Fréttir Búist við kuldahreti Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga en allt sem er gott tekur enda, eða pásu öllu heldur. Búist er við kuldahreti á næstu dögum en veðurfræðingur segir þó að það eigi eftir að hlýna aftur í næstu viku. Veður 12.7.2023 13:46 Stal bíl og ók undir áhrifum með lögguna á hælunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarinnar í umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði þar sem ökumanni Land Cruiser jeppa var veitt eftirför. Um stolinn bíl var að ræða en engan sakaði þrátt fyrir að lögreglubíll hafi hafnað utan vegar við eftirförina. Innlent 12.7.2023 13:23 Mikilvægt að færa fókus á gerendur ofbeldis Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Innlent 12.7.2023 13:01 Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. Innlent 12.7.2023 12:19 Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum við dyr Alþingis Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum á gangstéttina við dyr Alþingishússins í nótt. Þannig mótmælti hann stöðvun strandveiða við Ísland en vertíðin þetta sumarið var sú stysta frá því strandveiðar hófust. Innlent 12.7.2023 12:03 Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. Innlent 12.7.2023 11:44 Hádegisfréttir Bylgjunnar Eldgosið við Litla-Hrút verður áfram til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 12.7.2023 11:36 Hnífamaður gengur enn laus Maður sem stakk annan mann á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í byrjun síðustu viku er enn ófundinn. Lögregla segir það óvenjulegt en vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rannsókn lögreglu á manndrápi á skemmtistaðnum Lúx langt komin. Innlent 12.7.2023 10:26 Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. Innlent 12.7.2023 10:12 Kvikan ólgar og iðar í sumarnæturrökkrinu Ragnar Axelsson ljósmyndari lagði leið sína að eldgosinu við Litla-Hrút í nótt. Glóandi kvikan og hraunelgurinn sjást vel í miðnæturrökkrinu en felur sig líka undir svartri hraunskorpunni og eins gott að fara varlega. Innlent 12.7.2023 09:39 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. Erlent 12.7.2023 08:37 Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Innlent 12.7.2023 08:34 Einn fylgjenda Manson látinn laus eftir 53 ár í fangelsi Leslie Van Houten hefur verið látið laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað 53 ára dóm fyrir aðild sína að morðinu á Leno og Rosemary LaBianca. Van Houten var 19 ára gömul þegar hún tók þátt í morðunum sem einn af fylgjendum Charles Manson. Erlent 12.7.2023 07:50 Leigan mun tvöfaldast eftir viðgerðir Geðræktarstöðin Grófin á Akureyri er í erfiðri stöðu í húsnæðismálum. Gera þarf framkvæmdir á húsnæðinu sem verða þó ekki gerðar nema með 110 prósenta hækkun leiguverðs. Innlent 12.7.2023 07:46 „Hjartsláttarfrumvarp“ samþykkt í Iowa Ný lög hafa verið samþykkt í Iowa í Bandaríkjunum sem banna þungunarrof í nær öllum tilvikum eftir að hjartsláttur finnst, sem er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu, fyrir þann tíma sem flestar konur vita að þær eru óléttar. Erlent 12.7.2023 07:02 Vaktin: Allt sem þú þarft að vita á þriðja degi eldgoss Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Litla-Hrút í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Náttúruvársérfræðingur segir „malla“ í gígnum sem hefur verið að myndast og hraun dreifist út frá honum. Innlent 12.7.2023 06:48 Óþefur í Ólafsfirði „hátíð“ miðað við það sem áður var Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði. Innlent 12.7.2023 06:46 Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. Innlent 11.7.2023 23:37 Erfitt að manna stöður við gosið: Vilja að stjórnvöld stígi fastar inn í Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar. Að stjórnvöld mættu stíga fastar inn og hjálpa til við vöktun á svæðinu. Innlent 11.7.2023 23:28 Þjóðvegur eitt um Suðurland lokaður til morguns Þjóðvegi eitt um Suðurland til vesturs hefur verið lokað til morguns vegna viðhalds. Innlent 11.7.2023 22:39 Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. Innlent 11.7.2023 21:35 Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. Innlent 11.7.2023 21:14 Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. Innlent 11.7.2023 20:54 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. Innlent 11.7.2023 20:22 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Erlent 11.7.2023 19:35 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir stöðuna í eldgosinu á Reykjanesi. Fólk hefur streymt að gosinu í dag, misjafnvel vel búið til langrar göngu þótt veðrið sé gott. En um tuttugu kílametra ganga er fram og til baka að gosinu frá bílastæðinu við Suðurstrandarveg. Innlent 11.7.2023 18:00 Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. Innlent 11.7.2023 17:57 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. Innlent 11.7.2023 17:17 Igor og Wojciech fyrstu ferðamennirnir að gosinu Það má segja að Pólverjarnir Igor og Wojciech séu lukkunnar pamfílar. Þeir eru fyrstu ferðamennirnir sem hleypt var inn á svæðið við gosstöðvarnar á Reykjanesi. Innlent 11.7.2023 16:50 „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. Innlent 11.7.2023 16:42 « ‹ ›
Búist við kuldahreti Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga en allt sem er gott tekur enda, eða pásu öllu heldur. Búist er við kuldahreti á næstu dögum en veðurfræðingur segir þó að það eigi eftir að hlýna aftur í næstu viku. Veður 12.7.2023 13:46
Stal bíl og ók undir áhrifum með lögguna á hælunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarinnar í umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði þar sem ökumanni Land Cruiser jeppa var veitt eftirför. Um stolinn bíl var að ræða en engan sakaði þrátt fyrir að lögreglubíll hafi hafnað utan vegar við eftirförina. Innlent 12.7.2023 13:23
Mikilvægt að færa fókus á gerendur ofbeldis Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Innlent 12.7.2023 13:01
Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. Innlent 12.7.2023 12:19
Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum við dyr Alþingis Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum á gangstéttina við dyr Alþingishússins í nótt. Þannig mótmælti hann stöðvun strandveiða við Ísland en vertíðin þetta sumarið var sú stysta frá því strandveiðar hófust. Innlent 12.7.2023 12:03
Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. Innlent 12.7.2023 11:44
Hádegisfréttir Bylgjunnar Eldgosið við Litla-Hrút verður áfram til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 12.7.2023 11:36
Hnífamaður gengur enn laus Maður sem stakk annan mann á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í byrjun síðustu viku er enn ófundinn. Lögregla segir það óvenjulegt en vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rannsókn lögreglu á manndrápi á skemmtistaðnum Lúx langt komin. Innlent 12.7.2023 10:26
Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. Innlent 12.7.2023 10:12
Kvikan ólgar og iðar í sumarnæturrökkrinu Ragnar Axelsson ljósmyndari lagði leið sína að eldgosinu við Litla-Hrút í nótt. Glóandi kvikan og hraunelgurinn sjást vel í miðnæturrökkrinu en felur sig líka undir svartri hraunskorpunni og eins gott að fara varlega. Innlent 12.7.2023 09:39
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. Erlent 12.7.2023 08:37
Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Innlent 12.7.2023 08:34
Einn fylgjenda Manson látinn laus eftir 53 ár í fangelsi Leslie Van Houten hefur verið látið laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað 53 ára dóm fyrir aðild sína að morðinu á Leno og Rosemary LaBianca. Van Houten var 19 ára gömul þegar hún tók þátt í morðunum sem einn af fylgjendum Charles Manson. Erlent 12.7.2023 07:50
Leigan mun tvöfaldast eftir viðgerðir Geðræktarstöðin Grófin á Akureyri er í erfiðri stöðu í húsnæðismálum. Gera þarf framkvæmdir á húsnæðinu sem verða þó ekki gerðar nema með 110 prósenta hækkun leiguverðs. Innlent 12.7.2023 07:46
„Hjartsláttarfrumvarp“ samþykkt í Iowa Ný lög hafa verið samþykkt í Iowa í Bandaríkjunum sem banna þungunarrof í nær öllum tilvikum eftir að hjartsláttur finnst, sem er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu, fyrir þann tíma sem flestar konur vita að þær eru óléttar. Erlent 12.7.2023 07:02
Vaktin: Allt sem þú þarft að vita á þriðja degi eldgoss Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Litla-Hrút í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Náttúruvársérfræðingur segir „malla“ í gígnum sem hefur verið að myndast og hraun dreifist út frá honum. Innlent 12.7.2023 06:48
Óþefur í Ólafsfirði „hátíð“ miðað við það sem áður var Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði. Innlent 12.7.2023 06:46
Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. Innlent 11.7.2023 23:37
Erfitt að manna stöður við gosið: Vilja að stjórnvöld stígi fastar inn í Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar. Að stjórnvöld mættu stíga fastar inn og hjálpa til við vöktun á svæðinu. Innlent 11.7.2023 23:28
Þjóðvegur eitt um Suðurland lokaður til morguns Þjóðvegi eitt um Suðurland til vesturs hefur verið lokað til morguns vegna viðhalds. Innlent 11.7.2023 22:39
Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. Innlent 11.7.2023 21:35
Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. Innlent 11.7.2023 21:14
Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. Innlent 11.7.2023 20:54
Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. Innlent 11.7.2023 20:22
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Erlent 11.7.2023 19:35
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir stöðuna í eldgosinu á Reykjanesi. Fólk hefur streymt að gosinu í dag, misjafnvel vel búið til langrar göngu þótt veðrið sé gott. En um tuttugu kílametra ganga er fram og til baka að gosinu frá bílastæðinu við Suðurstrandarveg. Innlent 11.7.2023 18:00
Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. Innlent 11.7.2023 17:57
Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. Innlent 11.7.2023 17:17
Igor og Wojciech fyrstu ferðamennirnir að gosinu Það má segja að Pólverjarnir Igor og Wojciech séu lukkunnar pamfílar. Þeir eru fyrstu ferðamennirnir sem hleypt var inn á svæðið við gosstöðvarnar á Reykjanesi. Innlent 11.7.2023 16:50
„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. Innlent 11.7.2023 16:42