Handbolti

EM-draumur stelpnanna okkar á lífi - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mynd/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM eftir frábæran 21-18 sigur á Spáni í Vodfonehöllinni í kvöld. Stelpurnar lögðu gruninn að sigrinum með því að vinna fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins 10-2 eftir að hafa verið 8-10 undir í hálfleik.

Sigurinn þýðir að fram undan er hreinn úrslitaleikur gegn Úkraínu um næstu helgi þar sem ræðst hvort liðið fylgir Spánverjum á EM í Hollandi í desember. Ísland þarf samt að vinna minnst þriggja marka sigur á sterkum útivelli til að komast áfram.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Íslands og Spánar í Vodfone-höllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×