Fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. Innlent 25.7.2023 17:01 Eldurinn kviknaði sennilega út frá rafhlöðu Forstjóri Endurvinnslustöðvarinnar Terra segir búnað og tæki hafa sloppið vel úr eldsvoða sem kviknaði í skemmu stöðvarinnar í nótt. Hann segir líklegast að eldurinn hafi kviknað af sjálfu sér út frá rafhlöðu í ruslinu. Innlent 25.7.2023 16:29 Rússar skemmdu bandarískan dróna með blysum Rússneskir flugmenn tveggja orrustuþota eru sagðir hafa skemmt bandarískan dróna yfir Sýrlandi með því að varpa blysum á hann. Atvikið átti sér stað þann 6. júlí en flugher Bandaríkjanna birti myndband af því í dag. Erlent 25.7.2023 14:34 Vatnsvél lenti á tré og brotlenti Vatnsflugvél sem notuð var til slökkvistarfs á Evía í Grikklandi brotlenti í morgun. Verið var að nota flugvélina til að varpa vatni á gróðurelda þegar annar vængur hennar virðist hafa lent á tré. Við það snerist flugvélin og brotlenti en slysið náðist á myndband. Erlent 25.7.2023 13:51 Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Innlent 25.7.2023 13:48 Hrakin úr bænum eftir að þau greindu frá nasistakveðjum nemenda Tveir menntaskólakennarar voru hraktir úr bænum Burg í austurhluta Þýskalands eftir að þau birtu opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau lýstu eitruðu andrúmslofti, ofbeldi og nasistakveðjum nemenda í skólanum sem þau kenndu við. Erlent 25.7.2023 13:10 Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. Innlent 25.7.2023 13:00 Ríkissjóður Íslands ekki lengur með hæstu vaxtagreiðslurnar Bretar hafa yfirtekið Íslendinga yfir þau vestrænu lönd sem greiða hæstu vexti af skuldum sínum. Heilt yfir er vaxtabyrði að lækka í Vestur Evrópu en hækka í Bandaríkjunum. Erlent 25.7.2023 12:59 Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Lágt launaðir verktakar ChatGPT segja það reyna verulega á sálartetrið að sía viðbjóðinn úr tungumálalíkani spjallþjarkans ChatGPT. Starfsfólkið þarf ítrekað að lesa lýsingar á kynferðisofbeldi, barnaníð, sjálfsvíg og rasisma, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 25.7.2023 12:31 Erfitt að glíma við elda þegar óþekkt eiturefni gætu verið í spilinu Talsverðar skemmdir urðu á móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði vegna elds sem kviknaði þar í nótt. Varðstjóri segir varasamt að glíma við eld þar sem finna má óþekkt eiturefni. Heppni sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í húsinu. Innlent 25.7.2023 12:16 Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. Erlent 25.7.2023 12:04 „Stefnan er að ráðast á þetta af miklum krafti“ Slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ráðist verði í slökkvistörf á Reykjanesi af fullum þunga á morgun. Lögregla telur ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum að gossvæðinu opnum allan sólarhringinn. Innlent 25.7.2023 11:46 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í konu sem lenti ásamt hópi Íslendinga í gríðarlegu hagléli á Ítalíu í nótt. Innlent 25.7.2023 11:36 Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. Erlent 25.7.2023 11:17 Fangelsi fyrir barsmíðar með fánastöng Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni. Erlent 25.7.2023 10:33 Barningur foreldra geti leitt til þunglyndis og örorku Formaður Einhverfusamtakanna segir börn þurfa að bíða í allt að fjögur ár eftir einhverfugreiningu og stjórnvöld hafi lengi vitað af vandanum. Það skipti miklu máli fyrir börn að fá nauðsynlega þjónustu sem fyrst og barningur foreldra endi sjaldan við greiningu. Langvarandi barátta þeirra við kerfið geti jafnvel leitt til þunglyndis og örorku. Innlent 25.7.2023 10:09 Gönguleiðum að gosinu lokað í kvöld Líkt og síðustu daga mun gönguleiðum inn á gossvæðið á Reykjanesskaga vera lokað klukkan 18 í kvöld. Fyrir það verður opið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum gekk lokun vel í gær og voru engin óhöpp skráð. Innlent 25.7.2023 09:09 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í Norðurhús Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í haust í framtíðarhúsnæði ráðuneytisins í Norðurhúsi við Austurbakka. Ráðuneytið mun þar deila húsnæðinu með utanríkisráðuneytinu og Landsbankanum. Innlent 25.7.2023 08:34 Skýjað í dag og súld norðaustanlands Það verður austan- og suðaustanátt með suðurströndinni í kvöld en norðaustlægari átt á norðvestanverðu landinu. Skýjað að mestu, súld úti við norður- og austurströndina og skúrir inn til landsins. Rigning með köflum sunnanlands í nótt og á morgun. Veður 25.7.2023 08:14 Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. Erlent 25.7.2023 08:11 Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. Innlent 25.7.2023 07:42 Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. Erlent 25.7.2023 07:33 Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. Innlent 25.7.2023 06:48 Hótaði að stinga vegfarendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Þar bar líklega hæst ógnandi aðili sem hótaði að stinga fólk í miðborginni en lögreglan beitti piparúða til að yfirbuga hann. Innlent 25.7.2023 06:21 Dánarorsök Sands úrskurðuð óákvörðuð Dánarorsök breska leikarans Julian Sands hefur verið úrskurðuð óákvörðuð. Lík Sands fannst nærri toppi fjallsins Mount Baldy í Kaliforníu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá hafði hans verið saknað í rúmlega fimm mánuði. Erlent 25.7.2023 00:11 Ekki upplifun ON að erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl Guðjón Hugberg, tæknistjóri hleðsluþjónustu hjá Orku náttúrunnar, segir ekki upplifun fyrirtækisins að „rosalega“ erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl vegna skorts á rafhleðslustöðvum. Innlent 24.7.2023 22:54 „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir“ Ganverskur maður sem búið hefur hér á landi um árabil segist ekki skilja hvers vegna vísa eigi honum úr landi. Hann borgi sína skatta og lifi hér eðlilegu lífi. Í Gana bíði hans hins vegar ekkert nema gatan. Innlent 24.7.2023 21:00 Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. Erlent 24.7.2023 20:56 George Alagiah látinn Breski fréttamaðurinn George Alagiah er látinn, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein. Erlent 24.7.2023 20:50 Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Innlent 24.7.2023 20:30 « ‹ ›
Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. Innlent 25.7.2023 17:01
Eldurinn kviknaði sennilega út frá rafhlöðu Forstjóri Endurvinnslustöðvarinnar Terra segir búnað og tæki hafa sloppið vel úr eldsvoða sem kviknaði í skemmu stöðvarinnar í nótt. Hann segir líklegast að eldurinn hafi kviknað af sjálfu sér út frá rafhlöðu í ruslinu. Innlent 25.7.2023 16:29
Rússar skemmdu bandarískan dróna með blysum Rússneskir flugmenn tveggja orrustuþota eru sagðir hafa skemmt bandarískan dróna yfir Sýrlandi með því að varpa blysum á hann. Atvikið átti sér stað þann 6. júlí en flugher Bandaríkjanna birti myndband af því í dag. Erlent 25.7.2023 14:34
Vatnsvél lenti á tré og brotlenti Vatnsflugvél sem notuð var til slökkvistarfs á Evía í Grikklandi brotlenti í morgun. Verið var að nota flugvélina til að varpa vatni á gróðurelda þegar annar vængur hennar virðist hafa lent á tré. Við það snerist flugvélin og brotlenti en slysið náðist á myndband. Erlent 25.7.2023 13:51
Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Innlent 25.7.2023 13:48
Hrakin úr bænum eftir að þau greindu frá nasistakveðjum nemenda Tveir menntaskólakennarar voru hraktir úr bænum Burg í austurhluta Þýskalands eftir að þau birtu opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau lýstu eitruðu andrúmslofti, ofbeldi og nasistakveðjum nemenda í skólanum sem þau kenndu við. Erlent 25.7.2023 13:10
Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. Innlent 25.7.2023 13:00
Ríkissjóður Íslands ekki lengur með hæstu vaxtagreiðslurnar Bretar hafa yfirtekið Íslendinga yfir þau vestrænu lönd sem greiða hæstu vexti af skuldum sínum. Heilt yfir er vaxtabyrði að lækka í Vestur Evrópu en hækka í Bandaríkjunum. Erlent 25.7.2023 12:59
Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Lágt launaðir verktakar ChatGPT segja það reyna verulega á sálartetrið að sía viðbjóðinn úr tungumálalíkani spjallþjarkans ChatGPT. Starfsfólkið þarf ítrekað að lesa lýsingar á kynferðisofbeldi, barnaníð, sjálfsvíg og rasisma, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 25.7.2023 12:31
Erfitt að glíma við elda þegar óþekkt eiturefni gætu verið í spilinu Talsverðar skemmdir urðu á móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði vegna elds sem kviknaði þar í nótt. Varðstjóri segir varasamt að glíma við eld þar sem finna má óþekkt eiturefni. Heppni sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í húsinu. Innlent 25.7.2023 12:16
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. Erlent 25.7.2023 12:04
„Stefnan er að ráðast á þetta af miklum krafti“ Slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ráðist verði í slökkvistörf á Reykjanesi af fullum þunga á morgun. Lögregla telur ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum að gossvæðinu opnum allan sólarhringinn. Innlent 25.7.2023 11:46
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í konu sem lenti ásamt hópi Íslendinga í gríðarlegu hagléli á Ítalíu í nótt. Innlent 25.7.2023 11:36
Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. Erlent 25.7.2023 11:17
Fangelsi fyrir barsmíðar með fánastöng Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni. Erlent 25.7.2023 10:33
Barningur foreldra geti leitt til þunglyndis og örorku Formaður Einhverfusamtakanna segir börn þurfa að bíða í allt að fjögur ár eftir einhverfugreiningu og stjórnvöld hafi lengi vitað af vandanum. Það skipti miklu máli fyrir börn að fá nauðsynlega þjónustu sem fyrst og barningur foreldra endi sjaldan við greiningu. Langvarandi barátta þeirra við kerfið geti jafnvel leitt til þunglyndis og örorku. Innlent 25.7.2023 10:09
Gönguleiðum að gosinu lokað í kvöld Líkt og síðustu daga mun gönguleiðum inn á gossvæðið á Reykjanesskaga vera lokað klukkan 18 í kvöld. Fyrir það verður opið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum gekk lokun vel í gær og voru engin óhöpp skráð. Innlent 25.7.2023 09:09
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í Norðurhús Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í haust í framtíðarhúsnæði ráðuneytisins í Norðurhúsi við Austurbakka. Ráðuneytið mun þar deila húsnæðinu með utanríkisráðuneytinu og Landsbankanum. Innlent 25.7.2023 08:34
Skýjað í dag og súld norðaustanlands Það verður austan- og suðaustanátt með suðurströndinni í kvöld en norðaustlægari átt á norðvestanverðu landinu. Skýjað að mestu, súld úti við norður- og austurströndina og skúrir inn til landsins. Rigning með köflum sunnanlands í nótt og á morgun. Veður 25.7.2023 08:14
Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. Erlent 25.7.2023 08:11
Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. Innlent 25.7.2023 07:42
Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. Erlent 25.7.2023 07:33
Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. Innlent 25.7.2023 06:48
Hótaði að stinga vegfarendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Þar bar líklega hæst ógnandi aðili sem hótaði að stinga fólk í miðborginni en lögreglan beitti piparúða til að yfirbuga hann. Innlent 25.7.2023 06:21
Dánarorsök Sands úrskurðuð óákvörðuð Dánarorsök breska leikarans Julian Sands hefur verið úrskurðuð óákvörðuð. Lík Sands fannst nærri toppi fjallsins Mount Baldy í Kaliforníu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá hafði hans verið saknað í rúmlega fimm mánuði. Erlent 25.7.2023 00:11
Ekki upplifun ON að erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl Guðjón Hugberg, tæknistjóri hleðsluþjónustu hjá Orku náttúrunnar, segir ekki upplifun fyrirtækisins að „rosalega“ erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl vegna skorts á rafhleðslustöðvum. Innlent 24.7.2023 22:54
„Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir“ Ganverskur maður sem búið hefur hér á landi um árabil segist ekki skilja hvers vegna vísa eigi honum úr landi. Hann borgi sína skatta og lifi hér eðlilegu lífi. Í Gana bíði hans hins vegar ekkert nema gatan. Innlent 24.7.2023 21:00
Minnst fimmtán látnir eftir skógarelda í Alsír Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum. Erlent 24.7.2023 20:56
George Alagiah látinn Breski fréttamaðurinn George Alagiah er látinn, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein. Erlent 24.7.2023 20:50
Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Innlent 24.7.2023 20:30