Handbolti

Ólafur Bjarki á leið til Þýskalands

Landsliðsmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson mun ganga frá samningi við þýska B-deildarfélagið Emsdetten samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Líklega verður skrifað undir tveggja ára samning í kvöld.

Danska B-deildarliðið GOG vildi einnig fá miðjumanninn frá HK en Ólafur Bjarki hafnaði tilboði félagsins samkvæmt sömu heimildum.

Emsdetten hefur góða reynslu af Íslendingum enda þjálfaði Patrekur Jóhannesson liðið og þá léku með því þeir Fannar Friðgeirsson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Sigfús Sigurðsson. Fannar er einn eftir.

Brotthvarf Ólafs Bjarka er mikið áfall fyrir Íslandsmeistara HK enda hefur Ólafur Bjarki verið valinn besti leikmaður N1-deildarinnar síðustu tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×