Fréttir

Ferða­menn á svæðinu mesta á­hyggju­efnið

„Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið.

Innlent

„Við tökum öllum á­bendingum al­var­lega“

Ábending til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vopnaður maður gengi um götur Reykjanesbæjar í gærkvöldi reyndust ekki á rökum reistar. Varðstjóri segir að lögregla muni ávallt taka öllum slíkum ábendingum alvarlega.

Innlent

Ó­vissu­stigi lýst yfir vegna skjálftanna

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi.

Innlent

Heitasti staki dagurinn frá upp­hafi mælinga

Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu.

Erlent

Vaktin: Beðið eftir eldgosi

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir.

Innlent

Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð

Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. 

Innlent

Skjálfti yfir þremur í Fagra­dals­fjalli

Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu.

Innlent

Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv

Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir.

Erlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í formanni Verkalýðsfélags Akraness sem íhugar að stefna Hvali hf. til greiðslu launa starfsmanna verði ekkert af hvalveiðivertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar.

Innlent

Í­hugar að stefna Hvali hf. vegna launa­taps starfs­manna

Formaður Verkalýðsfélags Akraness íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna ef ekkert verði af vertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar.

Innlent