Sport

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Breiðablik 0-2

Blikar skoruðu langþráð mörk og unnu 2-0 sigur á Selfossi í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Blikaliðið þrefaldaði þarna markaskor sitt enda höfðu þeir aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm umferðunum. Blikar komu sér líka upp úr fallsæti með þessum góða útisigri á nýliðunum sem hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu þremur heimaleikjum sínum.

Íslenski boltinn

Allir í fiski í Laxá

"Menn voru mjög spenntir þegar menn lögðust til hvílu. Þetta gekk síðan ljómandi vel í morgun, fiskur er vænn og menn eru að sjá töluvert mikið af fiski“

Veiði

Villa of lítið félag fyrir Martinez

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, er hæstánægður með að stjórinn, Roberto Martinez, skuli ekki hafa farið til Liverpool eða Aston Villa. Hann verður að öllum líkindum áfram með Wigan.

Enski boltinn

Þetta er að verða betra og betra hjá okkur

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins.

Íslenski boltinn

Draumariðill í Lundúnum

Ísland slapp við gull- og silfurliðin frá EM í Serbíu þegar dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum – en fékk í staðinn Bretland og Argentínu. Ísland er einnig í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. Strákarnir hefja leik 29. júlí.

Handbolti

Nasistakveðjur og gyðingahatur í EM-löndunum

Evrópumótið í knattspyrnu er handan við hornið en mótið verður haldið í Póllandi og Úkraínu. Sum þátttökulandanna hafa varað landa sína við því að ferðast á mótið og það ekki að ástæðulausu miðað við umfjöllun Panorama á BBC-sjónvarpsstöðinni.

Fótbolti

Útlitið ekki alltof gott hjá Emil og félögum

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona töpuðu í kvöld 0-2 á útivelli á móti AS Varese í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils um eitt laust sæti í ítölsku A-deildinni. Seinni leikurinn fer fram á laugardaginn.

Fótbolti

EM-draumur stelpnanna okkar á lífi - myndir

Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM eftir frábæran 21-18 sigur á Spáni í Vodfonehöllinni í kvöld. Stelpurnar lögðu gruninn að sigrinum með því að vinna fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins 10-2 eftir að hafa verið 8-10 undir í hálfleik.

Handbolti

Rúrik: Við þurfum bara að fara ná úrslitum

Rúrik Gíslason og félagar í íslenska landsliðinu þurftu að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð á móti Svíþjóð í Gautaborg í kvöld en íslensku strákarnir geta hinsvegar verið sáttir með spilamennskuna á móti Frökkum og Svíum, tveimur sterkum þjóðum sem eru í lokaundirbúningi sínum fyrri úrslitakeppni EM.

Íslenski boltinn

Titillinn blasir við AG

Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn er komið með níu fingur á danska meistaratitilinn eftir öruggan ellefu marka sigur, 19-30, á Bjerringbro-Silkeborg í fyrri leik liðanna um danska meistaratitilinn.

Handbolti

Ólafur Bjarki á leið til Þýskalands

Landsliðsmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson mun ganga frá samningi við þýska B-deildarfélagið Emsdetten samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Líklega verður skrifað undir tveggja ára samning í kvöld.

Handbolti

Ferill Brendan Rodgers í máli og myndum

BBC hefur tekið saman tæplega tveggja mínútna myndband um ferillinn hjá Brendan Rodgers sem í dag skrifaði undir þriggja ára samning um að gerast næsti stjóri Liverpool. Rodgers tekur við af Kenny Dalglish sem var rekinn frá félaginu á dögunum.

Enski boltinn

Guðný Jenný: Við eigum mikið inni

"Ég er búinn að skoða þær aðeins og þær eru sterkar í gegnumbrotum og með fínar skyttur. Þetta er flott lið sem við erum að fara að mæta," sagði landsliðsmarkvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir en hún þarf að eiga góðan leik gegn Spáni í kvöld.

Handbolti