Fréttir Leikkonu sem tældi konur í sértrúarsöfnuð sleppt úr fangelsi Allison Mack, fyrrverandi leikkonu, sem tældi konur í meintan sjálfshjálparhóp, var sleppt úr fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum í vikunni. Hún hlaut dóm fyrir fjárkúgun en játaði að hafa hjálpað leiðtoga hópsins að finna konur sem hann misnotaði kynferðislega. Erlent 5.7.2023 10:56 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5.7.2023 10:36 „Við tökum öllum ábendingum alvarlega“ Ábending til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vopnaður maður gengi um götur Reykjanesbæjar í gærkvöldi reyndust ekki á rökum reistar. Varðstjóri segir að lögregla muni ávallt taka öllum slíkum ábendingum alvarlega. Innlent 5.7.2023 10:10 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. Innlent 5.7.2023 10:08 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. Innlent 5.7.2023 10:05 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. Erlent 5.7.2023 09:50 Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. Innlent 5.7.2023 09:27 Sjaldgæfur sumarstormur veldur usla í Hollandi Sjaldgæfur sumarstormur hefur gert usla í Hollandi í dag og haft víðtæk áhrif á samgöngur í landinu sem og flugferðir til og frá Hollandi. Erlent 5.7.2023 09:22 Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Innlent 5.7.2023 08:40 Biden sagður undir þrýstingi að gera breytingar á Hæstarétti Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú sagður sæta auknum þrýstingi innan Demókrataflokksins um að ráðast í breytingar á Hæstarétti. Forsetinn hefur hingað til neitað að taka það til skoðunar. Erlent 5.7.2023 08:37 Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir moskítóflugna „Moskítófluga“ sem fannst í Laugardal í Reykjavík reyndist ekki vera moskítófluga heldur forarmý. Skordýrafræðingur segir tegundina algenga um allt land. Moskító þurfi menn til að komast til landsins og þar eru Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir en Keflavík. Innlent 5.7.2023 07:46 Vísindamenn vara við ítrekuðum náttúruhamförum í júlí Vísindamenn í Kína hafa varað við náttúruhamförum í júlí vegna öfgakenndra veðurviðburða. Forseti landsins, Xi Jinping, hefur hvatt yfirvöld til að gera meira til að bjarga mannslífum og innviðum frá gríðarlegum flóðum sem hafa staðið yfir. Erlent 5.7.2023 07:45 Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. Innlent 5.7.2023 07:38 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. Erlent 5.7.2023 07:30 Ákveðin norðanátt með rigningu norðan- og austanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir ákveðinni norðanátt í dag með rigningu eða súld norðan- og austanlands, en að það dragi úr vætu síðdegis. Bjart verður með köflum og þurrt að mestu um landið suðvestanvert. Veður 5.7.2023 07:06 Hvíta húsið rýmt vegna efnis sem reyndist kókaín Hvíta húsið var rýmt um tíma í gærkvöldi eftir að hvítt duft fannst við reglubundið eftirlit. Greining leiddi í ljós að um var að ræða kókaín og er málið nú í rannsókn. Erlent 5.7.2023 06:54 Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 5.7.2023 06:34 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. Innlent 5.7.2023 06:09 Skjálfti yfir þremur í Fagradalsfjalli Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu. Innlent 4.7.2023 23:22 Enginn handtekinn eftir að tilkynnt var að einstaklingur kynni að bera skotvopn Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út í Reykjanesbæ í kvöld þegar grunur lék á því að vopnaður maður væri á ferð í bænum. Innlent 4.7.2023 22:13 Fagna aldarafmæli Djúpósstíflu sem bjargaði byggð í Þykkvabæ Þess var minnst með athöfn í Þykkvabæ í Rangárþingi síðdegis að eitthundrað ár eru frá því Djúpósstífla var reist. Stíflan er sögð hafa bjargað byggð í Þykkvabæ. Innlent 4.7.2023 22:11 Eilífur fann gleraugnaþjófinn á ólíklegum stað Þegar leikstjórinn Eilífur Örn Þrastarson lenti í því að Ray Ban sólgleraugunum hans var stolið tók hann málin í sínar hendur. Hann fann gleraugun á ólíklegum stað og segist heppinn að sleppa með þau lifandi úr bæli þjófsins. Innlent 4.7.2023 21:01 Lengsta regnbogagata landsins á Akranesi Lengsta regnbogagata landsins var máluð í miðbæ Akraness í gær. Forseti hinsegin Vesturlands segir mikilvægt sem aldrei fyrr að fagna fjölbreytileikanum. Innlent 4.7.2023 21:01 Einu umsækjendurnir um embætti dómara við Landsrétt metnir jafnhæfir Dómnefnd telur að Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu bæði mjög vel hæf til að gegna embætti dómara við Landsrétt og ekki verði gert á milli milli hæfni þeirra tveggja. Innlent 4.7.2023 20:31 Styrkleiki hversu margir eru af erlendu bergi brotnir Þótt skólakerfið í Reykjanesbæ hafi tekist á við miklar áskoranir með fjölgun flóttamanna í bæjarfélaginu, segir sviðsstjóri menntasviðs það einnig fela í sér styrkleika hversu margir nemenda eru af erlendu bergi brotnir. Innlent 4.7.2023 19:41 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. Erlent 4.7.2023 19:21 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í formanni Verkalýðsfélags Akraness sem íhugar að stefna Hvali hf. til greiðslu launa starfsmanna verði ekkert af hvalveiðivertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar. Innlent 4.7.2023 18:00 Íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna Formaður Verkalýðsfélags Akraness íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna ef ekkert verði af vertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar. Innlent 4.7.2023 17:57 Umferðaróhapp á gatnamótum Suðurlands- og Kringlumýrarbrautar Umferðaróhapp átti sér stað á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Innlent 4.7.2023 17:16 Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín. Veður 4.7.2023 16:55 « ‹ ›
Leikkonu sem tældi konur í sértrúarsöfnuð sleppt úr fangelsi Allison Mack, fyrrverandi leikkonu, sem tældi konur í meintan sjálfshjálparhóp, var sleppt úr fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum í vikunni. Hún hlaut dóm fyrir fjárkúgun en játaði að hafa hjálpað leiðtoga hópsins að finna konur sem hann misnotaði kynferðislega. Erlent 5.7.2023 10:56
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5.7.2023 10:36
„Við tökum öllum ábendingum alvarlega“ Ábending til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vopnaður maður gengi um götur Reykjanesbæjar í gærkvöldi reyndust ekki á rökum reistar. Varðstjóri segir að lögregla muni ávallt taka öllum slíkum ábendingum alvarlega. Innlent 5.7.2023 10:10
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. Innlent 5.7.2023 10:08
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. Innlent 5.7.2023 10:05
Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. Erlent 5.7.2023 09:50
Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. Innlent 5.7.2023 09:27
Sjaldgæfur sumarstormur veldur usla í Hollandi Sjaldgæfur sumarstormur hefur gert usla í Hollandi í dag og haft víðtæk áhrif á samgöngur í landinu sem og flugferðir til og frá Hollandi. Erlent 5.7.2023 09:22
Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Innlent 5.7.2023 08:40
Biden sagður undir þrýstingi að gera breytingar á Hæstarétti Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú sagður sæta auknum þrýstingi innan Demókrataflokksins um að ráðast í breytingar á Hæstarétti. Forsetinn hefur hingað til neitað að taka það til skoðunar. Erlent 5.7.2023 08:37
Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir moskítóflugna „Moskítófluga“ sem fannst í Laugardal í Reykjavík reyndist ekki vera moskítófluga heldur forarmý. Skordýrafræðingur segir tegundina algenga um allt land. Moskító þurfi menn til að komast til landsins og þar eru Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir en Keflavík. Innlent 5.7.2023 07:46
Vísindamenn vara við ítrekuðum náttúruhamförum í júlí Vísindamenn í Kína hafa varað við náttúruhamförum í júlí vegna öfgakenndra veðurviðburða. Forseti landsins, Xi Jinping, hefur hvatt yfirvöld til að gera meira til að bjarga mannslífum og innviðum frá gríðarlegum flóðum sem hafa staðið yfir. Erlent 5.7.2023 07:45
Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. Innlent 5.7.2023 07:38
Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. Erlent 5.7.2023 07:30
Ákveðin norðanátt með rigningu norðan- og austanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir ákveðinni norðanátt í dag með rigningu eða súld norðan- og austanlands, en að það dragi úr vætu síðdegis. Bjart verður með köflum og þurrt að mestu um landið suðvestanvert. Veður 5.7.2023 07:06
Hvíta húsið rýmt vegna efnis sem reyndist kókaín Hvíta húsið var rýmt um tíma í gærkvöldi eftir að hvítt duft fannst við reglubundið eftirlit. Greining leiddi í ljós að um var að ræða kókaín og er málið nú í rannsókn. Erlent 5.7.2023 06:54
Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 5.7.2023 06:34
Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. Innlent 5.7.2023 06:09
Skjálfti yfir þremur í Fagradalsfjalli Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu. Innlent 4.7.2023 23:22
Enginn handtekinn eftir að tilkynnt var að einstaklingur kynni að bera skotvopn Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út í Reykjanesbæ í kvöld þegar grunur lék á því að vopnaður maður væri á ferð í bænum. Innlent 4.7.2023 22:13
Fagna aldarafmæli Djúpósstíflu sem bjargaði byggð í Þykkvabæ Þess var minnst með athöfn í Þykkvabæ í Rangárþingi síðdegis að eitthundrað ár eru frá því Djúpósstífla var reist. Stíflan er sögð hafa bjargað byggð í Þykkvabæ. Innlent 4.7.2023 22:11
Eilífur fann gleraugnaþjófinn á ólíklegum stað Þegar leikstjórinn Eilífur Örn Þrastarson lenti í því að Ray Ban sólgleraugunum hans var stolið tók hann málin í sínar hendur. Hann fann gleraugun á ólíklegum stað og segist heppinn að sleppa með þau lifandi úr bæli þjófsins. Innlent 4.7.2023 21:01
Lengsta regnbogagata landsins á Akranesi Lengsta regnbogagata landsins var máluð í miðbæ Akraness í gær. Forseti hinsegin Vesturlands segir mikilvægt sem aldrei fyrr að fagna fjölbreytileikanum. Innlent 4.7.2023 21:01
Einu umsækjendurnir um embætti dómara við Landsrétt metnir jafnhæfir Dómnefnd telur að Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu bæði mjög vel hæf til að gegna embætti dómara við Landsrétt og ekki verði gert á milli milli hæfni þeirra tveggja. Innlent 4.7.2023 20:31
Styrkleiki hversu margir eru af erlendu bergi brotnir Þótt skólakerfið í Reykjanesbæ hafi tekist á við miklar áskoranir með fjölgun flóttamanna í bæjarfélaginu, segir sviðsstjóri menntasviðs það einnig fela í sér styrkleika hversu margir nemenda eru af erlendu bergi brotnir. Innlent 4.7.2023 19:41
Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. Erlent 4.7.2023 19:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í formanni Verkalýðsfélags Akraness sem íhugar að stefna Hvali hf. til greiðslu launa starfsmanna verði ekkert af hvalveiðivertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar. Innlent 4.7.2023 18:00
Íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna Formaður Verkalýðsfélags Akraness íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna ef ekkert verði af vertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar. Innlent 4.7.2023 17:57
Umferðaróhapp á gatnamótum Suðurlands- og Kringlumýrarbrautar Umferðaróhapp átti sér stað á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Innlent 4.7.2023 17:16
Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín. Veður 4.7.2023 16:55
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent