Sport

Pepsimörkin: Markaregnið úr 4. umferð

Alls voru 18 mörk skoruð í fjórðu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu en umferðinni lauk í gærkvöld með tveimur leikjum. Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Markaregnið úr fjórðu umferð er aðgengilegt á sjónvarpshluta Vísis og tónlistin er frá bandarísku hljómsveitinni The Shins og lagið heitir Simple Song

Íslenski boltinn

NBA í nótt: Oklahoma sló út Lakers

Oklahoma City heldur áfram að gera það gott í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en liðið tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum Vesturdeildarinnar með því að slá LA Lakers úr leik.

Körfubolti

Grímseyjarlaxinn frægi fluttur norður

Stefnt er að því að opna Laxasetur Íslands á Blönduósi í júní. Þar verður margt áhugavert. Óperusöngkonan Kiri Te Kanawa segir veiðisögur og Grímseyjarlaxinn verður fluttur norður.

Veiði

Pistillinn: Vítaspyrnukeppni – algjör heppni?

"Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

Fótbolti

Hjálmar meiddist í jafnteflisleik

Hjörtur Logi Valgarðsson leysti meiddan Hjálmar Jónsson af hólmi eftir aðeins átta mínútur í kvöld. Þá gerði lið þeirra, IFK Göteborg, 1-1, jafntefli við GAIS.

Fótbolti

Di Resta í sigti Mercedes

Skotinn Paul di Resta er á radarnum hjá Mercedes-liðinu og gæti ekið fyrir liðið á næsta, ári ákveði Michael Schumacher að hætta í annað sinn á felinum.

Formúla 1

Darrell Flake til Þorlákshafnar

Þórsarar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi leiktíð en Darrell Flake hefur gengið til liðs við félagið. Þetta sagði Bendedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, við karfan.is.

Körfubolti

Torres: Mestu vonbrigði lífs míns

Fernando Torres hefur óskað eftir viðræðum við forráðamenn Chelsea um framtíð hans hjá félaginu. Hann segir að hafi verið erfitt að kyngja því að vera ekki í byrjunarliði Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Enski boltinn

Fjögur lið á eftir Hazard

Belgíski miðjumaðurinn Eden Hazard lék líklega sinn síðasta leik með Lille í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hefur verið orðaður við mörg stærstu lið Evrópu.

Enski boltinn

Lövgren lofar Ólaf og Alexander

Úrslitin í Meistaradeild Evrópu ráðast í Köln í Þýskalandi um helgina og hefur Svíinn Stefan Lövgren sagt sitt álit á mikilvægustu leikmönnum þeirra fjögurra liða sem þar keppa.

Handbolti

Frábær árangur hjá Guðrúnu Brá á Garðavelli

Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr GK náði frábærum árangri á Arion-bankamótaröð unglinga sem hófst um helgina á Garðavelli á Akranesi. Guðrún bætti vallarmetið á bláum teigum þegar hún lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún sigraði í flokki 17-18 ára en Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sigraði í piltaflokki 17-18 ára. Henning Darri Þórðarson úr Keili náði áhugaverðum árangri í flokki 14 ára yngri en hann lék hringina tvo á samtals -2.

Golf