Fréttir

Vand­ræðin hófust þegar land var metið til fjár

Lítið samræmi hefur verið í þeim aðferðum sem notaðar eru til að mæla landeignir og algengt að stærð jarða sé ekki skráð í Fasteignaskrá. Aðferðir voru lengi vel ónákvæmar og einhver dæmi um að landeignir reynist vera tvöfalt stærri eða helmingi minni en skráð stærð.

Innlent

Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári.

Erlent

Fjöldi gervi­hnatta á braut um jörðu talinn ó­sjálf­bær

Umgengni manna í geimnum næst jörðinni er ekki sjálfbær til lengri tíma litið, að mati evrópskra sérfræðinga í geimrusli. Aldrei hefur fleiri gervihnöttum verið skotið út í geim en í fyrra. Hnettirnir safnast upp á braut um jörðu þar sem óvirkir hnettir eru ekki teknir úr umferð.

Erlent

Stutt á milli feigs og ó­feigs í um­ferðinni á Sel­tjarnar­nesi

Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósa­gatna­mót Sel­tjarnar­ness á föstu­dag þar sem Suður­strönd og Nes­vegur mætast. Íbúi sem varð vitni að at­vikinu segir of al­gengt að öku­menn keyri hraðar en tak­markanir leyfi á svæðinu.

Innlent

Grunsamlegur maður með ryksugu

Það var tíðindalítið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar frá gærkvöldinu og nóttinni. Henni barst tilkynning um grunsamlegan mann í miðborginni og æstan mann í Breiðholtinu.

Innlent

Gætu tekið for­seta Níger af lífi

Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger í síðasta mánuði segist ætla að rétta yfir forsetanum Mohamed Bazoum fyrir landráð. Verði Bazoum fundinn sekur gæti hann verið tekinn af lífi að sögn breska fréttamiðilsins The Guardian.

Erlent

Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku

Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði.

Innlent

„Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“

Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði.

Innlent

„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“

Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi.

Innlent

Lifði af þrjá­tíu metra fall ofan í Miklagljúfur

Þrettán ára drengur lifði af þrjátíu metra fall ofan í Miklagljúfur í Arizona á þriðjudag. Hann hafði sest á hækjur sér til að vera ekki fyrir á ljósmyndum ferðamanna þegar hann féll aftur á bak niður í gljúfrið. 

Erlent

Orðin vön því að fá hestana í heim­sókn

Ná­grannar í Furu­hlíð í Set­bergi í Hafnar­firði sneru bökum saman síð­degis í dag þegar hópur hesta gerði sig heima­kominn í götunni og króuðu þá af á bak­við girðingu. Íbúi segir hesta í hverfinu ekki sjald­séða sjón, enda hest­húsa­hverfi í ná­grenninu.

Innlent

Um­ferð á hring­veginum aldrei verið meiri

Aldrei hefur mælst meiri umferð á hringveginum í einum mánuði og í júlí síðastliðnum. Samkvæmt Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði um sjö prósentum meiri en árið 2022 og slái öll umferðamet.

Innlent

Ekki sé verið að selja vatnið heldur einn læk

Bæjarstjóri Ölfuss segir að sala á hlutabréfum í fyrirtækinu Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta þýði ekki að verið sé að selja vatnið með greini úr landi. Slíkar fullyrðingar séu eins og að kalla ferðamann landeiganda því hann kaupir minjagrip úr hrauni.

Innlent

Ætlar að stór­auka barna­vernd

Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann  leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætlar að óska eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna flóttafólks sem búið er að þjónustusvipta og er heimilislaust. Hún segir sveitarfélögin skyldug til að þjónusta fólk en vill fá samtal. 

Innlent