Handbolti

Þórey og Rut rétt misstu af bronsinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rut Jónsdóttir.
Rut Jónsdóttir. Mynd/Ole Nielsen
Íslensku landsliðskonunar Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir urðu í fjórða sæti með Tvis Holstebro í úrslitakeppni dönsku deildarinnar í handbolta þrátt fyrir 27-26 sigur á FC Midtjylland í gær. Þetta var seinni leikurinn í einvíginu um bronsið.

FC Midtjylland vann 52-51 samanlagt í leikjunum tveimur þar sem að liðið vann fyrri leikinn 26-24 á heimavelli sínum.

Tvis Holstebro var 10-12 undir í hálfleik en átti möguleika á því í lokin að tryggja sér þriggja marka sigur og þar með bronsið. Það tókst þó ekki því Midtjyland skoraði lokamark leiksins. Rut skoraði þrjú mörk í gær og Þórey Rósa var með eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×