörk Kára ekki nóg á móti Hamburg - mikilvægt hjá Bergischer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Kristjánsson.
Kári Kristjánsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Kári Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir HSG Wetzlar þegar liðið tapaði 26-28 á heimavelli fyrir HSV Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Kári gaf sig ekki í lokin og skoraði tvö síðustu mörk Wetzlar í leiknum.

Wetzlar hefur aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum og staðan er ekki alltof góð í botnbaráttunni ekki síst þar sem að Bergischer HC náði í tvö dýrmæt stig í dag.

Rúnar Kárason skoraði 2 mörk fyrir Bergischer HC sem vann 28-25 sigur á Hüttenberg á heimavelli en þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir Rúnar og félaga.

Wetzlar er með 19 stig eða tveimur stigum meira en Bergischer HC og Hüttenberg sem eru jöfn með 17 stig. Nú eru tvær umferðir eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×