Sport

Piastri á ráspól
Oscar Piastri, ökumaður McLaren, hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lando Norris í baráttunni um ráspól í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Kappaksturinn fer fram á Spáni á morgun, sunnudag.

Elliði Snær og Teitur Örn höfðu betur gegn Andra Má
Gummersbach lagði Leipzig með eins marks mun í Íslendingaslag í efstu deild þýska handboltans. Göppingen vann þá útisigur á Potsdam.

PSG verðskuldaður sigurvegari Meistaradeildar Evrópu
París Saint-Germain stóð uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir ótrúlegan 5-0 sigur á Inter á Allianz-vellinum í Þýskalandi. Um er að ræða stærsta sigur í sögu Meistaradeildar Evrópu sem og forvera hennar.

Kristian Nökkvi kominn með nýjan þjálfara
John Heitinga er nýr þjálfari karlaliðs Ajax í knattspyrnu. Hann þekkir hvern krók og kima hjá félaginu.

Lið Loga fer illa af stað
Logi Tómasson og liðsfélagar hans í norska liðinu Stromsgodset hafa ekki farið vel af stað á tímabilinu. 0-3 tap á heimavelli varð niðurstaðan í dag gegn HamKam, sem Viðar Ari Jónsson og Brynjar Ingi Bjarnason leika með.

Walker í vandræðum og verður ekki áfram hjá City
AC Milan mun ekki festa kaup á Kyle Walker, sem hefur verið að láni frá Manchester City síðan í janúar. Walker er farinn aftur til Englands, til eiginkonu sem talar varla við hann, og er ekki hluti af framtíðaráformum félagsins.

Þór dregur liðið úr keppni í efstu deild
Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs frá Akureyri hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Bónus deild kvenna og skrá liðið þess í stað í 1. deildina á næsta tímabili. Ákvörðunin er tekin í kjölfar fregna um brotthvarf tveggja lykilleikmanna liðsins.

Arnór og Arnór meiddir rétt fyrir landsleikjahlé
Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson meiddust báðir í dag, aðeins þremur dögum áður en íslenski landsliðshópurinn kemur saman fyrir æfingaleiki gegn Skotlandi og Norður-Írlandi.

Ísak í einkaflugi út að semja við erkifjendurna
Ísak Bergmann Jóhannesson virðist vera á förum frá Fortuna Dusseldorf og á leið til nágrannaliðsins FC Köln, sem tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Ísak er staddur í einkaflugvél á leið til Köln, þar sem hann mun hitta stjórnarmenn félagsins og skrifa undir samning.

Stjarnan sækir tvo öfluga Þórsara
Miðherjinn Madison Sutton og landsliðskonan Eva Wium Elíasdóttir hafa yfirgefið herbúðir Þórs frá Akureyri og samið við Stjörnuna í Garðabænum til næstu tveggja ára.

Besti árangur Andreu á tímabilinu: Var með forystuna en endaði í fjórða sæti
Andrea Bergsdóttir náði sínum besta árangri á tímabilinu þegar hún hafnaði í fjórða sæti á Santander golfmótinu á LET Access mótaröðinni. Andrea var í efsta sæti fyrir lokahringinn á Naturavila golfvellinum í dag en endaði einu höggi á eftir efstu þremur kylfingunum.

Leiknir lætur þjálfarann fara
Þjálfarinn Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur verið látinn fara frá Leikni Reykjavík. Liðið situr í neðsta sæti Lengjudeildar karla með aðeins eitt stig. Ákvörðunin var tekin eftir afar slæmt tap í gærkvöldi.

Tottenham lætur fimm fara og festir fyrstu kaup sumarsins
Tottenham Hotspur hefur losað sig við fimm leikmenn úr aðalliðinu og fest kaup á miðverðinum Kevin Danso, eftir að hafa haft hann að láni frá Lens í Frakklandi síðan í janúar.

Mexíkó hyggst halda HM 2031 með Bandaríkjunum
Knattspyrnusamband Mexíkó hyggst halda heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2031 ásamt Bandaríkjunum, sem fengu samþykkt boð um að halda fyrsta 48 liða mótið í kvennaboltanum.

Fyrrum forseti Inter látinn og liðið mun leika með sorgarbönd
Leikmenn Inter munu spila með sorgarbönd á handleggnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld, til minningar um fyrrum eiganda og forseta félagsins, Ernesto Pellegrini, sem féll frá í morgun.

Dagur Dan kallaður inn í íslenska landsliðið
Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando í Bandaríkjunum, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir komandi leiki liðsins gegn Skotlandi og Norður-Írlandi. Bjarki Steinn Bjarkason er meiddur og þurfti að draga sig úr hópnum.

„Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb“
Daníel Guðni Guðmundsson verður næsti þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann segir starfið sé stórt og því fylgi alltaf ákveðin pressa.

Leikdagur í Munchen: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins
Paris Saint Germain og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Allianz Arena í Munchen í kvöld. Þar eru Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason staddir og munu lýsa herlegheitunum þaðan í kvöld.

Féll næstum því í Harvard vegna höfuðverkjanna
Íslenska landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var fjarri góðu gamni í gær þegar íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í Þjóðadeild Evrópu í fótbolta. Hún hafði samt góða og gilda afsökun fyrir því.

Mikil öryggisgæsla í París þótt að úrslitaleikurinn fari fram í München
Frakkar gera miklar öryggisráðstafanir fyrir morgundaginn þótt að þeir hýsi ekki sjálfir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í ár.

Ancelotti: Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid
Carlo Ancelotti er tekinn við sem þjálfari brasilíska landsliðsins og hann vill að liðið spili eins og Real Madrid. Þó ekki eins og Real spilað í vetur heldur eins og Real spilaði á tímabilinu 2023-24.

„Þakklát fyrir að vera á leið aftur inn í jafn frábært umhverfi“
Njarðvíkingar misstu Emilie Hesseldal til Grindavíkur í síðustu viku en liðið hefur aftur á móti tryggt sér áfram þjónustu sænska miðherjans Pauline Hersler.

Njarðvík og ÍR upp í efstu sætin í Lengjudeildinni
Njarðvík og ÍR komust í kvöld upp í tvö efstu sæti Lengjudeildar karla í fótbolta eftir góða útisigra.

„Við í rauninni töpum tveimur stigum“
„Manni líður bara eins og maður hafi tapað,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, markaskorari Íslands, eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi í Þjóðadeild kvenna í kvöld.

Beever-Jones með þrennu í fyrsta landsleiknum sínum á Wembley
Agnes Beever-Jones og félagar hennar í enska landsliðinu voru í miklu stuði á Wembley leikvanginum í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í kvöld.

Stelpurnar hennar Betu réðu ekki við heimsmeistarana í lokin
Elísabet Gunnarsdóttir og lærisveinar hennar í belgíska landsliðinu stóðu í heimsmeisturum Spánar fram eftir leik en urðu að lokum að sætta sig við stórt 5-1 tap á heimavelli í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Gengur kannski illa að vinna leiki en við vinnum bara réttu leikina“
„Fyrirfram hefði þetta verið ásættanlegt,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi í Þjóðadeildinni í viðtali við RÚV kvöld.

Fyrrum aðstoðarmaður Klopp aðstoðar Guardiola á næsta tímabili
Pep Lijnders er á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina en þó ekki til síns gamla liðs í Liverpool.

Harder tryggði Dönum dýrmætan sigur
Dönsku landsliðkonurnar komust upp í annað sætið í sínum riðli í Þjóðadeild kvenna í fótbolta eftir 1-0 sigur á Wales í kvöld.

Stórleikur Janusar og fimm marka forskot ekki nóg í Íslendingaslag um titilinn
Aron Pálmarsson er einu skrefi nær enn einum meistaratitlinum á ferlinum eftir sigur Veszprém í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um ungverska meistaratitilinn í handbolta.